Hrellir hins stranga stjórnanda Costco-hópsins Jakob Bjarnar skrifar 4. júlí 2017 16:40 Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir hefur í nægu að snúast við það eitt að ritskoða Gísla og fyrirspurnir hans í Costco-hópnum. Gísli Ásgeirsson þýðandi og tvöfaldur Íslandsmeistari í skrafli, á í einkennilegu ástar/haturssambandi við stjórnanda Facebookhópsins „Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð“, en tíu sinnum hefur hann sett innlegg í hópinn en átta þeirra hefur verið eytt.Stjórnandi og stofnandi þessa stærsta Facebookhóps Íslands, sem telur um 85 þúsund meðlimi, er Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir; þekkt af röggsemi og ísköldu miskunnarleysi gagnvart öllu því sem henni þykir ekki við hæfi inni á sínum Facebook-hópi. Gísli telur ekki að Sólveig hafi horn í síðu sinni eða sé sérstaklega á varðbergi þegar hann er annars vegar. „Það held ég ekki. Ég er ekki merkilegri en aðrir í hópnum. Hún er röggsöm, með mjög skýrar reglur og lætur verkin tala. Og ég ber virðingu fyrir því. Það verður að vera „ordnung“ í samfélaginu,“ segir Gísli.Allt er gott í Costco Hann tekur skýrt fram að hann sé ákaflega ánægður með Costco og innkomu verslunarinnar inn á íslenskan markað. Þetta hjálpi fólki að öðlast verðvitund og sé ekki vanþörf á.Gísli setti þessar hugleiðingar inn á Costco-hópinn í dag og ekki annað vitað en þetta lifi þar enn.„Ég hef ekkert nema gott eitt um búðina að segja, eðlilega. Maður fær gæðavöru á góðu verði og var kominn tími til. En, þetta sprell mitt gengur svolítið út á það að fólk leit svolítið á verslunina sem himnaríki fyrstu dagana og taldi að þar væri að finna allt milli himins og jarðar, allt er gott í Costco og svo uppgötvaði ég þennan ágæta hóp, sem er fjölmennasti Facebook-hópur á landinu,“ segir Gísli sem telur að sá stjórnmálaflokkur sem hefði aðgang að þessum fjölmenna hópi, þar sem eru tæp 30 prósent þjóðarinnar væri kominn í feitt. Gísli fór að senda inn fyrirspurnir á vefinn en aðeins eitt innlegg hefur fengið að lifa utan þess sem hann skrifaði í dag.Fást líkkistur í Costco? „Í árdaga hópsins setti ég inn fyrirspurn hvort fengjust líkkistur í Costco? Sem er eðlileg spurning. Og ég þurfti að hafa töluvert fyrir því að halda þessu inni því stjórnandinn vildi henda því út. Það má eiginlega orða það þannig að þetta sé eina innleggið mitt sem sett hefur verið inn af fullkominni alvöru,“ segir Gísli og hefur mörg orð um það að ekki sé fyrir hvern sem er að deyja á Íslandi.Fyrirspurnin um obláturnar hlutu ekki náð fyrir augum stjórnandans röggsama.„Líkkistur eru seldar hér á tíföldu verði miðað við útlönd. Ógurlega dýrt, ekki fyrir fátæklinga að jarða aðstandanda sinn. Sem er félagslegt vandamál.“ Gísli bendir á að ódýrar eikarkistur í Costco í Bandaríkjunum kosti 200 dollara. Hinn strangi stjórnandi hópsins féllst á þetta fyrir rest, að halda þessari fyrirspurn inni og þar með til haga. En, aðrar fyrirspurnir Gísla hafa fengið að fjúka. „Mér fannst leiðinlegt að sjá fyrirspurn mína um oblátur í handhægum neytendaumbúðum með rauðvínssopa, sem fást í Bandaríkjunum, fara.“Sprellvinkill á deginum Gísli áttaði sig ekki á því í fyrstu hversu dugleg Sólveig er við að þurrka út það sem hún telur orka tvímælis. En, er nú farinn, til öryggis og að gefnu tilefni, að taka afrit af færslum sínum. Og honum er ekki eins leitt og hann lætur. „Þetta gerist yfirleitt yfir kaffibolla á morgnana. Ég velti því fyrir mér hvort ég sjái einhvern sprellvinkil á deginum. Þetta tekur aldrei meira en sem nemur einum kaffibolla og svo fer ég bara að vinna. Færi seint að taka þetta svo alvarlega að mér færi að sárna, fjandakornið.“ Costco Tengdar fréttir Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12 Áhugaverðir og furðulegir Facebook-hópar Facebook-hópar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru vægast sagt furðulegir en aðrir eru afar áhugaverðir og fróðlegir. Þetta er aðeins brot af því besta. 15. júní 2017 11:45 Ferðalag um Facebook-vegg Costco-verja Einn virkasti Facebook hópur landsins snýst um verslunina Costco og vöruúrvalið og verðið sem þar er í boði. Í hópnum eru um það bil 80 þúsund manns. Lífið sendi rannsóknarblaðamann sinn á tímalínu grúppunnar og hér birtast niðurstöður hans. 28. júní 2017 14:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gísli Ásgeirsson þýðandi og tvöfaldur Íslandsmeistari í skrafli, á í einkennilegu ástar/haturssambandi við stjórnanda Facebookhópsins „Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð“, en tíu sinnum hefur hann sett innlegg í hópinn en átta þeirra hefur verið eytt.Stjórnandi og stofnandi þessa stærsta Facebookhóps Íslands, sem telur um 85 þúsund meðlimi, er Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir; þekkt af röggsemi og ísköldu miskunnarleysi gagnvart öllu því sem henni þykir ekki við hæfi inni á sínum Facebook-hópi. Gísli telur ekki að Sólveig hafi horn í síðu sinni eða sé sérstaklega á varðbergi þegar hann er annars vegar. „Það held ég ekki. Ég er ekki merkilegri en aðrir í hópnum. Hún er röggsöm, með mjög skýrar reglur og lætur verkin tala. Og ég ber virðingu fyrir því. Það verður að vera „ordnung“ í samfélaginu,“ segir Gísli.Allt er gott í Costco Hann tekur skýrt fram að hann sé ákaflega ánægður með Costco og innkomu verslunarinnar inn á íslenskan markað. Þetta hjálpi fólki að öðlast verðvitund og sé ekki vanþörf á.Gísli setti þessar hugleiðingar inn á Costco-hópinn í dag og ekki annað vitað en þetta lifi þar enn.„Ég hef ekkert nema gott eitt um búðina að segja, eðlilega. Maður fær gæðavöru á góðu verði og var kominn tími til. En, þetta sprell mitt gengur svolítið út á það að fólk leit svolítið á verslunina sem himnaríki fyrstu dagana og taldi að þar væri að finna allt milli himins og jarðar, allt er gott í Costco og svo uppgötvaði ég þennan ágæta hóp, sem er fjölmennasti Facebook-hópur á landinu,“ segir Gísli sem telur að sá stjórnmálaflokkur sem hefði aðgang að þessum fjölmenna hópi, þar sem eru tæp 30 prósent þjóðarinnar væri kominn í feitt. Gísli fór að senda inn fyrirspurnir á vefinn en aðeins eitt innlegg hefur fengið að lifa utan þess sem hann skrifaði í dag.Fást líkkistur í Costco? „Í árdaga hópsins setti ég inn fyrirspurn hvort fengjust líkkistur í Costco? Sem er eðlileg spurning. Og ég þurfti að hafa töluvert fyrir því að halda þessu inni því stjórnandinn vildi henda því út. Það má eiginlega orða það þannig að þetta sé eina innleggið mitt sem sett hefur verið inn af fullkominni alvöru,“ segir Gísli og hefur mörg orð um það að ekki sé fyrir hvern sem er að deyja á Íslandi.Fyrirspurnin um obláturnar hlutu ekki náð fyrir augum stjórnandans röggsama.„Líkkistur eru seldar hér á tíföldu verði miðað við útlönd. Ógurlega dýrt, ekki fyrir fátæklinga að jarða aðstandanda sinn. Sem er félagslegt vandamál.“ Gísli bendir á að ódýrar eikarkistur í Costco í Bandaríkjunum kosti 200 dollara. Hinn strangi stjórnandi hópsins féllst á þetta fyrir rest, að halda þessari fyrirspurn inni og þar með til haga. En, aðrar fyrirspurnir Gísla hafa fengið að fjúka. „Mér fannst leiðinlegt að sjá fyrirspurn mína um oblátur í handhægum neytendaumbúðum með rauðvínssopa, sem fást í Bandaríkjunum, fara.“Sprellvinkill á deginum Gísli áttaði sig ekki á því í fyrstu hversu dugleg Sólveig er við að þurrka út það sem hún telur orka tvímælis. En, er nú farinn, til öryggis og að gefnu tilefni, að taka afrit af færslum sínum. Og honum er ekki eins leitt og hann lætur. „Þetta gerist yfirleitt yfir kaffibolla á morgnana. Ég velti því fyrir mér hvort ég sjái einhvern sprellvinkil á deginum. Þetta tekur aldrei meira en sem nemur einum kaffibolla og svo fer ég bara að vinna. Færi seint að taka þetta svo alvarlega að mér færi að sárna, fjandakornið.“
Costco Tengdar fréttir Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12 Áhugaverðir og furðulegir Facebook-hópar Facebook-hópar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru vægast sagt furðulegir en aðrir eru afar áhugaverðir og fróðlegir. Þetta er aðeins brot af því besta. 15. júní 2017 11:45 Ferðalag um Facebook-vegg Costco-verja Einn virkasti Facebook hópur landsins snýst um verslunina Costco og vöruúrvalið og verðið sem þar er í boði. Í hópnum eru um það bil 80 þúsund manns. Lífið sendi rannsóknarblaðamann sinn á tímalínu grúppunnar og hér birtast niðurstöður hans. 28. júní 2017 14:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12
Áhugaverðir og furðulegir Facebook-hópar Facebook-hópar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru vægast sagt furðulegir en aðrir eru afar áhugaverðir og fróðlegir. Þetta er aðeins brot af því besta. 15. júní 2017 11:45
Ferðalag um Facebook-vegg Costco-verja Einn virkasti Facebook hópur landsins snýst um verslunina Costco og vöruúrvalið og verðið sem þar er í boði. Í hópnum eru um það bil 80 þúsund manns. Lífið sendi rannsóknarblaðamann sinn á tímalínu grúppunnar og hér birtast niðurstöður hans. 28. júní 2017 14:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent