Mun ekki birta nöfn þeirra sem vottuðu um góða hegðun Roberts Downey Atli Ísleifsson skrifar 22. júní 2017 20:10 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur á síðustu dögum lýst því yfir að ef breyta eigi áratuga langri framkvæmd við veitingu uppreist æru þurfi löggjafinn mögulega að koma að því. Vísir/ernir Dómsmálaráðuneytið metur það svo að ekki sé heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga sem hafa vottað um góða hegðun einstakra umsækjenda um uppreist æru. Þetta sé gert með hliðsjón af eðli upplýsinganna og sjónarmiða sem fram koma í úrskurði Persónuverndar frá 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í tilefni af umfjöllun um uppreist æru og fyrirspurna fjölmiðla í tengslum við mál Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson. Hæstiréttur féllst á það fyrir um viku að svipting lögmannsréttinda mannsins yrði felld niður. Robert hafði áður verið dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og hafði héraðsdómur áður einnig fallist á beiðni hans um að hann fengi lögmannsréttindin aftur.Umsögn um góða hegðun Meðal skilyrða þess að fá uppreist æru er að tveir einstaklingar sendi inn umsögn um góða hegðun viðkomandi. Í tilkynningu ráðuneytisins er vísað í að viðkvæmar persónuupplýsingar séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. „Af þeim sökum afhendir ráðuneytið ekki gögn er varða einstaka umsóknir um uppreist æru.“ Sömuleiðis taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna, en til þeirra teljast gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Hins vegar beri að afhenda vinnugögn ef þar komi fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls, með vísun í grein upplýsingalaga. „Í vinnugagni sem ritað var í meðförum málsins innan ráðuneytisins kemur ekki fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu málsins heldur er þar einvörðungu gerð tillaga að afgreiðslu til ráðherra og ráðuneytisstjóra. Af þeim sökum er ráðuneytinu ekki heimilt samkvæmt upplýsingalögum að afhenda vinnugagnið.“Takmarkanir á upplýsingarétti Ráðuneytið vísar svo í 9. grein upplýsingalaga þar sem kveðið er á um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. „Þar segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að trúnaður ríki um, nema sá samþykki sem á í hlut. Á grundvelli þessarar reglu er heimilt að undanþiggja tiltekin gögn upplýsingarétti ef í þeim er að finna upplýsingar sem eru þess eðlis að rétt þykir að um þær ríki trúnaður. Ákvæðið felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að trúnaður ríki um upplýsingar um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekki erindi við allan þorra manna. Með hliðsjón af eðli upplýsinganna og þeirra sjónarmiða sem fram koma í úrskurði Persónuverndar í máli nr. 2014/911, er það mat ráðuneytisins að því sé ekki heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga sem hafa vottað um góða hegðun einstakra umsækjenda um uppreist æru,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Úrskurður Persónuverndar sem vísað er í tekur á máli sem sneri að stuðningsyfirlýsingum með framboðslistum til sveitarstjórnarkosninga.Aðkoma löggjafans Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur á síðustu dögum lýst því yfir að ef breyta eigi áratuga langri framkvæmd við veitingu uppreist æru þurfi löggjafinn mögulega að koma að því. Ráðherra hafi þegar farið fram á skoðun innan dómsmálaráðuneytis hvað þetta varðar og mögulega þörf á breytingu á löggjöf. Tengdar fréttir Faðir stúlku sem Robert Downey braut á krefst svara: „Hér er allt á skakk og skjön“ Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á krefst svara við þeirri spurningu hvaða mat liggi að baki því Robert skuli hafa verið veitt uppreist æru í september síðastliðnum. 22. júní 2017 10:32 Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 Hefur skoðað hvort mögulegt sé að breyta frá áratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. 18. júní 2017 09:15 Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið metur það svo að ekki sé heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga sem hafa vottað um góða hegðun einstakra umsækjenda um uppreist æru. Þetta sé gert með hliðsjón af eðli upplýsinganna og sjónarmiða sem fram koma í úrskurði Persónuverndar frá 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í tilefni af umfjöllun um uppreist æru og fyrirspurna fjölmiðla í tengslum við mál Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson. Hæstiréttur féllst á það fyrir um viku að svipting lögmannsréttinda mannsins yrði felld niður. Robert hafði áður verið dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og hafði héraðsdómur áður einnig fallist á beiðni hans um að hann fengi lögmannsréttindin aftur.Umsögn um góða hegðun Meðal skilyrða þess að fá uppreist æru er að tveir einstaklingar sendi inn umsögn um góða hegðun viðkomandi. Í tilkynningu ráðuneytisins er vísað í að viðkvæmar persónuupplýsingar séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. „Af þeim sökum afhendir ráðuneytið ekki gögn er varða einstaka umsóknir um uppreist æru.“ Sömuleiðis taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna, en til þeirra teljast gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Hins vegar beri að afhenda vinnugögn ef þar komi fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls, með vísun í grein upplýsingalaga. „Í vinnugagni sem ritað var í meðförum málsins innan ráðuneytisins kemur ekki fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu málsins heldur er þar einvörðungu gerð tillaga að afgreiðslu til ráðherra og ráðuneytisstjóra. Af þeim sökum er ráðuneytinu ekki heimilt samkvæmt upplýsingalögum að afhenda vinnugagnið.“Takmarkanir á upplýsingarétti Ráðuneytið vísar svo í 9. grein upplýsingalaga þar sem kveðið er á um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. „Þar segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að trúnaður ríki um, nema sá samþykki sem á í hlut. Á grundvelli þessarar reglu er heimilt að undanþiggja tiltekin gögn upplýsingarétti ef í þeim er að finna upplýsingar sem eru þess eðlis að rétt þykir að um þær ríki trúnaður. Ákvæðið felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að trúnaður ríki um upplýsingar um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekki erindi við allan þorra manna. Með hliðsjón af eðli upplýsinganna og þeirra sjónarmiða sem fram koma í úrskurði Persónuverndar í máli nr. 2014/911, er það mat ráðuneytisins að því sé ekki heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga sem hafa vottað um góða hegðun einstakra umsækjenda um uppreist æru,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Úrskurður Persónuverndar sem vísað er í tekur á máli sem sneri að stuðningsyfirlýsingum með framboðslistum til sveitarstjórnarkosninga.Aðkoma löggjafans Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur á síðustu dögum lýst því yfir að ef breyta eigi áratuga langri framkvæmd við veitingu uppreist æru þurfi löggjafinn mögulega að koma að því. Ráðherra hafi þegar farið fram á skoðun innan dómsmálaráðuneytis hvað þetta varðar og mögulega þörf á breytingu á löggjöf.
Tengdar fréttir Faðir stúlku sem Robert Downey braut á krefst svara: „Hér er allt á skakk og skjön“ Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á krefst svara við þeirri spurningu hvaða mat liggi að baki því Robert skuli hafa verið veitt uppreist æru í september síðastliðnum. 22. júní 2017 10:32 Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 Hefur skoðað hvort mögulegt sé að breyta frá áratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. 18. júní 2017 09:15 Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Faðir stúlku sem Robert Downey braut á krefst svara: „Hér er allt á skakk og skjön“ Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á krefst svara við þeirri spurningu hvaða mat liggi að baki því Robert skuli hafa verið veitt uppreist æru í september síðastliðnum. 22. júní 2017 10:32
Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33
Hefur skoðað hvort mögulegt sé að breyta frá áratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. 18. júní 2017 09:15
Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18