Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2017 10:41 Frá vettvangi í gærkvöldi. vísir/eyþór Endurlífgun var reynd á vettvangi í Mosfellsdal í gærkvöldi á manni á fertugsaldri sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás við Æsustaði um kvöldmatarleytið. Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. Sex manns voru handteknir í um klukkan 19 í gærkvöldi, fimm karlar og ein kona. Á meðal hinna handteknu eru Jón Trausti Lúthersson, stofnandi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis, og bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem í febrúar hlutu dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í ágúst síðastliðnum.Ákvörðun tekin um gæsluvarðhald síðar í dag Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að allir hinna handteknu hafi verið yfirheyrðir í gær og stóðu yfirheyrslur langt fram eftir nóttu. „Það eru allir enn í haldi sem voru handteknir og ákvörðun verður tekin síðar í dag um hvort krafist verði gæsluvarðhalds og þá yfir hverjum,“ segir Friðrik Smári. Aðspurður hversu mörg vitni voru að árásinni segist Friðrik Smári ekki hafa tölu á því en nokkur vitni voru yfirheyrð í gær vegna málsins. Friðrik Smári kveðst ekki vita hvort vitnum hafi verið boðin áfallahjálp.Pallbíl ekið yfir fætur mannsins Friðrik Smári segir að það hafi fleiri en einn hringt á Neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs vegna málsins. Þá vill Friðrik Smári ekki svara því hvort málið tengist handrukkun en segir rannsókn málsins meðal annars miða að því að upplýsa hvað var að baki árásinni og hvernig atburðarásin var. Vísir greindi frá því í morgun að allt bendi til þess að líkamsárásin hafi verið handrukkun. Samkvæmt heimildum mætti hópur fólks að heimili hins látna á sjöunda tímanum og barði að dyrum. Kona mannsins fór til dyra en þá var óskað eftir því að ná tali af manninum hennar. Í framhaldinu á fólkið að hafa ráðist á manninn með járnkylfum, tekið hann hálstaki, hendur settar fyrir aftan bak og höggin látin dynja á manninum. Þá lýsa vitni því að amerískum pallbíl, sem lögregla fjarlægði af vettvangi síðar um kvöldið, hafi verið ekið yfir fætur mannsins. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Manndráp í Mosfellsdal: Tveir bílar haldlagðir sem tengjast þeim handteknu Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. 8. júní 2017 00:37 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Endurlífgun var reynd á vettvangi í Mosfellsdal í gærkvöldi á manni á fertugsaldri sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás við Æsustaði um kvöldmatarleytið. Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. Sex manns voru handteknir í um klukkan 19 í gærkvöldi, fimm karlar og ein kona. Á meðal hinna handteknu eru Jón Trausti Lúthersson, stofnandi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis, og bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem í febrúar hlutu dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í ágúst síðastliðnum.Ákvörðun tekin um gæsluvarðhald síðar í dag Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að allir hinna handteknu hafi verið yfirheyrðir í gær og stóðu yfirheyrslur langt fram eftir nóttu. „Það eru allir enn í haldi sem voru handteknir og ákvörðun verður tekin síðar í dag um hvort krafist verði gæsluvarðhalds og þá yfir hverjum,“ segir Friðrik Smári. Aðspurður hversu mörg vitni voru að árásinni segist Friðrik Smári ekki hafa tölu á því en nokkur vitni voru yfirheyrð í gær vegna málsins. Friðrik Smári kveðst ekki vita hvort vitnum hafi verið boðin áfallahjálp.Pallbíl ekið yfir fætur mannsins Friðrik Smári segir að það hafi fleiri en einn hringt á Neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs vegna málsins. Þá vill Friðrik Smári ekki svara því hvort málið tengist handrukkun en segir rannsókn málsins meðal annars miða að því að upplýsa hvað var að baki árásinni og hvernig atburðarásin var. Vísir greindi frá því í morgun að allt bendi til þess að líkamsárásin hafi verið handrukkun. Samkvæmt heimildum mætti hópur fólks að heimili hins látna á sjöunda tímanum og barði að dyrum. Kona mannsins fór til dyra en þá var óskað eftir því að ná tali af manninum hennar. Í framhaldinu á fólkið að hafa ráðist á manninn með járnkylfum, tekið hann hálstaki, hendur settar fyrir aftan bak og höggin látin dynja á manninum. Þá lýsa vitni því að amerískum pallbíl, sem lögregla fjarlægði af vettvangi síðar um kvöldið, hafi verið ekið yfir fætur mannsins.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Manndráp í Mosfellsdal: Tveir bílar haldlagðir sem tengjast þeim handteknu Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. 8. júní 2017 00:37 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54
Manndráp í Mosfellsdal: Tveir bílar haldlagðir sem tengjast þeim handteknu Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. 8. júní 2017 00:37
Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11