Helgi hlúði að slösuðum í nótt Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2017 12:12 Sjúkraflutningamenn á vettvangi í nótt. Vísir/afp Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. Hann segir að allt hafi gengið vel þrátt fyrir að margir hafi slasast alvarlega. St. Mary's er næsta sjúkrahús við íbúðarblokkina sem brann í Kensington-hverfinu í Lundúnum. Hið minnsta sex eru látnir og tugir slasaðir. „Það var hringt í mig klukkan þrjú í nótt [að breskum tíma] og ég sá að það var stóratvik. Ég leit út um gluggann og fór út á svalir og þá sá ég bygginguna í logum,“ segir Helgi. Fjöldi samstarfsmanna hans svaraði einnig kallinu og segir Helgi að þeir hafi hlúð að um sextán manns. Allt hafi gengið vel fyrir sig.Vísir er með beina lýsingu og sjónvarpsútsendingu frá Bretlandi vegna brunans.Helgi segir að starfsfólk spítalans sé orðið nokkuð vant því að taka við miklum fjölda fólks í einu. Þannig hafi hluti fórnarlamba árásarinnar á Westminster-brúnni í mars síðastliðinum verið flutt á St. Mary's. Álaginu sé þó dreift milli spítala af sjúkraflutningaþjónustu Lundúna þannig að enginn einn spítali fari í yfirflæði. Helgi segir fyrirkomulagið hafa gefið góða raun. „Við tókum marga, King's hospital í Suður-London tók nokkuð marga sem og Chelsea og aðrir spítalar í kring,“ segir Helgi sem áætlar að um 64 hafi þurft aðhlynningu vegna brunans. „Hefðum við tekið alla 64 þá hefði flætt yfir hjá okkur en við höfðum nóg af fólki og gerðum þetta vel. Þetta fór allt eftir áætlun,“ segir Helgi. Margir hafi þó verið alvarlega slasaðir og stór hluti þeirra sem komu á St. Mary's hafi verið börn. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. Hann segir að allt hafi gengið vel þrátt fyrir að margir hafi slasast alvarlega. St. Mary's er næsta sjúkrahús við íbúðarblokkina sem brann í Kensington-hverfinu í Lundúnum. Hið minnsta sex eru látnir og tugir slasaðir. „Það var hringt í mig klukkan þrjú í nótt [að breskum tíma] og ég sá að það var stóratvik. Ég leit út um gluggann og fór út á svalir og þá sá ég bygginguna í logum,“ segir Helgi. Fjöldi samstarfsmanna hans svaraði einnig kallinu og segir Helgi að þeir hafi hlúð að um sextán manns. Allt hafi gengið vel fyrir sig.Vísir er með beina lýsingu og sjónvarpsútsendingu frá Bretlandi vegna brunans.Helgi segir að starfsfólk spítalans sé orðið nokkuð vant því að taka við miklum fjölda fólks í einu. Þannig hafi hluti fórnarlamba árásarinnar á Westminster-brúnni í mars síðastliðinum verið flutt á St. Mary's. Álaginu sé þó dreift milli spítala af sjúkraflutningaþjónustu Lundúna þannig að enginn einn spítali fari í yfirflæði. Helgi segir fyrirkomulagið hafa gefið góða raun. „Við tókum marga, King's hospital í Suður-London tók nokkuð marga sem og Chelsea og aðrir spítalar í kring,“ segir Helgi sem áætlar að um 64 hafi þurft aðhlynningu vegna brunans. „Hefðum við tekið alla 64 þá hefði flætt yfir hjá okkur en við höfðum nóg af fólki og gerðum þetta vel. Þetta fór allt eftir áætlun,“ segir Helgi. Margir hafi þó verið alvarlega slasaðir og stór hluti þeirra sem komu á St. Mary's hafi verið börn.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30
Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07
Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30