Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2017 18:31 Fjármálaráðherra telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. Opna þurfi aðgang almennings að hlutfélagaskrá og bæta skráningu eigenda og einfalda virðisaukaskattskerfið með það að markmiði að takmarka undanskot. Þess eru fá dæmi að hugmynd fái eins hörð viðbrögð og skjótan endi og hugmynd starfshóps á vegum fjármálaráðherra að leggja af tíu þúsund króna og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn í baráttunni gegn skattsvikum. Tæpum sólarhring eftir að hugmyndin var sett fram hefur henni verið ýtt út af borðinu. „Það er greinilegt að þetta féll ekki í kramið. Ég hugsaði það nú, að þetta var ekkert meginefni í tillögum nefndanna. Þannig að ég hugsaði með mér að við skulum frekar sameinast um markmiðið sem við erum öll sammála um. Berjast gegn skattsvikunum og tökum þetta út af dagskrá,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Virðisaukaskattskerfið einfaldað Í tillögunum sem tveir starfshópar fjármáláráðherra kynntu í gær er meðal annars lagt til að virðisaukaskattskerfið verði einfaldað, bæði í framkvæmd og álagningu. Lagt er til að bilið milli efra og neðra þreps verði minnkað eða tekið upp eitt þrep sem gæti þá verið 20 prósent í stað 24 prósenta nú í evra þrepi.Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn til sögunnar í október árið 2013.Vísir/GVA„En við verðum líka að gera okkur grein fyrir að við erum t.d. með mat í 11 prósenta virðisaukaskattsþrepi og það hefur verið viðkvæmara en aðrar vörutegundir. Þannig að við verðum líka að gera okkur grein fyrir því hvort pólitísk samstaða er um þetta. Er líklegt að fólk sé ánægt með að borga aðeins meira fyrir amt gegn því að það borgi almennt minni virðisaukaskatt. Þetta þarf að vega og meta og það eru ekki bara skattverndarsjónarmið, við verðum að hafa önnur sjónarmið í huga líka,“ segir fjármálaráðherra. Þá leggur starfshópur til að aðgengi almennings að hlutafélagaskrá verði opnari til hægt sé að fletta eigendum fyrirtækja upp og strangari skilyrði verði sett fyrir því að stofna hlutafélög og einkahlutafélög. Einnig verði skylt að greiða öll laun inn á reikning launafólks til að koma í veg fyrir undanskot og svindl á starfsfólki. Þá verði tekist á við kennitöluflakk með markvissum aðgerðum. „Menn fara í atvinnurekstur, stofna til skulda, haupa frá þeim, meðal annars skuldum við ríkið en auðvitað við fleiri. Þetta verðum við að stoppa og þetta er stóratriði. Þarna heyri ég að er mjög mikill samhljómur milli aðila vinnumarkaðrins og alls almennings. Þannig að ég er mjög bjartsýnn á að við náum að hrinda því í framkvæmd fljótlega,“ segir Benedikt Jóhannesson. Skattar og tollar Tengdar fréttir Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Fjármálaráðherra telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. Opna þurfi aðgang almennings að hlutfélagaskrá og bæta skráningu eigenda og einfalda virðisaukaskattskerfið með það að markmiði að takmarka undanskot. Þess eru fá dæmi að hugmynd fái eins hörð viðbrögð og skjótan endi og hugmynd starfshóps á vegum fjármálaráðherra að leggja af tíu þúsund króna og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn í baráttunni gegn skattsvikum. Tæpum sólarhring eftir að hugmyndin var sett fram hefur henni verið ýtt út af borðinu. „Það er greinilegt að þetta féll ekki í kramið. Ég hugsaði það nú, að þetta var ekkert meginefni í tillögum nefndanna. Þannig að ég hugsaði með mér að við skulum frekar sameinast um markmiðið sem við erum öll sammála um. Berjast gegn skattsvikunum og tökum þetta út af dagskrá,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Virðisaukaskattskerfið einfaldað Í tillögunum sem tveir starfshópar fjármáláráðherra kynntu í gær er meðal annars lagt til að virðisaukaskattskerfið verði einfaldað, bæði í framkvæmd og álagningu. Lagt er til að bilið milli efra og neðra þreps verði minnkað eða tekið upp eitt þrep sem gæti þá verið 20 prósent í stað 24 prósenta nú í evra þrepi.Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn til sögunnar í október árið 2013.Vísir/GVA„En við verðum líka að gera okkur grein fyrir að við erum t.d. með mat í 11 prósenta virðisaukaskattsþrepi og það hefur verið viðkvæmara en aðrar vörutegundir. Þannig að við verðum líka að gera okkur grein fyrir því hvort pólitísk samstaða er um þetta. Er líklegt að fólk sé ánægt með að borga aðeins meira fyrir amt gegn því að það borgi almennt minni virðisaukaskatt. Þetta þarf að vega og meta og það eru ekki bara skattverndarsjónarmið, við verðum að hafa önnur sjónarmið í huga líka,“ segir fjármálaráðherra. Þá leggur starfshópur til að aðgengi almennings að hlutafélagaskrá verði opnari til hægt sé að fletta eigendum fyrirtækja upp og strangari skilyrði verði sett fyrir því að stofna hlutafélög og einkahlutafélög. Einnig verði skylt að greiða öll laun inn á reikning launafólks til að koma í veg fyrir undanskot og svindl á starfsfólki. Þá verði tekist á við kennitöluflakk með markvissum aðgerðum. „Menn fara í atvinnurekstur, stofna til skulda, haupa frá þeim, meðal annars skuldum við ríkið en auðvitað við fleiri. Þetta verðum við að stoppa og þetta er stóratriði. Þarna heyri ég að er mjög mikill samhljómur milli aðila vinnumarkaðrins og alls almennings. Þannig að ég er mjög bjartsýnn á að við náum að hrinda því í framkvæmd fljótlega,“ segir Benedikt Jóhannesson.
Skattar og tollar Tengdar fréttir Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00
PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45
Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02