Jón Daði: Ekki til í víkingaklappið eftir tapleiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2017 14:00 Víkingaklappið er vinsælt hjá stuðningsmönnum Wolves. Vísir/Getty Jón Daði Böðvarsson er þokkalega sáttur við sitt fyrsta tímabil hjá enska B-deildarliðinu Wolves. Hann er nú að undirbúa sig fyrir landsleikinn gegn Króatíu á sunnudag og ræddi við Vísi fyrir æfingu í dag. „Þetta er beggja blands. Það er hlið á tímabilinu sem var mjög jákvæð og svo önnur sem var miður jákvæð,“ segir Jón Daði en Wolves hafnaði í 15. sæti deildarinnar. Jón Daði kom við sögu í flestum leikjum - 22 sinnum sem byrjunarliðsmaður en 20 sinnum sem varamaður. „Auðvitað hefði maður viljað gera meira. En þetta var lærdómsríkt og gott að hafa klárað sitt fyrsta tímabil á Englandi,“ segir hann.Jón Daði í góðum gír með stuðningmsönnum Wolves.Vísir/GettyVeist að þú ert að gera eitthvað rétt Jón Daða kom til Wolves frá Kaiserslautern í Þýskalandi en þar áður lék hann í Noregi. Selfyssingnum var afar vel tekið af stuðningsmönnum Wolves, sem tóku víkingaklappið óspart til heiðurs íslenska landsliðsmanninum sínum. „Það er alltaf gott að finna fyrir því að stuðningsmenn eru ánægðir með mann. Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt og vilt gera enn betur,“ segir Jón Daði sem var ósjaldan beðinn um að taka víkingaklappið eftir leiki Wolves í vetur. „Ég er alveg til í að gera það eftir góða sigurleiki. En stundum vilja þeir gera þetta eftir jafntefli og jafnvel töp. Það er ekki eitthvað sem maður er mikið til í að gera,“ segir Jón Daði í léttum dúr.Á landsliðsæfingu.Vísir/Ernir Engin skoðun á Bebe Wolves er kominn með nýjan stjóra, Portúgalann Nuno Espirito Santo sem var áður hjá Porto, og segir Jón Daði að það gæti haft áhrif á stöðu hans eins og allra leikmanna hjá liðinu. „Eins og er tel ég meiri líkur á því en minni að ég verði áfram hjá Wolves. Þetta kemur betur í ljós þegar maður mætir á svæðið og undirbúningstímabilið hefst,“ segir hann en nýlega bárust fregnir af því að Bebe gæti gengið í raðir Wolves og orðið nýr liðsfélagi Jóns Daða. „Ég hef ekkert heyrt sjálfur af því og ekki myndað mér skoðun á því. Ef hann er leikmaður sem mun styrkja liðið er auðvitað hið besta mál að fá hann,“ segir Jón Daði. Bebe var á sínum tíma keyptur til Manchester United eins og frægt er en spilar nú með Eibar á Spáni. Hann skoraði þrjú mörk í 20 deildarleikjum með liðinu á síðustu leiktíð. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson er þokkalega sáttur við sitt fyrsta tímabil hjá enska B-deildarliðinu Wolves. Hann er nú að undirbúa sig fyrir landsleikinn gegn Króatíu á sunnudag og ræddi við Vísi fyrir æfingu í dag. „Þetta er beggja blands. Það er hlið á tímabilinu sem var mjög jákvæð og svo önnur sem var miður jákvæð,“ segir Jón Daði en Wolves hafnaði í 15. sæti deildarinnar. Jón Daði kom við sögu í flestum leikjum - 22 sinnum sem byrjunarliðsmaður en 20 sinnum sem varamaður. „Auðvitað hefði maður viljað gera meira. En þetta var lærdómsríkt og gott að hafa klárað sitt fyrsta tímabil á Englandi,“ segir hann.Jón Daði í góðum gír með stuðningmsönnum Wolves.Vísir/GettyVeist að þú ert að gera eitthvað rétt Jón Daða kom til Wolves frá Kaiserslautern í Þýskalandi en þar áður lék hann í Noregi. Selfyssingnum var afar vel tekið af stuðningsmönnum Wolves, sem tóku víkingaklappið óspart til heiðurs íslenska landsliðsmanninum sínum. „Það er alltaf gott að finna fyrir því að stuðningsmenn eru ánægðir með mann. Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt og vilt gera enn betur,“ segir Jón Daði sem var ósjaldan beðinn um að taka víkingaklappið eftir leiki Wolves í vetur. „Ég er alveg til í að gera það eftir góða sigurleiki. En stundum vilja þeir gera þetta eftir jafntefli og jafnvel töp. Það er ekki eitthvað sem maður er mikið til í að gera,“ segir Jón Daði í léttum dúr.Á landsliðsæfingu.Vísir/Ernir Engin skoðun á Bebe Wolves er kominn með nýjan stjóra, Portúgalann Nuno Espirito Santo sem var áður hjá Porto, og segir Jón Daði að það gæti haft áhrif á stöðu hans eins og allra leikmanna hjá liðinu. „Eins og er tel ég meiri líkur á því en minni að ég verði áfram hjá Wolves. Þetta kemur betur í ljós þegar maður mætir á svæðið og undirbúningstímabilið hefst,“ segir hann en nýlega bárust fregnir af því að Bebe gæti gengið í raðir Wolves og orðið nýr liðsfélagi Jóns Daða. „Ég hef ekkert heyrt sjálfur af því og ekki myndað mér skoðun á því. Ef hann er leikmaður sem mun styrkja liðið er auðvitað hið besta mál að fá hann,“ segir Jón Daði. Bebe var á sínum tíma keyptur til Manchester United eins og frægt er en spilar nú með Eibar á Spáni. Hann skoraði þrjú mörk í 20 deildarleikjum með liðinu á síðustu leiktíð.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira