„Best er að koma að landi á heilu skipi en ekki sokknu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. júní 2017 20:30 Ein helsta ógn sjómanna í dag er ofhleðsla báta en vandamálið hefur farið vaxandi á síðustu árum. Dæmi eru um að sjómenn hafi lent í mikilli hættu eða látist við störf sín þegar of mikill afli er um borð en slíkt hefur áhrif á stjórnhæfni bátanna. Í grein sem fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu ritaði og birti var í gær kemur fram að ofhleðsla skipa og báta hafi lengi verið vandamál á Íslandi. „Þetta hefur verið því miður verið töluvert vandamál og men hafa þurft að horfa upp á marga báta sökkva út af þessu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið þetta að sér og unnið þessi mál mjög vel og við erum að reyna vinna úr því að minnka þetta vandamál. Það eru reglur sem taka á þessu. Það eru fríboðsreglur og stöðugleikareglur fyrir smábáta, sérstaklega þá. Ef men fara eftir þeim þá verður ekkert vandamál úr þessu, segir” Jón Bernódusson fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu. Í grein Jóns kemur fram að á fyrri árum hafi menn munað eftir drekkhlöðnum síldarbátum sem nær eingöngu héldust á floti vegna stýrishússins og sama hafi átt við á loðnuvertíðum þar sem skipin hafi verið þannig hlaðin að stýrishúsið eitt stóð upp úr sjónum. Þetta fyrirbrigði vakti athygli víða um heim og umræðan um ofhleðslu skipa varð margoft á dagskrá Alþjóða Siglingamálastofnunarinnar frá byrjun sjöunda áratugarins. Þetta hefur þó breyst til betri vegar með tilkomu nýrri skipa en vandamálið hefur vaxið í smærri bátum sjófarenda. „Þetta hefur frekar aukist með árunum. Afhverju veit ég ekki en við þurfum bara að taka á þessu og koma í veg fyrir þetta,” segir Jón. Hann segir að sjómenn eigi að vera upplýstir um hvernig hlaða skuli báta og hversu mikið þeir þola. „Já þeir eru upplýstir en kannski ekki nóg og þess vegna erum í átaki að auglýsa og benda mönnum á að koma með skipið rétt hlaðið í land. Ekki ofhlaðið,” segir Jón. Samgöngustofa og verkefnastjórn um öryggi sjófarenda hafa miklar áhyggjur af því að einstaka sjómenn freistist eða slysist til að ofhlaða báta sína og hafa því komið af stað herferð til þess að upplýsa sjómenn um hættuna. Jón segir viðurlög vera til staðar um ofhleðslu báta. „Viðurlögin eru nú kannski ekki nógu skýr en það má herða þau. Ég tel það samt ekkert til þess að vera sækjast sérstaklega eftir heldur eiga men að upplýsa fólk. Menn eiga að sjá það sjálfir að best er að koma að landi á heilu skipi en ekki sokknu,” segir Jón. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Ein helsta ógn sjómanna í dag er ofhleðsla báta en vandamálið hefur farið vaxandi á síðustu árum. Dæmi eru um að sjómenn hafi lent í mikilli hættu eða látist við störf sín þegar of mikill afli er um borð en slíkt hefur áhrif á stjórnhæfni bátanna. Í grein sem fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu ritaði og birti var í gær kemur fram að ofhleðsla skipa og báta hafi lengi verið vandamál á Íslandi. „Þetta hefur verið því miður verið töluvert vandamál og men hafa þurft að horfa upp á marga báta sökkva út af þessu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið þetta að sér og unnið þessi mál mjög vel og við erum að reyna vinna úr því að minnka þetta vandamál. Það eru reglur sem taka á þessu. Það eru fríboðsreglur og stöðugleikareglur fyrir smábáta, sérstaklega þá. Ef men fara eftir þeim þá verður ekkert vandamál úr þessu, segir” Jón Bernódusson fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu. Í grein Jóns kemur fram að á fyrri árum hafi menn munað eftir drekkhlöðnum síldarbátum sem nær eingöngu héldust á floti vegna stýrishússins og sama hafi átt við á loðnuvertíðum þar sem skipin hafi verið þannig hlaðin að stýrishúsið eitt stóð upp úr sjónum. Þetta fyrirbrigði vakti athygli víða um heim og umræðan um ofhleðslu skipa varð margoft á dagskrá Alþjóða Siglingamálastofnunarinnar frá byrjun sjöunda áratugarins. Þetta hefur þó breyst til betri vegar með tilkomu nýrri skipa en vandamálið hefur vaxið í smærri bátum sjófarenda. „Þetta hefur frekar aukist með árunum. Afhverju veit ég ekki en við þurfum bara að taka á þessu og koma í veg fyrir þetta,” segir Jón. Hann segir að sjómenn eigi að vera upplýstir um hvernig hlaða skuli báta og hversu mikið þeir þola. „Já þeir eru upplýstir en kannski ekki nóg og þess vegna erum í átaki að auglýsa og benda mönnum á að koma með skipið rétt hlaðið í land. Ekki ofhlaðið,” segir Jón. Samgöngustofa og verkefnastjórn um öryggi sjófarenda hafa miklar áhyggjur af því að einstaka sjómenn freistist eða slysist til að ofhlaða báta sína og hafa því komið af stað herferð til þess að upplýsa sjómenn um hættuna. Jón segir viðurlög vera til staðar um ofhleðslu báta. „Viðurlögin eru nú kannski ekki nógu skýr en það má herða þau. Ég tel það samt ekkert til þess að vera sækjast sérstaklega eftir heldur eiga men að upplýsa fólk. Menn eiga að sjá það sjálfir að best er að koma að landi á heilu skipi en ekki sokknu,” segir Jón.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira