Nýtt lyf gegn taugahrörnunarsjúkdómi ekki í forgangi hjá Landspítalanum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 29. júní 2017 20:47 Óttarr sagði jafnframt í svari sínu að hann hefði ekki vald til að þrýsta á að lyf yrði tekið til notkunar. Vísir/Stefán Lyfið Spinraza, sem ætlað er til meðhöndlunar á taugahrörnunarsjúkdómnum SMA, er ekki á forgangslista Landspítalans við innleiðingu nýrra lyfja. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, um hvort lyfið verði aðgengilegt þeim sem á því þurfa hér á landi. Í svari Óttars tekur hann fram að það sé ekki ráðherra „að ákveða hvaða lyf eru aðgengileg sjúklingum hér á landi.“ Lyfjastofnun sjái meðal annars um það. Lyfið hefur verið samþykkt til skráningar af Lyfjastofnun Evrópu sem og FDA bandarísku lyfjastofnuninni.Rúna Hauksdóttir Hvannberg segir lyfið líklega ekki það dýrasta í heimi.Vísir/Rósa JóhannsdóttirMarkaðsleyfishafi gefur leyfiRúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við Vísi að stutt sé síðan lyfið hafi fengið evrópskt markaðsleyfi. „Lyfið fékk skráningu núna fyrsta júní þá er það komið með evrópsk markaðsleyfi. Í sjálfu sér er ekkert sem stoppar innflutning á lyfinu. Markaðsleyfishafi lyfsins hefur ekki ákveðið að setja lyfið á markað hér á Íslandi,“ segir Rúna. Hún nefnir að það þurfi að sækja um verð hér á landi og að samþykkja þurfi íslenskar pakkningar. Rúna tekur fram að þó markaðsleyfishafi hafi ekki ákveðið að setja lyfið á markað þá er hægt að flytja inn lyfið á undanþágu hafi það fengið markaðsleyfi í Evrópu. „Þá er það annað hvort Lyfjanefnd Landspítalans sem óskar eftir því eða einhver ákveðinn læknir sem óskar eftir því að lyfið sé flutt inn á undanþágu,“ segir Rúna.Rándýrt lyfLyfið hefur fengið það orð á sig að vera dýrasta lyf í heimi og er það meðal þess sem kemur fram í svari ráðherra. Þar segir að einn skammtur kosti 12,5 milljónir króna eða 125 þúsund dollara. Rúna nefnir að lyfið sé vissulega dýrt en að það sé engan veginn hægt að fullyrða að þetta sé dýrasta lyf sem sést hefur. Verið sé að vísa í bandarísk verð. Verðið mun hins vegar ekki hafa áhrif á innflutning lyfsins en gæti haft áhrif á hvort lyfið verði notað. „Það kannski hefur einhver áhrif á það hvort eigi að nota það en það er verið að nota töluvert af dýrum lyfjum á Íslandi og þetta er í efri kantinum. Af því að þetta er svo nýkomið inn á evrópska lyfjaskráningu þá höfum við ekki séð verðin í verðskránum á Norðurlöndunum, “ segir Rúna um áhrif verðs. Rúna segir að erfitt sé að segja til um þörfina á lyfinu en vitnar í svar ráðherra að lyfið væri ekki á forgangslista landspítalans „Hann byggist á því hver er talin þörfin, byggð á sjúklingum,“ segir Rúna. Aukaverkanir og hikandi læknarLyfið er í svokölluðum forgangsflokki hjá skráningaryfirvöldum og getur verið skráð án þess að vera fullrannsakað. Aukaverkanir lyfsins eru meðal annars óeðlileg blóðstorknun, lækkun blóðflagna sem og nýrnaskemmdir. Í svari ráðherra segir að „ Af framangreindum sökum hafa heilbrigðisstofnanir og sjúkratryggingafélög í Bandaríkjunum verið hikandi við að taka lyfið í notkun og hafa beðið um haldbærari sannanir en fyrir liggja um árangur lyfsins.“ Umsókn um innleiðingu og greiðsluþátttöku lyfsins hefur ekki enn borist á borð lyfjagreiðslunefndar. Lyfjastofnun sé um að ákveða hvaða lyf fá markaðsleyfi hér á landi. Lyfjagreiðslunefnd sér síðan um að ákveða greiðsluþátttöku ríkisins og innleiðingu lyfja í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala. Heilbrigðismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Lyfið Spinraza, sem ætlað er til meðhöndlunar á taugahrörnunarsjúkdómnum SMA, er ekki á forgangslista Landspítalans við innleiðingu nýrra lyfja. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, um hvort lyfið verði aðgengilegt þeim sem á því þurfa hér á landi. Í svari Óttars tekur hann fram að það sé ekki ráðherra „að ákveða hvaða lyf eru aðgengileg sjúklingum hér á landi.“ Lyfjastofnun sjái meðal annars um það. Lyfið hefur verið samþykkt til skráningar af Lyfjastofnun Evrópu sem og FDA bandarísku lyfjastofnuninni.Rúna Hauksdóttir Hvannberg segir lyfið líklega ekki það dýrasta í heimi.Vísir/Rósa JóhannsdóttirMarkaðsleyfishafi gefur leyfiRúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við Vísi að stutt sé síðan lyfið hafi fengið evrópskt markaðsleyfi. „Lyfið fékk skráningu núna fyrsta júní þá er það komið með evrópsk markaðsleyfi. Í sjálfu sér er ekkert sem stoppar innflutning á lyfinu. Markaðsleyfishafi lyfsins hefur ekki ákveðið að setja lyfið á markað hér á Íslandi,“ segir Rúna. Hún nefnir að það þurfi að sækja um verð hér á landi og að samþykkja þurfi íslenskar pakkningar. Rúna tekur fram að þó markaðsleyfishafi hafi ekki ákveðið að setja lyfið á markað þá er hægt að flytja inn lyfið á undanþágu hafi það fengið markaðsleyfi í Evrópu. „Þá er það annað hvort Lyfjanefnd Landspítalans sem óskar eftir því eða einhver ákveðinn læknir sem óskar eftir því að lyfið sé flutt inn á undanþágu,“ segir Rúna.Rándýrt lyfLyfið hefur fengið það orð á sig að vera dýrasta lyf í heimi og er það meðal þess sem kemur fram í svari ráðherra. Þar segir að einn skammtur kosti 12,5 milljónir króna eða 125 þúsund dollara. Rúna nefnir að lyfið sé vissulega dýrt en að það sé engan veginn hægt að fullyrða að þetta sé dýrasta lyf sem sést hefur. Verið sé að vísa í bandarísk verð. Verðið mun hins vegar ekki hafa áhrif á innflutning lyfsins en gæti haft áhrif á hvort lyfið verði notað. „Það kannski hefur einhver áhrif á það hvort eigi að nota það en það er verið að nota töluvert af dýrum lyfjum á Íslandi og þetta er í efri kantinum. Af því að þetta er svo nýkomið inn á evrópska lyfjaskráningu þá höfum við ekki séð verðin í verðskránum á Norðurlöndunum, “ segir Rúna um áhrif verðs. Rúna segir að erfitt sé að segja til um þörfina á lyfinu en vitnar í svar ráðherra að lyfið væri ekki á forgangslista landspítalans „Hann byggist á því hver er talin þörfin, byggð á sjúklingum,“ segir Rúna. Aukaverkanir og hikandi læknarLyfið er í svokölluðum forgangsflokki hjá skráningaryfirvöldum og getur verið skráð án þess að vera fullrannsakað. Aukaverkanir lyfsins eru meðal annars óeðlileg blóðstorknun, lækkun blóðflagna sem og nýrnaskemmdir. Í svari ráðherra segir að „ Af framangreindum sökum hafa heilbrigðisstofnanir og sjúkratryggingafélög í Bandaríkjunum verið hikandi við að taka lyfið í notkun og hafa beðið um haldbærari sannanir en fyrir liggja um árangur lyfsins.“ Umsókn um innleiðingu og greiðsluþátttöku lyfsins hefur ekki enn borist á borð lyfjagreiðslunefndar. Lyfjastofnun sé um að ákveða hvaða lyf fá markaðsleyfi hér á landi. Lyfjagreiðslunefnd sér síðan um að ákveða greiðsluþátttöku ríkisins og innleiðingu lyfja í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala.
Heilbrigðismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira