Íbúðalánasjóður vill selja sveitarfélögunum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. júní 2017 07:00 Íbúðalánasjóður átti 102 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í lok aprílmánaðar. Fréttablaðið/Anton Brink Íbúðalánasjóður bauð í byrjun mánaðarins fjölmörgum sveitarfélögum á landinu til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Eiga umrædd sveitarfélög kost á því að kaupa eignirnar, áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði, með það í huga að þær verði til dæmis nýttar sem félagslegt húsnæði. Samtals fengu 27 sveitarstjórnir bréf frá sjóðnum, en í viðkomandi sveitarfélögum á sjóðurinn 509 eignir. Alls á sjóðurinn 539 eignir og eru 319 þeirra í útleigu eða um sextíu prósent. Það er mikill munur frá því sem áður var, á árunum eftir hrun, en alls hefur sjóðurinn selt tæplega 3.500 eignir á síðustu fimm árum. Þar af hafa um 2.900 eignir verið seldar til almennings á frjálsum markaði með milligöngu fasteignasala. Ásgeir Kr. Björnsson, forstöðumaður fullnustueigna hjá Íbúðalánasjóði, segir að þetta sé í annað sinn sem Íbúðalánasjóður bjóði sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga. Ásgeir segir að komið hafi reglulega fram í fjölmiðlum að skortur sé á félagslegu húsnæði í mörgum sveitarfélögum og því hafi sjóðurinn viljað kanna á ný hvort áhugi væri hjá sveitarstjórnum á því að kaupa eignir til að nýta í slík úrræði. „Helstu ástæður þess að Íbúðalánasjóður sendi sveitarfélögunum bréf nú er að skortur er á eignum til leigu og sölu víðast hvar um land og verð fasteigna hefur farið hækkandi. Margar af eignum sjóðsins á landsbyggðinni hafa verið í eigu hans um árabil án þess að ásættanleg tilboð hafi borist í þær,“ segir hann. Í bréfi sjóðsins er einmitt rakið að vegna stöðunnar á fasteignamarkaði undanfarið hafi mörgum sveitarfélögum reynst erfitt að kaupa fasteignir til þess að uppfylla skyldu sína til að útvega húsnæði fyrir þá sem þess þurfa. Ásgeir bætir því við að það sé ekki hlutverk Íbúðalánasjóðs að eiga eða leigja eignir til langs tíma. Sú skylda hvíli á sjóðnum að hámarka virði eigna hans og því beri honum að selja fullnustueignir um leið og það telst hagkvæmt. Geti það meðal annars falist í því að selja fleiri eignir í einu til sveitarfélaga. Alls hefur sjóðurinn selt eignir fyrir um sextíu milljarða króna á síðustu árum. Sveitarfélögunum var gefinn frestur til 23. júní til þess að svara erindi sjóðsins. Ásgeir segir mörg þeirra hafa sýnt erindinu áhuga og hefur Snæfellsbær til að mynda þegar ákveðið að ganga til samninga um kaup á nokkrum eignum í bænum. Ljóst er að fjárhagslegt bolmagn sveitarfélaganna til slíkra kaupa er afar mismunandi. Þó bendir Ásgeir á að almennt séð hafi hagur þeirra vænkast að undanförnu í takt við bætta stöðu efnahagslífsins. Húsnæðismál Snæfellsbær Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira
Íbúðalánasjóður bauð í byrjun mánaðarins fjölmörgum sveitarfélögum á landinu til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Eiga umrædd sveitarfélög kost á því að kaupa eignirnar, áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði, með það í huga að þær verði til dæmis nýttar sem félagslegt húsnæði. Samtals fengu 27 sveitarstjórnir bréf frá sjóðnum, en í viðkomandi sveitarfélögum á sjóðurinn 509 eignir. Alls á sjóðurinn 539 eignir og eru 319 þeirra í útleigu eða um sextíu prósent. Það er mikill munur frá því sem áður var, á árunum eftir hrun, en alls hefur sjóðurinn selt tæplega 3.500 eignir á síðustu fimm árum. Þar af hafa um 2.900 eignir verið seldar til almennings á frjálsum markaði með milligöngu fasteignasala. Ásgeir Kr. Björnsson, forstöðumaður fullnustueigna hjá Íbúðalánasjóði, segir að þetta sé í annað sinn sem Íbúðalánasjóður bjóði sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga. Ásgeir segir að komið hafi reglulega fram í fjölmiðlum að skortur sé á félagslegu húsnæði í mörgum sveitarfélögum og því hafi sjóðurinn viljað kanna á ný hvort áhugi væri hjá sveitarstjórnum á því að kaupa eignir til að nýta í slík úrræði. „Helstu ástæður þess að Íbúðalánasjóður sendi sveitarfélögunum bréf nú er að skortur er á eignum til leigu og sölu víðast hvar um land og verð fasteigna hefur farið hækkandi. Margar af eignum sjóðsins á landsbyggðinni hafa verið í eigu hans um árabil án þess að ásættanleg tilboð hafi borist í þær,“ segir hann. Í bréfi sjóðsins er einmitt rakið að vegna stöðunnar á fasteignamarkaði undanfarið hafi mörgum sveitarfélögum reynst erfitt að kaupa fasteignir til þess að uppfylla skyldu sína til að útvega húsnæði fyrir þá sem þess þurfa. Ásgeir bætir því við að það sé ekki hlutverk Íbúðalánasjóðs að eiga eða leigja eignir til langs tíma. Sú skylda hvíli á sjóðnum að hámarka virði eigna hans og því beri honum að selja fullnustueignir um leið og það telst hagkvæmt. Geti það meðal annars falist í því að selja fleiri eignir í einu til sveitarfélaga. Alls hefur sjóðurinn selt eignir fyrir um sextíu milljarða króna á síðustu árum. Sveitarfélögunum var gefinn frestur til 23. júní til þess að svara erindi sjóðsins. Ásgeir segir mörg þeirra hafa sýnt erindinu áhuga og hefur Snæfellsbær til að mynda þegar ákveðið að ganga til samninga um kaup á nokkrum eignum í bænum. Ljóst er að fjárhagslegt bolmagn sveitarfélaganna til slíkra kaupa er afar mismunandi. Þó bendir Ásgeir á að almennt séð hafi hagur þeirra vænkast að undanförnu í takt við bætta stöðu efnahagslífsins.
Húsnæðismál Snæfellsbær Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira