Ríkisstjórn Íslands samþykkir 40 milljóna króna framlag til stuðnings Grænlendingum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júní 2017 12:34 Flóðbylgja sópaði með sér öllu lauslegu þegar hún gekk á land í Nuugaatsiaq. Vísir/EPA Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga vegna tjóns sem varð í kjölfar berghlaups á vesturströnd Grænlands í sveitarfélaginu Qaasuitsup á laugardag sem olli því að flóðbylgja gekk á land í bænum Nuugaatisiaq. Almannavarnir Grænlands hafa leitað til aðalræðisskrifstofu Íslands í Nuuk og óskað eftir aðstoð eða leiðbeiningum íslenskra jarðvísindamanna varðandi það hvernig hægt væri að koma upp sjálfvirkum búnaði sem nota mætti til viðvörunar ef frekari berghlaup yrðu á svæðinu. Í framhaldi af þessari beiðni var haft samband við Veðurstofu Íslands og komið á sambandi á milli vísindamanna Veðurstofunnar og almannavarna. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort grænlensk stjórnvöld muni óska eftir frekari aðstoð vegna þessa. 40 milljóna kr. framlagi Íslands verður varið í uppbyggingarstarf fyrir þá íbúa í Qaasuitsup sveitarfélaginu sem orðið hafa fyrir tjóni vegna hamfaranna. Auk þess verður Veðurstofu Íslands, eða annarri þar til bærri stofnun, gert kleift að veita nauðsynlega aðstoð varðandi uppsetningu viðvörunarbúnaðar, sé þess óskað. „Þessi atburður hefur snert við okkur Íslendingum og það er mikilvægt að við veitum Grænlendingum stuðning við þessar erfiðu aðstæður og sérstaklega ánægjulegt ef stofnanir okkar geta komið að uppbyggingarstarfi og úrbótum sem unnið verður að í framhaldinu,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni forsætiráðherra í tilkynningu. Flóðbylgja á Grænlandi Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld hafa boðið Grænlendingum aðstoð Ekki liggur fyrir hvort að grænlensk stjórnvöld ætli að þekkjast boð íslenskra stjórnvalda um aðstoð eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir þorp í fjörðum á Vestur-Grænlandi í dag. 18. júní 2017 15:17 Fjögurra saknað eftir flóðbylgjuna á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi segir að fjögurra sé saknað eftir flóðbylgjuna sem gekk á land í þorpum á Vestur-Grænlandi eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi. 18. júní 2017 12:08 Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21 Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi Hætta er á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins. 18. júní 2017 22:32 Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá. 19. júní 2017 10:33 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga vegna tjóns sem varð í kjölfar berghlaups á vesturströnd Grænlands í sveitarfélaginu Qaasuitsup á laugardag sem olli því að flóðbylgja gekk á land í bænum Nuugaatisiaq. Almannavarnir Grænlands hafa leitað til aðalræðisskrifstofu Íslands í Nuuk og óskað eftir aðstoð eða leiðbeiningum íslenskra jarðvísindamanna varðandi það hvernig hægt væri að koma upp sjálfvirkum búnaði sem nota mætti til viðvörunar ef frekari berghlaup yrðu á svæðinu. Í framhaldi af þessari beiðni var haft samband við Veðurstofu Íslands og komið á sambandi á milli vísindamanna Veðurstofunnar og almannavarna. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort grænlensk stjórnvöld muni óska eftir frekari aðstoð vegna þessa. 40 milljóna kr. framlagi Íslands verður varið í uppbyggingarstarf fyrir þá íbúa í Qaasuitsup sveitarfélaginu sem orðið hafa fyrir tjóni vegna hamfaranna. Auk þess verður Veðurstofu Íslands, eða annarri þar til bærri stofnun, gert kleift að veita nauðsynlega aðstoð varðandi uppsetningu viðvörunarbúnaðar, sé þess óskað. „Þessi atburður hefur snert við okkur Íslendingum og það er mikilvægt að við veitum Grænlendingum stuðning við þessar erfiðu aðstæður og sérstaklega ánægjulegt ef stofnanir okkar geta komið að uppbyggingarstarfi og úrbótum sem unnið verður að í framhaldinu,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni forsætiráðherra í tilkynningu.
Flóðbylgja á Grænlandi Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld hafa boðið Grænlendingum aðstoð Ekki liggur fyrir hvort að grænlensk stjórnvöld ætli að þekkjast boð íslenskra stjórnvalda um aðstoð eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir þorp í fjörðum á Vestur-Grænlandi í dag. 18. júní 2017 15:17 Fjögurra saknað eftir flóðbylgjuna á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi segir að fjögurra sé saknað eftir flóðbylgjuna sem gekk á land í þorpum á Vestur-Grænlandi eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi. 18. júní 2017 12:08 Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21 Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi Hætta er á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins. 18. júní 2017 22:32 Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá. 19. júní 2017 10:33 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa boðið Grænlendingum aðstoð Ekki liggur fyrir hvort að grænlensk stjórnvöld ætli að þekkjast boð íslenskra stjórnvalda um aðstoð eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir þorp í fjörðum á Vestur-Grænlandi í dag. 18. júní 2017 15:17
Fjögurra saknað eftir flóðbylgjuna á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi segir að fjögurra sé saknað eftir flóðbylgjuna sem gekk á land í þorpum á Vestur-Grænlandi eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi. 18. júní 2017 12:08
Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21
Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi Hætta er á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins. 18. júní 2017 22:32
Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá. 19. júní 2017 10:33