Heimir búinn að velja liðið fyrir Króatíuleikinn | Svona lítur hópurinn út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2017 13:38 Alfreð Finnbogason er kominn aftur inn í landsliðið. vísir/anton brink Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag leikmannahópinn sinn fyrir leikinn mikilvæga á móti Króatíu í undankeppni HM sem fer fram á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Heimir valdi 23 leikmenn í hópinn að þessu sinni en nokkrir leikmenn duttu út af þeim sem tóku þátt í síðustu verkefnum íslenska liðsins í mars. Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Bjarnason, sem misstu af leikjunum í mars vegna meiðsl, koma nú aftur inn í hópinn. Viðar Örn Kjartansson, Arnór Smárason, Elías Már Ómarsson, Kjartan Henry Finnbogason, Kristján Flóki Finnbogason, Hólmar Örn Eyjólfsson, Viðar Ari Jónsson og Óttar Magnús Karlsson voru allir í síðasta hóp en eru ekki með núna. Króatía og Ísland eru tvö efstu lið riðilsins en Króatar hafa þremur stigum meira en Íslendingar eftir 2-0 sigur í fyrri leik liðanna í Króatíu í nóvember. Íslenska liðið hefur náð í tíu stig af fimmtán mögulegum í fyrstu fimm leikjum sínum en strákarnir unnu 2-1 útisigur á Kosóvó í fyrsta leik íslenska liðsins í undankeppnini á árinu. Sá leikur fór fram í marsmánuði. Efsta liðið tryggir sér sæti á HM í Rússlandi en liðið í öðru sæti á möguleika á því að komast í umspil um laust sæti. Átta af níu liðum sem lenda í öðru sæti í riðlinum komast í umspilið um fjögur laus sæti.Landsliðshópur Heimis Hallgrímssonar fyrir Króatíuleikinn: Markmenn Hannes Þór Halldórsson, Randers FC Ögmundur Kristinsson, Hammarby Ingvar Jónsson, SandefjordVarnarmenn Hörður B. Magnússon, Bristol City FC Ari Freyr Skúlason, KSC Lokeren Ragnar Sigurðsson, Fulham FC Kári Árnason, AC Omonia Sverrir Ingi Ingason, Granada CF Hjörtur Hermannssoin, Bröndby Birkir Már Sævarsson, HammarbyMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City FC Arnór Ingvi Traustason, SK Rapid Wien Aron Sigurðarson, Tromsö IL Birkir Bjarnason, Aston Villa Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley Emil Hallfreðsson, Udinese Calcio Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City FC Ólafur Ingi Skúlason, Kardemir Karabükspor Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshoppers Rúrik Gíslason, NürnbergSóknarmenn Jón Daði Böðvarsson, Wolves Alfreð Finnbogason, Augsburg Björn Bergmann Sigurðarson, Molde FK Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag leikmannahópinn sinn fyrir leikinn mikilvæga á móti Króatíu í undankeppni HM sem fer fram á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Heimir valdi 23 leikmenn í hópinn að þessu sinni en nokkrir leikmenn duttu út af þeim sem tóku þátt í síðustu verkefnum íslenska liðsins í mars. Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Bjarnason, sem misstu af leikjunum í mars vegna meiðsl, koma nú aftur inn í hópinn. Viðar Örn Kjartansson, Arnór Smárason, Elías Már Ómarsson, Kjartan Henry Finnbogason, Kristján Flóki Finnbogason, Hólmar Örn Eyjólfsson, Viðar Ari Jónsson og Óttar Magnús Karlsson voru allir í síðasta hóp en eru ekki með núna. Króatía og Ísland eru tvö efstu lið riðilsins en Króatar hafa þremur stigum meira en Íslendingar eftir 2-0 sigur í fyrri leik liðanna í Króatíu í nóvember. Íslenska liðið hefur náð í tíu stig af fimmtán mögulegum í fyrstu fimm leikjum sínum en strákarnir unnu 2-1 útisigur á Kosóvó í fyrsta leik íslenska liðsins í undankeppnini á árinu. Sá leikur fór fram í marsmánuði. Efsta liðið tryggir sér sæti á HM í Rússlandi en liðið í öðru sæti á möguleika á því að komast í umspil um laust sæti. Átta af níu liðum sem lenda í öðru sæti í riðlinum komast í umspilið um fjögur laus sæti.Landsliðshópur Heimis Hallgrímssonar fyrir Króatíuleikinn: Markmenn Hannes Þór Halldórsson, Randers FC Ögmundur Kristinsson, Hammarby Ingvar Jónsson, SandefjordVarnarmenn Hörður B. Magnússon, Bristol City FC Ari Freyr Skúlason, KSC Lokeren Ragnar Sigurðsson, Fulham FC Kári Árnason, AC Omonia Sverrir Ingi Ingason, Granada CF Hjörtur Hermannssoin, Bröndby Birkir Már Sævarsson, HammarbyMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City FC Arnór Ingvi Traustason, SK Rapid Wien Aron Sigurðarson, Tromsö IL Birkir Bjarnason, Aston Villa Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley Emil Hallfreðsson, Udinese Calcio Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City FC Ólafur Ingi Skúlason, Kardemir Karabükspor Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshoppers Rúrik Gíslason, NürnbergSóknarmenn Jón Daði Böðvarsson, Wolves Alfreð Finnbogason, Augsburg Björn Bergmann Sigurðarson, Molde FK
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira