Borgarstjórinn hafði gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að lögreglan myndu auka viðveru sína á götum borgarinnar og að borgarar ættu ekki að hræðast. Trump brást ókvæða við á Twitter aðgangi sínum og sagði borgarstjórann gera lítið úr ógninni.
Borgarstjórinn svaraði Trump þá og sagðist hafa mikilvægari hnöppum að hneppa en að svara „illa upplýstum tístum“ Donalds Trump sem slíti orð borgarstjórans úr samhengi. Hann hafi einfaldlega verið að vinna með lögregluyfirvöldum.
Í tísti í dag segir Trump að tilkynning borgarstjórans sé „ömurleg tilraun“ til þess að hylja yfirlýsinguna sína og að „fjölmiðlar væru að reyna að selja“ útskýringar Khan sem réttar útskýringar á málinu.
Khan hefur áður gagnrýnt Trump harðlega fyrir innflytjendabann sitt og sagt að skoðanir forsetans á Íslam séu „fordómafullar.“
Pathetic excuse by London Mayor Sadiq Khan who had to think fast on his "no reason to be alarmed" statement. MSM is working hard to sell it!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017