Sótt að lögreglustjóra Norðvesturlands úr öllum áttum Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2017 13:47 Undirskriftasöfnun til stuðnings Kristjáni Þorbjarnarsyni er komin í loftið, Geir Jón, Landsamband lögreglumanna, Félag yfirlögregluþjóna -- öll krefjast þau þess að Sigríður Á Andersen beiti sér vegna uppsagnarinnar. Hart er nú sótt að Gunnari Jónssyni lögreglustjóra Norðvesturlands vegna uppsagnar á Kristjáni Þorbjarnarsyni yfirlögregluþjóni á Blönduósi, og úr öllum áttum. Efnt hefur verið til undirskriftasöfnunar á netinu þar sem uppsögninni er mótmælt en þegar þetta er skrifað hafa 425 manns ritað nafn sitt þar við.Kristján lætur ekki beygja sigGeir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn og fyrrverandi formaður félags yfirlögregluþjóna, segist ekki ætla að unna sér hvíldar fyrr en uppsögnin hefur verið dregin til baka. Hann hefur sett sig í samband við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra en Geir Jón ætlast til að gera að hún beiti sér í málinu. „Ég er búinn að gera það heyra í henni. Gerði það samdægurs og þessi gjörningur kom upp. Og þá er málið á borði Landsambands lögreglumanna og Félagi yfirlögregluþjóna þar sem ég var formaður. Þess vegna tel ég mér málið skylt.“ Hins vegar hefur ekkert komið frá Sigríði enn sem komið er, varðandi þetta mál. Geir Jón telur víst að hún hafi í mörg horn að líta um þessar mundir. Því hann hefur ekkert heyrt frá henni né fengið nokkurn ádrátt þess efnis að hún muni láta málið til sín taka. Geir Jón segist hafa heyrt í Kristjáni. Hann sé traustur og láti ekkert beygja sig. „Öflugur og traustur maður, en honum líður auðvitað ekki vel með þetta eftir 36 ára starf. En, lögreglan á Blönduósi er þekkt fyrir skelegga löggæslu,“ segir Geir Jón sem ætlast til þess að Sigríður stigi inní og stöðvi þetta sem hann kallar ósvinnu. Kristján hafi átt eitt ár eftir til að ná fullum eftirlaunum og því skipti þetta verulegu máli fjárhagslega fyrir hann.Kristján stoltur af þjónustunni við byggðarlagiðVísir ræddi við Gunnar lögreglustjóra fyrir nokkru en hann vísaði til trúnaðar, hann gæti ekki fjallað um mál einstakra lögreglumanna. Kristján sjálfur hefur hvatt íbúa Húnaþings og fleiri með ávarpi sem birtist á huni.is. Þar segir hann meðal annars: „Fimmtudaginn 18.05. 2017 var ég kallaður á skrifstofu nýs lögreglustjóra Norðurlands vestra og tilkynnt þar formálalaust að starf mitt væri lagt niður frá og með 1.júní 2017. Ég mætti hætta störfum þá strax sem ég kaus að gera. Ég hef sinnt starfi mínu nú í um 36 ár, sem er töluvert langur tími. Ég er stoltur af því og lít á það sem forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess að fá að þjóna þessu byggðarlagi og íbúum þess. Forréttindin liggja í því að hér í byggðarlaginu liggja rætur aldagamallar íslenskrar menningar og sögu, sem er mér afar kær og ég er stoltur að vera hluti af.“Valdníðsla óreynds lögreglustjóra Áðurnefndri undirskriftasöfnun er fylgt úr hlaði með því að tala um valdníðslu „af verstu gerð!“ Og skorað á núverandi dómsmálaráðherra að afturkalla þessa aðför óreynds lögreglustjóra að lögreglumanni og að ríkið standi að fullu við fyrirheit fyrrverandi ráðherra dómsmála.“ Þarna er verið að vísa til samkomulags sem Geir Jón segir að sé til staðar í öllum greinargerðum við breytingar á lögum, þegar lögregluembættum var fækkað. En, þá lá fyrir að yfirmenn yrðu of margir. En, gert var ráð fyrir því að það myndi jafna sig út þegar þeir færu á eftirlaun. Geir Jón segist sjálfur hafa hætt 60 ára því hann hafi verið á hinni svokölluðu 90 ára reglu; sem er lífaldur plús starfsaldur. „Ég labbaði þá út og vissi að enginn yrði ráðinn í staðinn fyrir mig. En, það er ekkert allstaðar þannig. Lögreglumenn fara á eftirlaun 65 ára gamlir.“Ekki skal gera lítið úr starfi lögreglunnarLjóst er að lögreglustjórinn á Norðvesturlandi hefur staðið frammi fyrir vanda. Honum er gert að hagræða í rekstri, hann er með 14 manna lögreglulið og löggæslan er ekki flókin í umdæminu sem telur um 7000 íbúa. Mestan part er þetta skipulagning vakta og umferðareftirlit. Víst er að það er ekki ofverkið að stýra því fyrir tvo menn, Gunnar og yfirlögregluþjón auk þá Kristjáns. Gunnar vill hins vegar ekki tjá sig um málefni sem snúa að einstökum starfsmönnum en Vísir spurði Geir Jón hvort þetta væri þá ekki bara spurning um það hvort fækkað væri meðal þeirra, kannski um tvo sem væru í umferðareftirlitinu og hugsanlega mætti spara við sig ræstinguna eða Kristján færi? „Nei, það gengur ekki að gera lítið úr starfi lögreglunnar,“ segir Geir Jón við þessum hugleiðingum blaðamanns. Honum leist ekkert á þessa spurningu. „Þessi gjörningur er brot á lögum og samþykktum og 20. grein stjórnarskrár um skipan embættismanna. Lögreglumenn eru embættismenn, sumir æviráðnir en nú er bara ráðið til fimm ára. Til að hægt sé að reka þá verður hann að hafa brotið af sér, fengið áminningu eða dóm. Það var hamrað á þessu við ráðuneytið, að hún taki á þessu að teknu tilliti til þessara laga og samþykkta.“ Tengdar fréttir Geir Jón æfur vegna brottvikningar lögreglumanns Geir Jón krefst þess að dómsmálaráðherra grípi inní og afturkalli brottvikninguna sem hann kallar ósvinnu. 29. maí 2017 09:58 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Sjá meira
Hart er nú sótt að Gunnari Jónssyni lögreglustjóra Norðvesturlands vegna uppsagnar á Kristjáni Þorbjarnarsyni yfirlögregluþjóni á Blönduósi, og úr öllum áttum. Efnt hefur verið til undirskriftasöfnunar á netinu þar sem uppsögninni er mótmælt en þegar þetta er skrifað hafa 425 manns ritað nafn sitt þar við.Kristján lætur ekki beygja sigGeir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn og fyrrverandi formaður félags yfirlögregluþjóna, segist ekki ætla að unna sér hvíldar fyrr en uppsögnin hefur verið dregin til baka. Hann hefur sett sig í samband við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra en Geir Jón ætlast til að gera að hún beiti sér í málinu. „Ég er búinn að gera það heyra í henni. Gerði það samdægurs og þessi gjörningur kom upp. Og þá er málið á borði Landsambands lögreglumanna og Félagi yfirlögregluþjóna þar sem ég var formaður. Þess vegna tel ég mér málið skylt.“ Hins vegar hefur ekkert komið frá Sigríði enn sem komið er, varðandi þetta mál. Geir Jón telur víst að hún hafi í mörg horn að líta um þessar mundir. Því hann hefur ekkert heyrt frá henni né fengið nokkurn ádrátt þess efnis að hún muni láta málið til sín taka. Geir Jón segist hafa heyrt í Kristjáni. Hann sé traustur og láti ekkert beygja sig. „Öflugur og traustur maður, en honum líður auðvitað ekki vel með þetta eftir 36 ára starf. En, lögreglan á Blönduósi er þekkt fyrir skelegga löggæslu,“ segir Geir Jón sem ætlast til þess að Sigríður stigi inní og stöðvi þetta sem hann kallar ósvinnu. Kristján hafi átt eitt ár eftir til að ná fullum eftirlaunum og því skipti þetta verulegu máli fjárhagslega fyrir hann.Kristján stoltur af þjónustunni við byggðarlagiðVísir ræddi við Gunnar lögreglustjóra fyrir nokkru en hann vísaði til trúnaðar, hann gæti ekki fjallað um mál einstakra lögreglumanna. Kristján sjálfur hefur hvatt íbúa Húnaþings og fleiri með ávarpi sem birtist á huni.is. Þar segir hann meðal annars: „Fimmtudaginn 18.05. 2017 var ég kallaður á skrifstofu nýs lögreglustjóra Norðurlands vestra og tilkynnt þar formálalaust að starf mitt væri lagt niður frá og með 1.júní 2017. Ég mætti hætta störfum þá strax sem ég kaus að gera. Ég hef sinnt starfi mínu nú í um 36 ár, sem er töluvert langur tími. Ég er stoltur af því og lít á það sem forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess að fá að þjóna þessu byggðarlagi og íbúum þess. Forréttindin liggja í því að hér í byggðarlaginu liggja rætur aldagamallar íslenskrar menningar og sögu, sem er mér afar kær og ég er stoltur að vera hluti af.“Valdníðsla óreynds lögreglustjóra Áðurnefndri undirskriftasöfnun er fylgt úr hlaði með því að tala um valdníðslu „af verstu gerð!“ Og skorað á núverandi dómsmálaráðherra að afturkalla þessa aðför óreynds lögreglustjóra að lögreglumanni og að ríkið standi að fullu við fyrirheit fyrrverandi ráðherra dómsmála.“ Þarna er verið að vísa til samkomulags sem Geir Jón segir að sé til staðar í öllum greinargerðum við breytingar á lögum, þegar lögregluembættum var fækkað. En, þá lá fyrir að yfirmenn yrðu of margir. En, gert var ráð fyrir því að það myndi jafna sig út þegar þeir færu á eftirlaun. Geir Jón segist sjálfur hafa hætt 60 ára því hann hafi verið á hinni svokölluðu 90 ára reglu; sem er lífaldur plús starfsaldur. „Ég labbaði þá út og vissi að enginn yrði ráðinn í staðinn fyrir mig. En, það er ekkert allstaðar þannig. Lögreglumenn fara á eftirlaun 65 ára gamlir.“Ekki skal gera lítið úr starfi lögreglunnarLjóst er að lögreglustjórinn á Norðvesturlandi hefur staðið frammi fyrir vanda. Honum er gert að hagræða í rekstri, hann er með 14 manna lögreglulið og löggæslan er ekki flókin í umdæminu sem telur um 7000 íbúa. Mestan part er þetta skipulagning vakta og umferðareftirlit. Víst er að það er ekki ofverkið að stýra því fyrir tvo menn, Gunnar og yfirlögregluþjón auk þá Kristjáns. Gunnar vill hins vegar ekki tjá sig um málefni sem snúa að einstökum starfsmönnum en Vísir spurði Geir Jón hvort þetta væri þá ekki bara spurning um það hvort fækkað væri meðal þeirra, kannski um tvo sem væru í umferðareftirlitinu og hugsanlega mætti spara við sig ræstinguna eða Kristján færi? „Nei, það gengur ekki að gera lítið úr starfi lögreglunnar,“ segir Geir Jón við þessum hugleiðingum blaðamanns. Honum leist ekkert á þessa spurningu. „Þessi gjörningur er brot á lögum og samþykktum og 20. grein stjórnarskrár um skipan embættismanna. Lögreglumenn eru embættismenn, sumir æviráðnir en nú er bara ráðið til fimm ára. Til að hægt sé að reka þá verður hann að hafa brotið af sér, fengið áminningu eða dóm. Það var hamrað á þessu við ráðuneytið, að hún taki á þessu að teknu tilliti til þessara laga og samþykkta.“
Tengdar fréttir Geir Jón æfur vegna brottvikningar lögreglumanns Geir Jón krefst þess að dómsmálaráðherra grípi inní og afturkalli brottvikninguna sem hann kallar ósvinnu. 29. maí 2017 09:58 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Sjá meira
Geir Jón æfur vegna brottvikningar lögreglumanns Geir Jón krefst þess að dómsmálaráðherra grípi inní og afturkalli brottvikninguna sem hann kallar ósvinnu. 29. maí 2017 09:58
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent