Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2017 12:12 Mark Zuckerberg, Elon Musk, Robert A. Iger og Tim Cook. Vísir/AFP Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Segja forsvarsmenn fyrirtækjanna að þau munu áfram vinna að því að markmið samningsins náist. Auk þess að lýsa yfir andstöðu við stefnu Bandaríkjastjórnar hafa bæði Elon Musk, forstjóri Tesla og SpaceX, og Robert A. Iger, forstjóri Disney, sagt sig úr ráðgjafanefndum Trump forseta. „Loftslagsbreytingar eru staðreynd. Það er bæði slæmt fyrir Bandaríkin og heiminn allan að draga sig úr Parísarsamningnum,“ segir Musk.Am departing presidential councils. Climate change is real. Leaving Paris is not good for America or the world.— Elon Musk (@elonmusk) June 1, 2017 Iger segist segja sig úr nefndum af prinsippástæðum.As a matter of principle, I've resigned from the President's Council over the #ParisAgreement withdrawal.— Robert Iger (@RobertIger) June 1, 2017 Trump hefur talað fyrir því að það sé í þágu bandarísks efnahags að draga sig úr Parísarsamningnum, en stórfyrirtækin hafa mörg hvatt Trump til að hugsa til framtíðar. 25 fyrirtæki – meðal annars Apple, Facebook, Google og Microsoft – birtu í maí heilsíðuauglýsingu í New York Times, Wall Street Journal og New York Post þar sem þau útlistuðu kosti Parísarsamningsins fyrir þau sem alþjóðleg fyrirtæki. Sögðu þau að með samningnum yrðu fyrirtækin samkeppnishæfari og að hann skapaði vöxt. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði á Facebook-síðu sinni að ákvörðun Trump væri slæm fyrir umhverfið og stofna framtíð barna okkar í hættu.Sundar Pichai, forstjóri Google, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum og að Google muni áfram vinna að hreinni og hagsælli framtíð fyrir okkur öll.Disappointed with today's decision. Google will keep working hard for a cleaner, more prosperous future for all.— Sundar Pichai (@sundarpichai) June 1, 2017 Tim Cook, forstjóri Apple, tekur í svipaðan streng og aðrir forstjórar stærstu tæknifyrirtækjanna í Bandaríkjunum.Decision to withdraw from the #ParisAgreeement was wrong for our planet. Apple is committed to fight climate change and we will never waver.— Tim Cook (@tim_cook) June 2, 2017 Önnur fyrirtæki sem hafa lýst yfir óánægju með ákvörðun Trump eru Microsoft, Amazon, Murray Energy, Uber, IBM, Shell, Peabody Energy og Cargill. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Minnti Trump á að 80 prósent íbúa Pittsburgh hafi kosið Clinton Donald Trump sagðist í gær hafa verið kosinn í embætti af íbúum Pittsburgh, ekki Parísar, þegar hann greindi frá því að Bandaríkin hugðust draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 10:00 Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Segja forsvarsmenn fyrirtækjanna að þau munu áfram vinna að því að markmið samningsins náist. Auk þess að lýsa yfir andstöðu við stefnu Bandaríkjastjórnar hafa bæði Elon Musk, forstjóri Tesla og SpaceX, og Robert A. Iger, forstjóri Disney, sagt sig úr ráðgjafanefndum Trump forseta. „Loftslagsbreytingar eru staðreynd. Það er bæði slæmt fyrir Bandaríkin og heiminn allan að draga sig úr Parísarsamningnum,“ segir Musk.Am departing presidential councils. Climate change is real. Leaving Paris is not good for America or the world.— Elon Musk (@elonmusk) June 1, 2017 Iger segist segja sig úr nefndum af prinsippástæðum.As a matter of principle, I've resigned from the President's Council over the #ParisAgreement withdrawal.— Robert Iger (@RobertIger) June 1, 2017 Trump hefur talað fyrir því að það sé í þágu bandarísks efnahags að draga sig úr Parísarsamningnum, en stórfyrirtækin hafa mörg hvatt Trump til að hugsa til framtíðar. 25 fyrirtæki – meðal annars Apple, Facebook, Google og Microsoft – birtu í maí heilsíðuauglýsingu í New York Times, Wall Street Journal og New York Post þar sem þau útlistuðu kosti Parísarsamningsins fyrir þau sem alþjóðleg fyrirtæki. Sögðu þau að með samningnum yrðu fyrirtækin samkeppnishæfari og að hann skapaði vöxt. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði á Facebook-síðu sinni að ákvörðun Trump væri slæm fyrir umhverfið og stofna framtíð barna okkar í hættu.Sundar Pichai, forstjóri Google, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum og að Google muni áfram vinna að hreinni og hagsælli framtíð fyrir okkur öll.Disappointed with today's decision. Google will keep working hard for a cleaner, more prosperous future for all.— Sundar Pichai (@sundarpichai) June 1, 2017 Tim Cook, forstjóri Apple, tekur í svipaðan streng og aðrir forstjórar stærstu tæknifyrirtækjanna í Bandaríkjunum.Decision to withdraw from the #ParisAgreeement was wrong for our planet. Apple is committed to fight climate change and we will never waver.— Tim Cook (@tim_cook) June 2, 2017 Önnur fyrirtæki sem hafa lýst yfir óánægju með ákvörðun Trump eru Microsoft, Amazon, Murray Energy, Uber, IBM, Shell, Peabody Energy og Cargill.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Minnti Trump á að 80 prósent íbúa Pittsburgh hafi kosið Clinton Donald Trump sagðist í gær hafa verið kosinn í embætti af íbúum Pittsburgh, ekki Parísar, þegar hann greindi frá því að Bandaríkin hugðust draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 10:00 Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Minnti Trump á að 80 prósent íbúa Pittsburgh hafi kosið Clinton Donald Trump sagðist í gær hafa verið kosinn í embætti af íbúum Pittsburgh, ekki Parísar, þegar hann greindi frá því að Bandaríkin hugðust draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 10:00
Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00
Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37