Segir Donald Trump trúa á loftslagsbreytingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2017 20:45 Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. vísir/afp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur trú á því að loftslagið sé að breytast, að hluta til vegna mengunar, að sögn Nikki Haley, fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Haley á sjónvarpstöðinni CNN sem sýnt verður á morgun. Þar reynir hún að skýra sjónarmið forseta Bandaríkjanna varðandi loftslagsbreytingar. Hann ákvað sem kunnugt er að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál í vikunni. „Trump forseti trúir því að loftslagið sé að breytast og hann telur að mengun sé hluti af þeirri jöfnu. Það er staðreynd, þar stöndum við,“ sagði Haley. Mikill meirihluti vísindamanna á svið loftslagsmála telur að mengun af mannavöldum sé aðaldrifkraturinn á bak við hlýnun jarðar. „Hann veit að það [loftslagið] er að breytast og hann veit að Bandaríkin þurfa að axla ábyrgð. Það er það sem við munum gera. Það að við gengum út úr klúbbnum þýðir ekki að okkur sé sama um umhverfið,“ sagði Haley. Áður en Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna hafði hann oft sagt að hlýnun jarðar væri gabb. Árið 2012 sagði hann einnig að hlýnun jarðar væri hugmynd sem Kínverjar hefðu skapað til þess að skaða samkeppnisstöðu Bandaríkjanna. Haley var einnig spurð um ástæður þess að Bandaríkin ákvaðu að draga sig úr Parísarsamkomulaginu en samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig meðal annars til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025.„Heimurinn vildi segja okkur hvernig við ættum að gera þetta og við erum að segja að við munum gera þetta, bara á okkar forsendum,“ sagði Haley. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Frakkar leiðrétta myndband Hvíta hússins um Parísarsamkomulagið Yfirvöld í Frakklandi hafa leiðrétt myndband sem gefið var út af Hvíta húsinu þar sem farið var yfir af hverju Parísarsamkomulagið um loftslagsmál væri slæmt fyrir Bandaríkin. 3. júní 2017 17:22 Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12 Þrýsta þurfi á Bandaríkjastjórn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir ákvörðun Bandaríkjaforseta dapurlega. 2. júní 2017 18:43 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Segir að bandarískar borgir muni hreinsa upp eftir Trump í loftslagsmálum Bandaríkin muni mæta þeim markmiðum sem Parísar samkomulagið um loftslagsmál mælir um fyrir, þrátt fyrir að forseti Bandaríkjanna hafi dregið ríkið út úr samkomulaginu að mati fyrrverandi borgarstjóra New York. 3. júní 2017 17:58 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur trú á því að loftslagið sé að breytast, að hluta til vegna mengunar, að sögn Nikki Haley, fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Haley á sjónvarpstöðinni CNN sem sýnt verður á morgun. Þar reynir hún að skýra sjónarmið forseta Bandaríkjanna varðandi loftslagsbreytingar. Hann ákvað sem kunnugt er að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál í vikunni. „Trump forseti trúir því að loftslagið sé að breytast og hann telur að mengun sé hluti af þeirri jöfnu. Það er staðreynd, þar stöndum við,“ sagði Haley. Mikill meirihluti vísindamanna á svið loftslagsmála telur að mengun af mannavöldum sé aðaldrifkraturinn á bak við hlýnun jarðar. „Hann veit að það [loftslagið] er að breytast og hann veit að Bandaríkin þurfa að axla ábyrgð. Það er það sem við munum gera. Það að við gengum út úr klúbbnum þýðir ekki að okkur sé sama um umhverfið,“ sagði Haley. Áður en Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna hafði hann oft sagt að hlýnun jarðar væri gabb. Árið 2012 sagði hann einnig að hlýnun jarðar væri hugmynd sem Kínverjar hefðu skapað til þess að skaða samkeppnisstöðu Bandaríkjanna. Haley var einnig spurð um ástæður þess að Bandaríkin ákvaðu að draga sig úr Parísarsamkomulaginu en samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig meðal annars til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025.„Heimurinn vildi segja okkur hvernig við ættum að gera þetta og við erum að segja að við munum gera þetta, bara á okkar forsendum,“ sagði Haley.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Frakkar leiðrétta myndband Hvíta hússins um Parísarsamkomulagið Yfirvöld í Frakklandi hafa leiðrétt myndband sem gefið var út af Hvíta húsinu þar sem farið var yfir af hverju Parísarsamkomulagið um loftslagsmál væri slæmt fyrir Bandaríkin. 3. júní 2017 17:22 Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12 Þrýsta þurfi á Bandaríkjastjórn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir ákvörðun Bandaríkjaforseta dapurlega. 2. júní 2017 18:43 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Segir að bandarískar borgir muni hreinsa upp eftir Trump í loftslagsmálum Bandaríkin muni mæta þeim markmiðum sem Parísar samkomulagið um loftslagsmál mælir um fyrir, þrátt fyrir að forseti Bandaríkjanna hafi dregið ríkið út úr samkomulaginu að mati fyrrverandi borgarstjóra New York. 3. júní 2017 17:58 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Frakkar leiðrétta myndband Hvíta hússins um Parísarsamkomulagið Yfirvöld í Frakklandi hafa leiðrétt myndband sem gefið var út af Hvíta húsinu þar sem farið var yfir af hverju Parísarsamkomulagið um loftslagsmál væri slæmt fyrir Bandaríkin. 3. júní 2017 17:22
Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12
Þrýsta þurfi á Bandaríkjastjórn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir ákvörðun Bandaríkjaforseta dapurlega. 2. júní 2017 18:43
Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27
Segir að bandarískar borgir muni hreinsa upp eftir Trump í loftslagsmálum Bandaríkin muni mæta þeim markmiðum sem Parísar samkomulagið um loftslagsmál mælir um fyrir, þrátt fyrir að forseti Bandaríkjanna hafi dregið ríkið út úr samkomulaginu að mati fyrrverandi borgarstjóra New York. 3. júní 2017 17:58