Koenigsegg seldi 80 Regera á 190 milljónir hvern Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2017 13:53 Koenigsegg Regera er sannkallaður ofurbíl, enda kostar hann skildinginn. Sænski bílasmiðurinn Christian von Koenigsegg hefur selt upp alla fyrirhugaða framleiðslu á ofurbílnum Koenigsegg Regera, en hver slíkur kostar litlar 190 milljónir króna. Samtals hefur hann því selt þessa 80 bíla fyrir 15,2 milljarða króna. Aldrei stóð til að framleiða meira en þessa 80 bíla af Regera, en þessi bíll er 1.500 hestöfl og er bæði með brunavél og rafmótora, eða tengiltvinnbíll. Koenigsegg hefur aldrei áður selt eins marga bíla af einni tegund, en hingað til hefur framleiðslan fremur skorðast við örfá eintök af hverri gerð. Koenigsegg Regera er með 5,0 lítra V8 vél og þrjá rafmagnsmótora og þessi drifrás kemur bílnum í 100 km hraða á 2,8 sekúndum. Bíllinn er með hámarkshraðann 400 km/klst og það sem merkilegast er að hann nær þeim hraða á minna en 20 sekúndum. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent
Sænski bílasmiðurinn Christian von Koenigsegg hefur selt upp alla fyrirhugaða framleiðslu á ofurbílnum Koenigsegg Regera, en hver slíkur kostar litlar 190 milljónir króna. Samtals hefur hann því selt þessa 80 bíla fyrir 15,2 milljarða króna. Aldrei stóð til að framleiða meira en þessa 80 bíla af Regera, en þessi bíll er 1.500 hestöfl og er bæði með brunavél og rafmótora, eða tengiltvinnbíll. Koenigsegg hefur aldrei áður selt eins marga bíla af einni tegund, en hingað til hefur framleiðslan fremur skorðast við örfá eintök af hverri gerð. Koenigsegg Regera er með 5,0 lítra V8 vél og þrjá rafmagnsmótora og þessi drifrás kemur bílnum í 100 km hraða á 2,8 sekúndum. Bíllinn er með hámarkshraðann 400 km/klst og það sem merkilegast er að hann nær þeim hraða á minna en 20 sekúndum.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent