Krúttleg refafjölskylda bræðir hjörtu landsmanna Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 20. júní 2017 15:02 „Ég náði þeim bara þegar þeir voru að stinga nefinu út í fyrsta sinn úr greninu sínu,“ segir Þórir Kjartansson, íbúi í Vík í Mýrdal um litla refafjölskyldu í Vík sem hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þórir náði fjölskyldustundinni á myndband en þar má sjá tófu ásamt sjö yrðlingum sem eru í óða önn að læra á heiminn. „Það er refur í þessu greni á hverju einasta ári, búinn að vera mörg ár þannig að ég veit vel um þetta. Það er gott að komast að þessu og þetta er þriðja vorið sem ég er að mynda þarna,“ segir Þórir. Hann segir að hann sé oft með myndavélina á lofti og njóti þess að taka myndir af íslenskri náttúru og dýralífi. Hann nefnir að ekki sé um að ræða sömu tófuna og í fyrra. Hinar hafi lent í klónum á refaskyttum. Þórir nefnir að hann hafi þurft að hafa hraðar hendur við að ná myndefninu áður en refaskyttur kæmust á snoðir um refina. Þórir nefnir að það hafi aldrei verið jafn margir yrðlingar í greninu og nú. „Það segir manni það að frjósemi hjá refnum er alltaf að aukast. Hérna í gamla daga voru yfirleitt ekki meira en þrír yrðlingar á greni,“segir Þórir og nefnir refir hafi hins vegar verið að aukast í Mýrdalnum. Hann minnist þess þegar hann var yngi og átti heima á bóndabæ. Þá hafi fundist tófugreni í námunda við bæinn. „Þá hafði ekki sést tófa hérna í Mýrdalnum svo elstu menn mundu en síðan fór þetta að vaxa smátt og smátt,“ segir Þórir. Þórir nefnir að refurinn lifi mikið á fuglum og þá sérstaklega fílnum, sem heldur til í hömrum við sjó. Hins vegar hefur refurinn nánast gert út af við Skúminn á Mýrdalssandinum. Dýr Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Ég náði þeim bara þegar þeir voru að stinga nefinu út í fyrsta sinn úr greninu sínu,“ segir Þórir Kjartansson, íbúi í Vík í Mýrdal um litla refafjölskyldu í Vík sem hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þórir náði fjölskyldustundinni á myndband en þar má sjá tófu ásamt sjö yrðlingum sem eru í óða önn að læra á heiminn. „Það er refur í þessu greni á hverju einasta ári, búinn að vera mörg ár þannig að ég veit vel um þetta. Það er gott að komast að þessu og þetta er þriðja vorið sem ég er að mynda þarna,“ segir Þórir. Hann segir að hann sé oft með myndavélina á lofti og njóti þess að taka myndir af íslenskri náttúru og dýralífi. Hann nefnir að ekki sé um að ræða sömu tófuna og í fyrra. Hinar hafi lent í klónum á refaskyttum. Þórir nefnir að hann hafi þurft að hafa hraðar hendur við að ná myndefninu áður en refaskyttur kæmust á snoðir um refina. Þórir nefnir að það hafi aldrei verið jafn margir yrðlingar í greninu og nú. „Það segir manni það að frjósemi hjá refnum er alltaf að aukast. Hérna í gamla daga voru yfirleitt ekki meira en þrír yrðlingar á greni,“segir Þórir og nefnir refir hafi hins vegar verið að aukast í Mýrdalnum. Hann minnist þess þegar hann var yngi og átti heima á bóndabæ. Þá hafi fundist tófugreni í námunda við bæinn. „Þá hafði ekki sést tófa hérna í Mýrdalnum svo elstu menn mundu en síðan fór þetta að vaxa smátt og smátt,“ segir Þórir. Þórir nefnir að refurinn lifi mikið á fuglum og þá sérstaklega fílnum, sem heldur til í hömrum við sjó. Hins vegar hefur refurinn nánast gert út af við Skúminn á Mýrdalssandinum.
Dýr Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira