Af hverju fellur ávöxtun skuldabréfa þegar seðlabanki hækkar vexti? 21. júní 2017 09:00 Í síðustu viku hækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna stýrivexti sína um 0,25 prósent til viðbótar. Það var önnur vaxtahækkun Seðlabankans á þessu ári. Fyrri vaxtahækkunin var 15. mars. Þeir sem fylgjast með fjármálamörkuðunum hafa hins vegar tekið eftir nokkru áhugaverðu sem hefur átt sér stað eftir stýrivaxtahækkunina í mars – í stað þess að hækka, hefur ávöxtun skuldabréfa dalað í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. Reyndar hefur ávöxtun 10 ára bandarískra ríkisskuldabréfa lækkað næstum jafnmikið og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sína um síðan í mars – um það bil 0,50 prósentustig. Af hverju ætli það sé? Ættum við ekki að gera ráð fyrir að skuldabréfaávöxtun hækki þegar Seðlabankinn hækkar vexti? Reyndar ekki – eða öllu heldur: Áhrif vaxtahækkana Seðlabankans fara eftir því hvort þær hafa áhrif á verðbólguvæntingar eða ekki. Þegar allt kemur til alls endurspeglar ávöxtun skuldabréfa – sérstaklega skuldabréfa til langs tíma – væntingar markaðanna um verðbólgu og hagvöxt. Þannig að ef peningamálastefnan er hert ættum við að búast við að það sjáist á verðbólguvæntingum markaðanna, sem aftur ætti að sjást á skuldabréfaávöxtuninni. Og það er reyndar þetta sem hefur keyrt niður ávöxtun bandarískra skuldabréfa síðan í mars. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur komið fjármálamarkaðnum á óvart með því að herða peningamarkaðsskilyrðin meira en búist var við og þess vegna höfum við séð verðbólguvæntingar markaðarins lækka frekar mikið síðan í mars. Reyndar getur lækkunin á verðbólguvæntingum markaðarins, sem við getum séð á svokölluðum verðtryggðum skuldabréfum, útskýrt að fullu lækkunina á ávöxtun 10 ára skuldabréfa í Bandaríkjunum síðan í mars. Það er því ekki um neina „skuldabréfaráðgátu“ að ræða eins og sumir vilja vera láta heldur er þetta einmitt það sem við var að búast. En við ættum líka að taka eftir því að verðbólguvæntingar í Bandaríkjunum eru nú þó nokkuð fyrir neðan opinbert 2 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabanka Bandaríkjanna. Með öðrum orðum virðist Seðlabankinn hafa hækkað stýrivextina of fljótt þar sem það hefur valdið því að verðbólguvæntingar hafa færst frá verðbólgumarkmiðinu í staðinn fyrir að því. Þar að auki sendir svokallaður ávöxtunarferill – mismunurinn á 2 ára og 10 ára skuldabréfaávöxtun – viðvörunarmerki. Þannig hefur ávöxtunarferillinn verið að „fletjast“ síðan í mars, þ.e.a.s. 2 ára ávöxtun hefur aukist samanborið við 10 ára ávöxtun. Tíu ára skuldabréfaávöxtun er enn meiri en 2 ára ávöxtun en ef Seðlabankinn hækkar stýrivexti einu sinni enn árið 2018 er mjög líklegt að ávöxtunarferillinn snúist við þannig að 10 ára ávöxtunin fari niður fyrir 2 ára ávöxtun og það hefur í gegnum tíðina verið mjög áreiðanleg vísbending um samdrátt í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er því þessi: Það má vera að Janet Yellen seðlabankastjóri vilji hækka stýrivexti enn frekar 2018 en skuldabréfamarkaðurinn er greinilega að segja henni að fresta vaxtahækkunum ef hún vill forðast samdrátt í Bandaríkjunum.Lars Christensen, alþjóðahagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna stýrivexti sína um 0,25 prósent til viðbótar. Það var önnur vaxtahækkun Seðlabankans á þessu ári. Fyrri vaxtahækkunin var 15. mars. Þeir sem fylgjast með fjármálamörkuðunum hafa hins vegar tekið eftir nokkru áhugaverðu sem hefur átt sér stað eftir stýrivaxtahækkunina í mars – í stað þess að hækka, hefur ávöxtun skuldabréfa dalað í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. Reyndar hefur ávöxtun 10 ára bandarískra ríkisskuldabréfa lækkað næstum jafnmikið og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sína um síðan í mars – um það bil 0,50 prósentustig. Af hverju ætli það sé? Ættum við ekki að gera ráð fyrir að skuldabréfaávöxtun hækki þegar Seðlabankinn hækkar vexti? Reyndar ekki – eða öllu heldur: Áhrif vaxtahækkana Seðlabankans fara eftir því hvort þær hafa áhrif á verðbólguvæntingar eða ekki. Þegar allt kemur til alls endurspeglar ávöxtun skuldabréfa – sérstaklega skuldabréfa til langs tíma – væntingar markaðanna um verðbólgu og hagvöxt. Þannig að ef peningamálastefnan er hert ættum við að búast við að það sjáist á verðbólguvæntingum markaðanna, sem aftur ætti að sjást á skuldabréfaávöxtuninni. Og það er reyndar þetta sem hefur keyrt niður ávöxtun bandarískra skuldabréfa síðan í mars. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur komið fjármálamarkaðnum á óvart með því að herða peningamarkaðsskilyrðin meira en búist var við og þess vegna höfum við séð verðbólguvæntingar markaðarins lækka frekar mikið síðan í mars. Reyndar getur lækkunin á verðbólguvæntingum markaðarins, sem við getum séð á svokölluðum verðtryggðum skuldabréfum, útskýrt að fullu lækkunina á ávöxtun 10 ára skuldabréfa í Bandaríkjunum síðan í mars. Það er því ekki um neina „skuldabréfaráðgátu“ að ræða eins og sumir vilja vera láta heldur er þetta einmitt það sem við var að búast. En við ættum líka að taka eftir því að verðbólguvæntingar í Bandaríkjunum eru nú þó nokkuð fyrir neðan opinbert 2 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabanka Bandaríkjanna. Með öðrum orðum virðist Seðlabankinn hafa hækkað stýrivextina of fljótt þar sem það hefur valdið því að verðbólguvæntingar hafa færst frá verðbólgumarkmiðinu í staðinn fyrir að því. Þar að auki sendir svokallaður ávöxtunarferill – mismunurinn á 2 ára og 10 ára skuldabréfaávöxtun – viðvörunarmerki. Þannig hefur ávöxtunarferillinn verið að „fletjast“ síðan í mars, þ.e.a.s. 2 ára ávöxtun hefur aukist samanborið við 10 ára ávöxtun. Tíu ára skuldabréfaávöxtun er enn meiri en 2 ára ávöxtun en ef Seðlabankinn hækkar stýrivexti einu sinni enn árið 2018 er mjög líklegt að ávöxtunarferillinn snúist við þannig að 10 ára ávöxtunin fari niður fyrir 2 ára ávöxtun og það hefur í gegnum tíðina verið mjög áreiðanleg vísbending um samdrátt í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er því þessi: Það má vera að Janet Yellen seðlabankastjóri vilji hækka stýrivexti enn frekar 2018 en skuldabréfamarkaðurinn er greinilega að segja henni að fresta vaxtahækkunum ef hún vill forðast samdrátt í Bandaríkjunum.Lars Christensen, alþjóðahagfræðingur.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun