Fékk fyrsta launaseðilinn sem NFL-leikmaður og fagnaði svona | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2017 13:00 Takk McKinley. Vísir/Samsett/Getty Einn af áhugaverðari nýliðum ameríska fótboltans á næstu leiktíð verður örugglega varnarmaðurinn Takkarist McKinley sem vanalega gengur undir nafninu Takk. Takkarist McKinley náði strax athygli bandarískra fjölmiðla þegar hann mætti upp á svið með mynd af látinni ömmu sinni þegar Atlanta Falcons valdi hann númer 26 í nýliðavalinu á dögunum. Takk McKinley hélt síðan hjartræma ræðu um það hvernig hann væri nú að uppfylla loforð sitt við gömlu konuna á dánarbeði hennar. McKinley átti erfitt með sig og það var ljóst að hann var lifa drauminn og ná að bjarga fjölskyldu sinni úr mikill fátækt. McKinley var líka orðinn ríkur maður. Atlanta Falcons samdi við strákinn og hann fær 10,2 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða einn milljarð íslenskra króna. Takk McKinley fékk strax meira en helminginn, alls 548 milljónir íslenskra króna, um leið og hann skrifaði undir. Viðbrögð hans þegar peningurinn kom inn á reikninginn slógu í gegn á samfélagsmiðlum. Þar sagðist hann vera þakklátur fyrir að fara úr því að vera bláfátækur í að verða milljónamæringur á einni nóttu. Þá bauð hann líka upp á óborganlegan dans sem má sjá hér.To see my family struggle everyday growing up and now I can help change that..YES I'M HAPPY! Don't worry I'll be this happy getting sacks pic.twitter.com/LckhYSEkQ8 — Takkarist McKinley (@Takk) June 1, 2017 Takk McKinley mun hafa það starf að reyna að fella leikstjórnendur mótherja Atlanta Falcons á komandi tíma og miðað við þennan dans þá er örugglega mörgum stuðningsmönnum Fálkanna örugglega farið að hlakka til að sjá hann fagna leikstjórnendafellunum sínum. NFL Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Einn af áhugaverðari nýliðum ameríska fótboltans á næstu leiktíð verður örugglega varnarmaðurinn Takkarist McKinley sem vanalega gengur undir nafninu Takk. Takkarist McKinley náði strax athygli bandarískra fjölmiðla þegar hann mætti upp á svið með mynd af látinni ömmu sinni þegar Atlanta Falcons valdi hann númer 26 í nýliðavalinu á dögunum. Takk McKinley hélt síðan hjartræma ræðu um það hvernig hann væri nú að uppfylla loforð sitt við gömlu konuna á dánarbeði hennar. McKinley átti erfitt með sig og það var ljóst að hann var lifa drauminn og ná að bjarga fjölskyldu sinni úr mikill fátækt. McKinley var líka orðinn ríkur maður. Atlanta Falcons samdi við strákinn og hann fær 10,2 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða einn milljarð íslenskra króna. Takk McKinley fékk strax meira en helminginn, alls 548 milljónir íslenskra króna, um leið og hann skrifaði undir. Viðbrögð hans þegar peningurinn kom inn á reikninginn slógu í gegn á samfélagsmiðlum. Þar sagðist hann vera þakklátur fyrir að fara úr því að vera bláfátækur í að verða milljónamæringur á einni nóttu. Þá bauð hann líka upp á óborganlegan dans sem má sjá hér.To see my family struggle everyday growing up and now I can help change that..YES I'M HAPPY! Don't worry I'll be this happy getting sacks pic.twitter.com/LckhYSEkQ8 — Takkarist McKinley (@Takk) June 1, 2017 Takk McKinley mun hafa það starf að reyna að fella leikstjórnendur mótherja Atlanta Falcons á komandi tíma og miðað við þennan dans þá er örugglega mörgum stuðningsmönnum Fálkanna örugglega farið að hlakka til að sjá hann fagna leikstjórnendafellunum sínum.
NFL Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira