Skýrslur starfshóps fjármálaráðuneytisins kynna leiðir til að sporna gegn skattsvikum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 22. júní 2017 11:29 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, lýsir yfir stríði gegn skattsvikum. Vísir/Eyþór „Við lýsum bókstaflega yfir stríði gegn skattsvikum. Á sama tíma munum við taka höndum saman við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir gegn kennitöluflakki. Við erum því að hefja stórsókn gegn svikastarfsemi á öllum sviðum.“ Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, lét þessi orð falla þegar starfshópar á hans vegum um skiluðu inn skýrslum með ábendingum og leiðum til að koma í veg fyrir skattsvik. Fjármálaráðherra hefur einnig undirritað alþjóðlegan samning sem koma á í veg fyrir misnotkun á tvísköttunarsamningum.Panamaskjölin höfðu áhrif Starfshóparnir voru skipaðir í byrjun þessa árs, í kjölfar þess að umræður um Panamaskjölin og skattundanskot voru háværar. Starfshóparnir fjölluðu um milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og um skattundanskot og skattsvik. „Eitt af mínum fyrstu verkum þegar ég kom í ráðuneytið var að heimsækja þær stofnanir sem sinna álagningu og innheimtu skatta og rannsóknum á skattalagabrotum. Í kjölfar þeirra heimsókna ákvað ég að skipa tvo starfshópa, annan sem einbeitti sér að svarta hagkerfinu og aðgerðum til að draga það í dagsljósið, og hinn til að fjalla um notkun falskra reikninga til að svíkja undan skatti. Starfshóparnir hafa nú skilað tveimur mjög áhugaverðum skýrslum með tillögum og ábendingum um aðgerðir sem munu reynast sterkt vopn í baráttunni gegn skattsvikum. Ráðuneytið og stofnanir þess munu í framhaldinu hrinda í framkvæmd þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunum,“ segir Benedikt.Vilja þrengja reglur og skoða kennitöluflakk Tillögur hópsins snúa meðal annars að því að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á þjóðarbúskap. Tillögur voru lagðar að því hvernig minnka megi svarta hagkerfið. Stefnt er að því að innleiða kassa- og verslunarkerfi sem sendi upplýsingar um veltu beint til skattyfirvalda. Þá skoðaði hópurinn hvernig mætti takmarka notkun reiðufé við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Kennitöluflakk er sérstaklega skoðað ásamt ólögmætum undanskotum í verktakaiðnaði. Litið verði til keðjuábyrðgar í því samhengi sem þýðir að verktakar beri ábyrgð á skilum opinberra gjalda af hálfu undirverktaka. Lagt var til að heimilt verði að þrengja reglur um hæfi einstaklinga til að stofna félög ásamt því að setja megi fólk í atvinnurekstrarbann ef það hefur viðhaft óverjandi viðskiptahætti. Eitt af því sem talið er auka undanskot eru mismunandi virðisaukaskattþrep. Talið er mikilvægt að minnka bil skattþrepanna eða sameina þau ásamt því að fækka undanþágum frá hinu almenna þrepi.Líta til nágrannalanda Í tilkynningu frá stjórnarráðinu er vitnað í skýrslu starfshóps um milliverðlagningu. Þar kemur fram að átak verði gert í milliverðlagningareftirliti. Ríkissjóður tapar um einum til sex milljörðum árlega á óeðlilegum milliverðlagningum tengdum lögaðilum. Nýtt verður reynsla og þekking frá nágrannaríkjum okkar. Meðal þess sem hópurinn leggur áherslu á að tryggja þurfi skattyfirvöldum upplýsingar um fjármagnsflutninga milli landa frá fjármálafyrirtækjum ásamt því að lögfesta þurfi ákvæði um raunverulega eigendur og tryggja að erlendir lögaðilar fái ekki kennitölu nema að raunverulegur eigandi sé til staðar. Panama-skjölin Skattar og tollar Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
„Við lýsum bókstaflega yfir stríði gegn skattsvikum. Á sama tíma munum við taka höndum saman við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir gegn kennitöluflakki. Við erum því að hefja stórsókn gegn svikastarfsemi á öllum sviðum.“ Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, lét þessi orð falla þegar starfshópar á hans vegum um skiluðu inn skýrslum með ábendingum og leiðum til að koma í veg fyrir skattsvik. Fjármálaráðherra hefur einnig undirritað alþjóðlegan samning sem koma á í veg fyrir misnotkun á tvísköttunarsamningum.Panamaskjölin höfðu áhrif Starfshóparnir voru skipaðir í byrjun þessa árs, í kjölfar þess að umræður um Panamaskjölin og skattundanskot voru háværar. Starfshóparnir fjölluðu um milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og um skattundanskot og skattsvik. „Eitt af mínum fyrstu verkum þegar ég kom í ráðuneytið var að heimsækja þær stofnanir sem sinna álagningu og innheimtu skatta og rannsóknum á skattalagabrotum. Í kjölfar þeirra heimsókna ákvað ég að skipa tvo starfshópa, annan sem einbeitti sér að svarta hagkerfinu og aðgerðum til að draga það í dagsljósið, og hinn til að fjalla um notkun falskra reikninga til að svíkja undan skatti. Starfshóparnir hafa nú skilað tveimur mjög áhugaverðum skýrslum með tillögum og ábendingum um aðgerðir sem munu reynast sterkt vopn í baráttunni gegn skattsvikum. Ráðuneytið og stofnanir þess munu í framhaldinu hrinda í framkvæmd þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunum,“ segir Benedikt.Vilja þrengja reglur og skoða kennitöluflakk Tillögur hópsins snúa meðal annars að því að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á þjóðarbúskap. Tillögur voru lagðar að því hvernig minnka megi svarta hagkerfið. Stefnt er að því að innleiða kassa- og verslunarkerfi sem sendi upplýsingar um veltu beint til skattyfirvalda. Þá skoðaði hópurinn hvernig mætti takmarka notkun reiðufé við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Kennitöluflakk er sérstaklega skoðað ásamt ólögmætum undanskotum í verktakaiðnaði. Litið verði til keðjuábyrðgar í því samhengi sem þýðir að verktakar beri ábyrgð á skilum opinberra gjalda af hálfu undirverktaka. Lagt var til að heimilt verði að þrengja reglur um hæfi einstaklinga til að stofna félög ásamt því að setja megi fólk í atvinnurekstrarbann ef það hefur viðhaft óverjandi viðskiptahætti. Eitt af því sem talið er auka undanskot eru mismunandi virðisaukaskattþrep. Talið er mikilvægt að minnka bil skattþrepanna eða sameina þau ásamt því að fækka undanþágum frá hinu almenna þrepi.Líta til nágrannalanda Í tilkynningu frá stjórnarráðinu er vitnað í skýrslu starfshóps um milliverðlagningu. Þar kemur fram að átak verði gert í milliverðlagningareftirliti. Ríkissjóður tapar um einum til sex milljörðum árlega á óeðlilegum milliverðlagningum tengdum lögaðilum. Nýtt verður reynsla og þekking frá nágrannaríkjum okkar. Meðal þess sem hópurinn leggur áherslu á að tryggja þurfi skattyfirvöldum upplýsingar um fjármagnsflutninga milli landa frá fjármálafyrirtækjum ásamt því að lögfesta þurfi ákvæði um raunverulega eigendur og tryggja að erlendir lögaðilar fái ekki kennitölu nema að raunverulegur eigandi sé til staðar.
Panama-skjölin Skattar og tollar Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira