Glódís Perla: „Þú getur breytt þessu flugi heim“ | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2017 09:00 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á EM 2017 18. júlí þegar þær mæta stórliði Frakklands. Þær kvöddu þjóðina í síðustu viku þegar nýtt áhorfendamet var sett á leik Íslands og Brasilíu á Laugardalsvellinum. Glódís Perla Viggósdóttir, 21 árs gamall miðvörður íslenska liðsins, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður landsliðsins um árabil en hún fór einnig með til Svíþjóðar á EM 2013 fyrir fjórum árum.Sjá einnig:Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís var gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í viðtalsþættinum 1á1 sem frumsýndur var á föstudaginn á Stöð 2 Sport HD. Í sumar verður styttri útgáfa af þættinum sýnd á mánudögum eftir fréttir sem hluti af Ísland í sumar. Í þættinum ræddi Glódís Perla fjölmiðlaumhverfið í kringum landsliðið og hvernig Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur verið að undirbúa stelpurnar fyrir það áreiti sem búast má í Hollandi.Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir/eyþórMunum fara upp og niður „Mér finnst mjög gott hvað fjölmiðlarnir hérna heima eru að sýna okkur mikinn áhuga því það mun skila sér þegar við förum út. Þar verður áreiti sem við verðum að geta ýtt frá okkur á réttum stundum,“ segir Glódís Perla. „Það er frábært að leikmenn sem eru að koma inn núna verða vanar þessu strax af því að það mun skipta máli á EM að geta stjórnar áreiti og tilfinningum okkar því við munum fara upp og niður og út um allt með tilfinningarnar. Maður verður að geta farið bara inn á herbergi og hætt að pæla í öllu því sem fólk er að segja um mann. Maður verður að geta slakað á og notið þess að vera þarna.“ Íslenska liðið er í mjög erfiðum riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki og verður snúið fyrir stelpurnar okkar að komast í 8 liða úrslitin en það er samt sem áður takmarkið. „Það skiptir engu máli á móti hverjum við erum að spila eða hvað mótherjarnir heita. Ef við erum að spila með hjartað 100 prósent inn á vellinum þá eigum við að geta unnið hvern sem er. Ég veit að við munum mæta tilbúnar í fyrsta leik á móti Frökkum,“ segir Glódís. Tómas Þór verður fréttamaður 365 á EM 2017 og á skráð flug heim 27. júlí, degi eftir að Ísland spilar síðasta leikinn í riðlinum á móti Austurríki. Fluginu er þó að sjálfsögðu hægt að breyta ef stelpurnar komast áfram. „Þú getur breytt því,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Allt innslagið úr Ísland í sumar má sjá hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís Perla Viggósdóttir hefur nóg fyrir sig en vonast til að launin hækki jafnt og þétt í kvennafótboltanum. 16. júní 2017 19:00 Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á EM 2017 18. júlí þegar þær mæta stórliði Frakklands. Þær kvöddu þjóðina í síðustu viku þegar nýtt áhorfendamet var sett á leik Íslands og Brasilíu á Laugardalsvellinum. Glódís Perla Viggósdóttir, 21 árs gamall miðvörður íslenska liðsins, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður landsliðsins um árabil en hún fór einnig með til Svíþjóðar á EM 2013 fyrir fjórum árum.Sjá einnig:Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís var gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í viðtalsþættinum 1á1 sem frumsýndur var á föstudaginn á Stöð 2 Sport HD. Í sumar verður styttri útgáfa af þættinum sýnd á mánudögum eftir fréttir sem hluti af Ísland í sumar. Í þættinum ræddi Glódís Perla fjölmiðlaumhverfið í kringum landsliðið og hvernig Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur verið að undirbúa stelpurnar fyrir það áreiti sem búast má í Hollandi.Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir/eyþórMunum fara upp og niður „Mér finnst mjög gott hvað fjölmiðlarnir hérna heima eru að sýna okkur mikinn áhuga því það mun skila sér þegar við förum út. Þar verður áreiti sem við verðum að geta ýtt frá okkur á réttum stundum,“ segir Glódís Perla. „Það er frábært að leikmenn sem eru að koma inn núna verða vanar þessu strax af því að það mun skipta máli á EM að geta stjórnar áreiti og tilfinningum okkar því við munum fara upp og niður og út um allt með tilfinningarnar. Maður verður að geta farið bara inn á herbergi og hætt að pæla í öllu því sem fólk er að segja um mann. Maður verður að geta slakað á og notið þess að vera þarna.“ Íslenska liðið er í mjög erfiðum riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki og verður snúið fyrir stelpurnar okkar að komast í 8 liða úrslitin en það er samt sem áður takmarkið. „Það skiptir engu máli á móti hverjum við erum að spila eða hvað mótherjarnir heita. Ef við erum að spila með hjartað 100 prósent inn á vellinum þá eigum við að geta unnið hvern sem er. Ég veit að við munum mæta tilbúnar í fyrsta leik á móti Frökkum,“ segir Glódís. Tómas Þór verður fréttamaður 365 á EM 2017 og á skráð flug heim 27. júlí, degi eftir að Ísland spilar síðasta leikinn í riðlinum á móti Austurríki. Fluginu er þó að sjálfsögðu hægt að breyta ef stelpurnar komast áfram. „Þú getur breytt því,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Allt innslagið úr Ísland í sumar má sjá hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís Perla Viggósdóttir hefur nóg fyrir sig en vonast til að launin hækki jafnt og þétt í kvennafótboltanum. 16. júní 2017 19:00 Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira
Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís Perla Viggósdóttir hefur nóg fyrir sig en vonast til að launin hækki jafnt og þétt í kvennafótboltanum. 16. júní 2017 19:00