Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl en þar ber helst að nefna tónlistarhátíðina Secret Solstice, stjörnubrúðkaup hér á landi og einstaka hefð hjá Menntaskólanum á Akureyri að halda upp á stúdentsafmæli með pompi og prakt.
Þetta er síðasti Poppkast-þátturinn í bili og fer þátturinn í sumarfrí. Hlustendur mega endilega senda ábendingar fyrir næsta vetur um hvað væri hægt að gera betur eftir sumarið. Við tökum á móti skilaboðum á Facebook-síðu þáttarins.
Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á 25. þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes.
