Angela Merkel segir Evrópusambandið tilbúið til Brexit-viðræðna Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júní 2017 10:44 Angela Merkel er stödd í Mexikó um þessar mundir. Vísir/afp Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var. Óvissa hefur loðað við viðræðurnar eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta á breska þinginu í nýafstöðnum kosningum. BBC greinir frá. Merkel sagðist viss um að bresk stjórnvöld myndu halda sig við áður staðfesta samningaáætlun og bætti við að Evrópusambandið væri „tilbúið.“ Hún sagðist vona að Bretland héldi áfram að vera góður bandamaður í kjölfar viðræðanna sem áætlað er að hefjist 19. júní næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Merkel tjáir sig eftir að Íhaldsflokkur May missti 13 sæti á breska þinginu og þar með meirihlutann. Viðræður við Evrópusambandið eru því þrungnar nokkurri óvissu en Theresa May mun mynda ríkisstjórn með hinum norður-írska Lýðræðislega sambandsflokki (DUP). Angela Merkel er stödd í Mexíkó á fundi með forsetanum þar í landi, Enrique Pena Nieto. „Ég geri ráð fyrir því að Bretland, samkvæmt því sem ég heyrði frá forsætisráðherranum í dag, vilji halda sig við viðræðuáætlunina. Við viljum semja fljótt og halda okkur við áætlunina þannig að á þessum tímapunkti held ég að það sé ekkert sem bendir til þess að þessar viðræður geti ekki hafist eins og samið var um,“ sagði Merkel við fjölmiðla í Mexíkóborg í gær. Merkel bætti við að Bretland væri „hluti af Evrópu, jafnvel þótt það verði ekki lengur hluti af Evrópusambandinu.“Kominn tími til að May „horfist í augu við raunveruleikann“Michael Fuchs, helsti efnahagsráðgjafi kanslarans, sagði í samtali við BBC að niðurstöður kosninganna í Bretlandi þýddu að nú væri tími til kominn fyrir Theresu May að „horfast í augu við raunveruleikann.“ „Ósk hennar og vilji var í raun ekki samþykkt af bresku þjóðinni,“ sagði hann. „Við viljum sanngjarnan samning við Bretland og við viljum að sanngjarnar lokaviðræður um Brexit fari nú fram.“ Þá hafa fleiri leiðtogar innan Evrópusambandsins lýst yfir áhyggjum af stöðunni. Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði meðal annars að hann vildi að viðræðurnar héldu áfram án tafa. Þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu fór fram í júní á síðasta ári en rétt rúm 53 prósent kjósenda greiddu með úrsögninni. Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Semja á ný vegna Brexit Væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu, það er Brexit, getur haft áhrif á samninga sem Grænland og Færeyjar hafa gert við Bretland, einkum í sjávarútvegsmálum. 30. maí 2017 07:00 Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00 Segir Breta áfram verða nána bandamenn ESB eftir Brexit Innanríkisráðherra Bretlands lét orðin falla daginn eftir að Angela Merkel sagði Evrópu ekki lengur geta treyst breskum og bandarískum stjórnvöldum að fullu. 29. maí 2017 09:33 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var. Óvissa hefur loðað við viðræðurnar eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta á breska þinginu í nýafstöðnum kosningum. BBC greinir frá. Merkel sagðist viss um að bresk stjórnvöld myndu halda sig við áður staðfesta samningaáætlun og bætti við að Evrópusambandið væri „tilbúið.“ Hún sagðist vona að Bretland héldi áfram að vera góður bandamaður í kjölfar viðræðanna sem áætlað er að hefjist 19. júní næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Merkel tjáir sig eftir að Íhaldsflokkur May missti 13 sæti á breska þinginu og þar með meirihlutann. Viðræður við Evrópusambandið eru því þrungnar nokkurri óvissu en Theresa May mun mynda ríkisstjórn með hinum norður-írska Lýðræðislega sambandsflokki (DUP). Angela Merkel er stödd í Mexíkó á fundi með forsetanum þar í landi, Enrique Pena Nieto. „Ég geri ráð fyrir því að Bretland, samkvæmt því sem ég heyrði frá forsætisráðherranum í dag, vilji halda sig við viðræðuáætlunina. Við viljum semja fljótt og halda okkur við áætlunina þannig að á þessum tímapunkti held ég að það sé ekkert sem bendir til þess að þessar viðræður geti ekki hafist eins og samið var um,“ sagði Merkel við fjölmiðla í Mexíkóborg í gær. Merkel bætti við að Bretland væri „hluti af Evrópu, jafnvel þótt það verði ekki lengur hluti af Evrópusambandinu.“Kominn tími til að May „horfist í augu við raunveruleikann“Michael Fuchs, helsti efnahagsráðgjafi kanslarans, sagði í samtali við BBC að niðurstöður kosninganna í Bretlandi þýddu að nú væri tími til kominn fyrir Theresu May að „horfast í augu við raunveruleikann.“ „Ósk hennar og vilji var í raun ekki samþykkt af bresku þjóðinni,“ sagði hann. „Við viljum sanngjarnan samning við Bretland og við viljum að sanngjarnar lokaviðræður um Brexit fari nú fram.“ Þá hafa fleiri leiðtogar innan Evrópusambandsins lýst yfir áhyggjum af stöðunni. Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði meðal annars að hann vildi að viðræðurnar héldu áfram án tafa. Þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu fór fram í júní á síðasta ári en rétt rúm 53 prósent kjósenda greiddu með úrsögninni.
Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Semja á ný vegna Brexit Væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu, það er Brexit, getur haft áhrif á samninga sem Grænland og Færeyjar hafa gert við Bretland, einkum í sjávarútvegsmálum. 30. maí 2017 07:00 Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00 Segir Breta áfram verða nána bandamenn ESB eftir Brexit Innanríkisráðherra Bretlands lét orðin falla daginn eftir að Angela Merkel sagði Evrópu ekki lengur geta treyst breskum og bandarískum stjórnvöldum að fullu. 29. maí 2017 09:33 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Semja á ný vegna Brexit Væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu, það er Brexit, getur haft áhrif á samninga sem Grænland og Færeyjar hafa gert við Bretland, einkum í sjávarútvegsmálum. 30. maí 2017 07:00
Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00
Segir Breta áfram verða nána bandamenn ESB eftir Brexit Innanríkisráðherra Bretlands lét orðin falla daginn eftir að Angela Merkel sagði Evrópu ekki lengur geta treyst breskum og bandarískum stjórnvöldum að fullu. 29. maí 2017 09:33