Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. júní 2017 15:12 Árásin átti sér stað í verslun Krónunnar á Granda þann 19. júní 2016. Vísir/Heiða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni á Granda þann 19. júní 2016. Honum var gefin að sök líkamsárás með því að hafa veist að manni og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið þannig að maðurinn féll í gólfið og í framhaldi að hafa kýlt manninn ítrekað þar sem hann lá á gólfinu. Samkvæmt ákæru voru afleiðingar árásarinnar þær að maðurinn hlaut mörg opin sár á höfði, tognun og ofreynslu í hálshrygg og brjósthrygg og nefbrot. Árásarmaðurinn sagðist hafa verið við afgreiðslukassa inni í verslun Krónunnar þegar hann hafi séð til mannsins inni í versluninni en unnusta hans hafði verið búin að kæra manninn fyrir nauðgun. Eftir að unnusta hans hneig niður við afgreiðslukassann við að sjá manninn fór árásarmaðurinn að honum og réðist á hann. Í dómnum segir að hann hafi kýlt manninn ítrekað með krepptum hnefa og í framhaldið farið úr versluninni og gengið í áttina heim til sín. Lögreglan hafði uppi á honum með aðstoð lögreglumanns á frívakt.Sagðist hafa blindast af reiði Á meðal gagna í málinu voru myndskeið úr öryggismyndavélum Krónunnar myndskeiðin á meðal gagna málsins. Um er að ræða fimm myndbönd, sem sýna ólík sjónarhorn í versluninni. Á myndskeiði úr myndavél frá inngangi yfir ávaxta- og grænmetissvæði verslunarinnar má sjá þegar maðurinn fellur í gólfið og árásarmaðurinn stendur yfir honum. Virðist árásarmaðurinn veita honum högg þar sem hann liggur í gólfinu og viðskiptavinir reyna að stía þeim í sundur. Á myndskeiði úr myndavél yfir inngangi verslunarinnar sést ákærði ganga hörðum skrefum að manninum þar sem hann snýr í hann baki. Sést hann svo kýla manninn með hægri hendi í hægri vanga og að maðurinn falli í gólfið við höggið. Árásarmaðurinn virðist svo grúfa sig yfir manninn þar sem hann ligrru í gólfinu og veita honum ítrekuð högg. Maðurinn viðurkenndi brot sín fyrir dómi og bar fyrir sig að hafa misst stjórn á skapi sínu. Dómurinn taldi manninn þó sakhæfan og er tekið fram fram að hann hafi ekki getað tekið það í sínar hendur að refsa brotaþola fyrir brotin sem hún hafi kært hann fyrir. Maðurinn var dæmdur til 5 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Honum var einnig gert að borga brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur sem og allan sakarkostnað. Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09 Líkamsárás í Krónunni Granda Maðurinn var illa útleikinn eftir hnefahögg. 19. júní 2016 18:35 Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni á Granda þann 19. júní 2016. Honum var gefin að sök líkamsárás með því að hafa veist að manni og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið þannig að maðurinn féll í gólfið og í framhaldi að hafa kýlt manninn ítrekað þar sem hann lá á gólfinu. Samkvæmt ákæru voru afleiðingar árásarinnar þær að maðurinn hlaut mörg opin sár á höfði, tognun og ofreynslu í hálshrygg og brjósthrygg og nefbrot. Árásarmaðurinn sagðist hafa verið við afgreiðslukassa inni í verslun Krónunnar þegar hann hafi séð til mannsins inni í versluninni en unnusta hans hafði verið búin að kæra manninn fyrir nauðgun. Eftir að unnusta hans hneig niður við afgreiðslukassann við að sjá manninn fór árásarmaðurinn að honum og réðist á hann. Í dómnum segir að hann hafi kýlt manninn ítrekað með krepptum hnefa og í framhaldið farið úr versluninni og gengið í áttina heim til sín. Lögreglan hafði uppi á honum með aðstoð lögreglumanns á frívakt.Sagðist hafa blindast af reiði Á meðal gagna í málinu voru myndskeið úr öryggismyndavélum Krónunnar myndskeiðin á meðal gagna málsins. Um er að ræða fimm myndbönd, sem sýna ólík sjónarhorn í versluninni. Á myndskeiði úr myndavél frá inngangi yfir ávaxta- og grænmetissvæði verslunarinnar má sjá þegar maðurinn fellur í gólfið og árásarmaðurinn stendur yfir honum. Virðist árásarmaðurinn veita honum högg þar sem hann liggur í gólfinu og viðskiptavinir reyna að stía þeim í sundur. Á myndskeiði úr myndavél yfir inngangi verslunarinnar sést ákærði ganga hörðum skrefum að manninum þar sem hann snýr í hann baki. Sést hann svo kýla manninn með hægri hendi í hægri vanga og að maðurinn falli í gólfið við höggið. Árásarmaðurinn virðist svo grúfa sig yfir manninn þar sem hann ligrru í gólfinu og veita honum ítrekuð högg. Maðurinn viðurkenndi brot sín fyrir dómi og bar fyrir sig að hafa misst stjórn á skapi sínu. Dómurinn taldi manninn þó sakhæfan og er tekið fram fram að hann hafi ekki getað tekið það í sínar hendur að refsa brotaþola fyrir brotin sem hún hafi kært hann fyrir. Maðurinn var dæmdur til 5 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Honum var einnig gert að borga brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur sem og allan sakarkostnað.
Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09 Líkamsárás í Krónunni Granda Maðurinn var illa útleikinn eftir hnefahögg. 19. júní 2016 18:35 Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09
Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50