Nýt mín best á stærsta sviðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2017 07:00 Aron Pálmarson í leiknum um þriðja sætið í gær. Vísir/Getty Aron Pálmarsson og félagar hans í ungverska meistaraliðinu Veszprem þurftu að láta sér að góðu verða að vinna bronsverðlaun í Meistaradeild Evrópu þetta árið, eftir sigur á stórliði Barcelona í bronsleiknum í úrslitahelgi keppninnar í Köln. Veszprem varð naumlega af sæti í úrslitaleiknum eftir eins marks tap fyrir PSG frá Frakklandi. Aron var að spila í sjötta sinn í Final Four, eins og úrslitahelgin er kölluð, á ferlinum. Tvívegis varð hann Evrópumeistari með Kiel en í hvorugt skiptið tókst honum að verða meistari með Veszprem síðan hann fór til Ungverjalands sumarið 2015. „Þessi helgi var mér gríðarleg vonbrigði. Við spiluðum að vísu vel og gerðum vel með því að vinna leikinn um þriðja sætið en það gerir ekkert fyrir mig. Það eina sem það gerði var að auðvelda ferðalagið heim til Ungverjalands,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær, frá heimili sínu ytra. „Tapið fyrir PSG á laugardag var afar erfitt. Betra liðið fór ekki áfram,“ sagði Aron ákveðinn. „Allir eru sammála um að PSG er með sterkara lið á pappírnum en mér fannst þeir ekki standa undir þeim væntingum sem eru gerðar til liðsins í þessum leik. Mér fannst þeir ekki spila betur en við.“ Hann segir einnig að það hafi verið erfitt að sætta sig við dómgæslu makedónska parsins Nikolov og Nachevski í leiknum. „Ég hef nú ekki sagt þetta opinberlega hingað til en mér fannst hallað á okkur í dómgæslunni. Ég er harður á því.“Vísir/GettyReyni að gefa af mér Aron hefur tvívegis verið valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar og sýndi mögnuð tilþrif, enn og aftur, um helgina. Gegn PSG átti hann annan tug stoðsendinga og gegn Barcelona í bronsleiknum var hann markahæstur með átta mörk og dró vagninn á lokakaflanum, er Veszprem tryggði sér fjögurra marka sigur. „Mér finnst hrikalega skemmtilegt að spila í Köln,“ segir Aron aðspurður um hvað það er sem laði fram það besta í honum þegar hann spilar þar. „Það eru 20 þúsund manns að horfa, mikil og stór umgjörð og allir að fylgjast með. Ég nærist mest á þessu. Ég er nú búinn að fara oft á Final Four og þetta er það skemmtilegasta sem ég geri – hér eru bestu liðin og pressan mest.“ Hann segist ekki koðna niður þegar álagið er sem mest, þvert á móti. „Auðvitað er ég með fiðrildi í maganum fyrir leiki en eins og ég hef áður sagt þá læt ég ekki stress skemma fyrir mér. Ég nýt þess frekar, að spila með bestu leikmönnum heims fyrir framan allt þetta fólk. Ég fer brosandi inn í leikina og nýt hvers augnabliks. Ég reyni að gefa af mér til fólksins sem borgar sig inn á leikina.“Vísir/GettyFramtíðin skýrist á næstu vikum Aron á eitt ár eftir af samningi sínum við Veszprem en óvíst er hvort hann klári hann. Líkur eru á því að leikurinn um helgina hafi verið hans síðasti með ungverska liðinu en hann hefur sterklega verið orðaður við Barcelona síðustu vikur og mánuði. Sjálfur vill hann ekkert segja um það. „Ég get sagt að þetta muni allt skýrast á næstu tveimur vikum. Þá mun ég tilkynna hvað verður um mig, hvort ég fari núna eða á næsta ári. Ég get ekki sagt meira í bili,“ segir hann sposkur. Hann segist þrátt fyrir allt sáttur við þessi tvö ár í Ungverjalandi, sama hvað verður í sumar. „Ég viðurkenni þó að ég er vonsvikinn yfir að hafa ekki unnið Meistaradeildina. Það var stóra markmiðið. Það er ömurlegt að ná því ekki eftir að hafa verið svo nálægt því.“ Handbolti Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Aron Pálmarsson og félagar hans í ungverska meistaraliðinu Veszprem þurftu að láta sér að góðu verða að vinna bronsverðlaun í Meistaradeild Evrópu þetta árið, eftir sigur á stórliði Barcelona í bronsleiknum í úrslitahelgi keppninnar í Köln. Veszprem varð naumlega af sæti í úrslitaleiknum eftir eins marks tap fyrir PSG frá Frakklandi. Aron var að spila í sjötta sinn í Final Four, eins og úrslitahelgin er kölluð, á ferlinum. Tvívegis varð hann Evrópumeistari með Kiel en í hvorugt skiptið tókst honum að verða meistari með Veszprem síðan hann fór til Ungverjalands sumarið 2015. „Þessi helgi var mér gríðarleg vonbrigði. Við spiluðum að vísu vel og gerðum vel með því að vinna leikinn um þriðja sætið en það gerir ekkert fyrir mig. Það eina sem það gerði var að auðvelda ferðalagið heim til Ungverjalands,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær, frá heimili sínu ytra. „Tapið fyrir PSG á laugardag var afar erfitt. Betra liðið fór ekki áfram,“ sagði Aron ákveðinn. „Allir eru sammála um að PSG er með sterkara lið á pappírnum en mér fannst þeir ekki standa undir þeim væntingum sem eru gerðar til liðsins í þessum leik. Mér fannst þeir ekki spila betur en við.“ Hann segir einnig að það hafi verið erfitt að sætta sig við dómgæslu makedónska parsins Nikolov og Nachevski í leiknum. „Ég hef nú ekki sagt þetta opinberlega hingað til en mér fannst hallað á okkur í dómgæslunni. Ég er harður á því.“Vísir/GettyReyni að gefa af mér Aron hefur tvívegis verið valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar og sýndi mögnuð tilþrif, enn og aftur, um helgina. Gegn PSG átti hann annan tug stoðsendinga og gegn Barcelona í bronsleiknum var hann markahæstur með átta mörk og dró vagninn á lokakaflanum, er Veszprem tryggði sér fjögurra marka sigur. „Mér finnst hrikalega skemmtilegt að spila í Köln,“ segir Aron aðspurður um hvað það er sem laði fram það besta í honum þegar hann spilar þar. „Það eru 20 þúsund manns að horfa, mikil og stór umgjörð og allir að fylgjast með. Ég nærist mest á þessu. Ég er nú búinn að fara oft á Final Four og þetta er það skemmtilegasta sem ég geri – hér eru bestu liðin og pressan mest.“ Hann segist ekki koðna niður þegar álagið er sem mest, þvert á móti. „Auðvitað er ég með fiðrildi í maganum fyrir leiki en eins og ég hef áður sagt þá læt ég ekki stress skemma fyrir mér. Ég nýt þess frekar, að spila með bestu leikmönnum heims fyrir framan allt þetta fólk. Ég fer brosandi inn í leikina og nýt hvers augnabliks. Ég reyni að gefa af mér til fólksins sem borgar sig inn á leikina.“Vísir/GettyFramtíðin skýrist á næstu vikum Aron á eitt ár eftir af samningi sínum við Veszprem en óvíst er hvort hann klári hann. Líkur eru á því að leikurinn um helgina hafi verið hans síðasti með ungverska liðinu en hann hefur sterklega verið orðaður við Barcelona síðustu vikur og mánuði. Sjálfur vill hann ekkert segja um það. „Ég get sagt að þetta muni allt skýrast á næstu tveimur vikum. Þá mun ég tilkynna hvað verður um mig, hvort ég fari núna eða á næsta ári. Ég get ekki sagt meira í bili,“ segir hann sposkur. Hann segist þrátt fyrir allt sáttur við þessi tvö ár í Ungverjalandi, sama hvað verður í sumar. „Ég viðurkenni þó að ég er vonsvikinn yfir að hafa ekki unnið Meistaradeildina. Það var stóra markmiðið. Það er ömurlegt að ná því ekki eftir að hafa verið svo nálægt því.“
Handbolti Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira