Ísgöngin í Langjökli metin á milljarð króna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. júní 2017 08:00 Ísgöngin í Langjökli eru stærstu manngerðu ísgöng heims sem opin eru almenningi. Framtakssjóðurinn ITF fjármagnaði verkefnið að mestu og er langstærsti hluthafinn. vísir/stefán Ísgöngin í Langjökli, sem notið hafa mikilla vinsælda á meðal ferðamanna undanfarin tvö ár, eru metin á rúmlega einn milljarð króna í ársreikningi framtakssjóðsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund (ITF) fyrir síðasta ár. Bókfært virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í þessi stærstu manngerðu ísgöng í heimi, hækkaði um 150 prósent á milli ára í bókum ITF. Sjóðurinn, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða, átti í lok síðasta árs 88,35 prósenta hlut í félaginu. Virði eignarhlutar sjóðsins í félaginu IWE, sem stendur að hvalasýningunni Whales of Iceland á Granda, hækkaði einnig verulega í fyrra, en í lok ársins átti sjóðurinn félagið að öllu leyti. Var félagið metið á um 516 milljónir króna í lok síðasta árs samanborið við 117 milljónir í lok árs 2015. Þá kemur fram í ársreikningnum að bókfært virði eignarhlutar sjóðsins í hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi hafi verið afskrifað. Eins og Markaðurinn hefur greint frá var hestagarðinum lokað í febrúar vegna mikils tapreksturs. Í lok árs 2015 var 49 prósenta hlutur sjóðsins í garðinum bókfærður á tæpar 183 milljónir króna, en í fyrra stækkaði hluturinn upp í rúm 90 prósent þegar lánum sjóðsins var breytt í hlutafé. Var bókfærða virðið síðan fært í núll í ársreikningnum, eins og áður sagði. Alls nam hagnaður sjóðsins 391 milljón króna í fyrra, á þriðja heila rekstrarári hans, en til samanburðar varð 53 milljóna tap á rekstrinum árið 2015. „Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur frá því að við fórum af stað fyrir fjórum árum,“ segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri sjóðsins, í samtali við Markaðinn. „Við höfum haft úr nægum verkefnum að moða. Það hafa komið fjölmörg tækifæri á okkar borð og við höfum, eins og eðlilegt er, valið þau verkefni sem okkur hefur litist best á og náð að byggja upp að okkar mati áhugavert og sterkt eignasafn.“ Sjóðurinn fjárfestir eingöngu í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og hefur alls tekið þátt í tíu verkefnum. Helgi segist finna fyrir miklum áhuga til fjárfestinga í greininni. Sjóðurinn er með nokkrar fjárfestingar til skoðunar og segir Helgi ekki ólíklegt að það muni fjölga eitthvað í eignasafninu á næstunni, þrátt fyrir að sjóðurinn sé kominn á seinni hluta fjárfestingartímabils síns. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Svona leit fyrsta brúðkaupið inni í Langjökli út - Myndir Brúðhjónin Anthony og Mari eru sögð hafa viljað óhefðbundið og ævintýralegt brúðkaup. 9. mars 2016 16:30 Yfir tuttugu þúsund manns hafa komið í ísgöngin í Langjökli Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Sjá meira
Ísgöngin í Langjökli, sem notið hafa mikilla vinsælda á meðal ferðamanna undanfarin tvö ár, eru metin á rúmlega einn milljarð króna í ársreikningi framtakssjóðsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund (ITF) fyrir síðasta ár. Bókfært virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í þessi stærstu manngerðu ísgöng í heimi, hækkaði um 150 prósent á milli ára í bókum ITF. Sjóðurinn, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða, átti í lok síðasta árs 88,35 prósenta hlut í félaginu. Virði eignarhlutar sjóðsins í félaginu IWE, sem stendur að hvalasýningunni Whales of Iceland á Granda, hækkaði einnig verulega í fyrra, en í lok ársins átti sjóðurinn félagið að öllu leyti. Var félagið metið á um 516 milljónir króna í lok síðasta árs samanborið við 117 milljónir í lok árs 2015. Þá kemur fram í ársreikningnum að bókfært virði eignarhlutar sjóðsins í hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi hafi verið afskrifað. Eins og Markaðurinn hefur greint frá var hestagarðinum lokað í febrúar vegna mikils tapreksturs. Í lok árs 2015 var 49 prósenta hlutur sjóðsins í garðinum bókfærður á tæpar 183 milljónir króna, en í fyrra stækkaði hluturinn upp í rúm 90 prósent þegar lánum sjóðsins var breytt í hlutafé. Var bókfærða virðið síðan fært í núll í ársreikningnum, eins og áður sagði. Alls nam hagnaður sjóðsins 391 milljón króna í fyrra, á þriðja heila rekstrarári hans, en til samanburðar varð 53 milljóna tap á rekstrinum árið 2015. „Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur frá því að við fórum af stað fyrir fjórum árum,“ segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri sjóðsins, í samtali við Markaðinn. „Við höfum haft úr nægum verkefnum að moða. Það hafa komið fjölmörg tækifæri á okkar borð og við höfum, eins og eðlilegt er, valið þau verkefni sem okkur hefur litist best á og náð að byggja upp að okkar mati áhugavert og sterkt eignasafn.“ Sjóðurinn fjárfestir eingöngu í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og hefur alls tekið þátt í tíu verkefnum. Helgi segist finna fyrir miklum áhuga til fjárfestinga í greininni. Sjóðurinn er með nokkrar fjárfestingar til skoðunar og segir Helgi ekki ólíklegt að það muni fjölga eitthvað í eignasafninu á næstunni, þrátt fyrir að sjóðurinn sé kominn á seinni hluta fjárfestingartímabils síns.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Svona leit fyrsta brúðkaupið inni í Langjökli út - Myndir Brúðhjónin Anthony og Mari eru sögð hafa viljað óhefðbundið og ævintýralegt brúðkaup. 9. mars 2016 16:30 Yfir tuttugu þúsund manns hafa komið í ísgöngin í Langjökli Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Sjá meira
Svona leit fyrsta brúðkaupið inni í Langjökli út - Myndir Brúðhjónin Anthony og Mari eru sögð hafa viljað óhefðbundið og ævintýralegt brúðkaup. 9. mars 2016 16:30
Yfir tuttugu þúsund manns hafa komið í ísgöngin í Langjökli Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. 12. desember 2015 07:00