Hundruð nýrra fjarreikistjarna bætast í hópinn Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2017 10:32 Nær allar stjörnur sem Kepler hefur skoðað voru með reikistjörnur í kringum sig. mynd/NASA/JPL-Caltech Yfir tvö hundruð nýjar fjarreikistjörnur hafa nú bæst á lista þeirra þúsunda sem Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið með nýrri greiningu á gögnum frá fyrstu árum leiðangurs hans. Þar á meðal eru tíu reikistjörnur þar sem fljótandi vatn gæti mögulega verið til staðar. Kepler-geimsjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hefur leitað að fjarreikistjörnum frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Vísindamenn í Kepler-teyminu hafa nú farið yfir athuganir sjónaukans frá fyrstu fjórum árum leiðangursins og fundið hundruð nýrra mögulegra fjarreikistjarna. Í heildina hefur Kepler nú fundið 4.034 mögulegar fjarreikistjörnur. Búið er að staðfesta 2.335 þeirra. Af þeim fimmtíu fjarreikistjörnum sem eru svipaðar jörðinni að stærð í lífbelti móðurstjarna sinna, hafa fleiri en þrjátíu verið staðfestar samkvæmt frétt á vef NASA.Tveir flokkar fjarreikistjarna ráðandi Þó að fréttir funda fjarreikistjarna sem gætu líkst jörðinni veki jafnan eftirtekt ber þó að geta þess að Kepler getur ekki greint hvort að fjarreikistjarna hafi lofthjúp eða fljótandi vatn á yfirborðinu. Stjörnufræðingar nota gögn frá Kepler og sjónaukum á jörðu niðri til að áætla stærð reikistjarnanna og hugsanlega efnasamsetningu. Þannig fá þeir grófa hugmynd um hvort reikistjörnurnar séu úr bergi eða gasi. Niðurstöður þeirra fram að þessu eru að minni fjarreikistjörnur skiptast í tvo flokka. Annars vegar eru bergreikistjörnur sem geta verið allt að 75% stærri en jörðin og hins vegar svonefndir smáir Neptúnusar, gasreikistjörnur sem eru ekki með fast yfirborð og eru tvisvar til þrisvar sinnum stærri en jörðin samkvæmt frétt Washington Post. Nær engar plánetur á milli þessara tveggja fundust. Þær stærri virðast hefja lífið sem bergreikistjörnur en draga síðan að sér vetni og helíum og breytast þá í útblásna smávaxnar útgáfur af gasrisum. Enga reikistjörnu af þeirri tegund er að finna í sólkerfinu okkar.Skoðaði 0,025% næturhiminsinsBenjamin Fulton, doktorsnemi við Háskólann á Havaí sem fór fyrir hópnum sem reiknaði út stærðir fjarreikistjarnanna líkir athuguninni við líffræðinga sem flokka dýr eftir tegundum. „Að finna tvo mismunandi flokka fjarreikistjarna er eins og að uppgötva að spendýr og eðlur séu mimsmunandi greinar sama fjölskyldutrés,“ segir Fulton. Ógrynni reikistjarna er að finna í alheiminum en nær allar stjörnurnar sem vísindamennirnir beindu Kepler að voru með fylgihnetti sem féllu í annan fyrrgreindra flokka. Fyrstu fjögur árin skoðaði sjónaukinn um 200.000 stjörnur í stjörnumerkinu Svaninum. Það er aðeins 0,025% af næturhimninum. Markmið Kepler er að leiða í ljós hversu margar reikistjörnur á stærð við jörðina er að finna í alheiminum. Vísindi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Yfir tvö hundruð nýjar fjarreikistjörnur hafa nú bæst á lista þeirra þúsunda sem Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið með nýrri greiningu á gögnum frá fyrstu árum leiðangurs hans. Þar á meðal eru tíu reikistjörnur þar sem fljótandi vatn gæti mögulega verið til staðar. Kepler-geimsjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hefur leitað að fjarreikistjörnum frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Vísindamenn í Kepler-teyminu hafa nú farið yfir athuganir sjónaukans frá fyrstu fjórum árum leiðangursins og fundið hundruð nýrra mögulegra fjarreikistjarna. Í heildina hefur Kepler nú fundið 4.034 mögulegar fjarreikistjörnur. Búið er að staðfesta 2.335 þeirra. Af þeim fimmtíu fjarreikistjörnum sem eru svipaðar jörðinni að stærð í lífbelti móðurstjarna sinna, hafa fleiri en þrjátíu verið staðfestar samkvæmt frétt á vef NASA.Tveir flokkar fjarreikistjarna ráðandi Þó að fréttir funda fjarreikistjarna sem gætu líkst jörðinni veki jafnan eftirtekt ber þó að geta þess að Kepler getur ekki greint hvort að fjarreikistjarna hafi lofthjúp eða fljótandi vatn á yfirborðinu. Stjörnufræðingar nota gögn frá Kepler og sjónaukum á jörðu niðri til að áætla stærð reikistjarnanna og hugsanlega efnasamsetningu. Þannig fá þeir grófa hugmynd um hvort reikistjörnurnar séu úr bergi eða gasi. Niðurstöður þeirra fram að þessu eru að minni fjarreikistjörnur skiptast í tvo flokka. Annars vegar eru bergreikistjörnur sem geta verið allt að 75% stærri en jörðin og hins vegar svonefndir smáir Neptúnusar, gasreikistjörnur sem eru ekki með fast yfirborð og eru tvisvar til þrisvar sinnum stærri en jörðin samkvæmt frétt Washington Post. Nær engar plánetur á milli þessara tveggja fundust. Þær stærri virðast hefja lífið sem bergreikistjörnur en draga síðan að sér vetni og helíum og breytast þá í útblásna smávaxnar útgáfur af gasrisum. Enga reikistjörnu af þeirri tegund er að finna í sólkerfinu okkar.Skoðaði 0,025% næturhiminsinsBenjamin Fulton, doktorsnemi við Háskólann á Havaí sem fór fyrir hópnum sem reiknaði út stærðir fjarreikistjarnanna líkir athuguninni við líffræðinga sem flokka dýr eftir tegundum. „Að finna tvo mismunandi flokka fjarreikistjarna er eins og að uppgötva að spendýr og eðlur séu mimsmunandi greinar sama fjölskyldutrés,“ segir Fulton. Ógrynni reikistjarna er að finna í alheiminum en nær allar stjörnurnar sem vísindamennirnir beindu Kepler að voru með fylgihnetti sem féllu í annan fyrrgreindra flokka. Fyrstu fjögur árin skoðaði sjónaukinn um 200.000 stjörnur í stjörnumerkinu Svaninum. Það er aðeins 0,025% af næturhimninum. Markmið Kepler er að leiða í ljós hversu margar reikistjörnur á stærð við jörðina er að finna í alheiminum.
Vísindi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira