Júdas, lax og Símon Pétur G. Markan skrifar 5. júlí 2017 07:00 Þröstur Ólafsson reit grein í Fréttablaðið fyrir skemmstu sem bar yfirskriftina Júdasar í Jökulfjörðum. Í greininni fer Þröstur um víðan umhverfisvöll, er vonlítill, enda mennirnir vitgrannir sem stjórna löndunum. Þröstur staldrar við helsta verkefni mannkyns um þessar mundir, sem eru umhverfismál í formi útblásturs og kolefnisspora. Þar er ég ekki bara sammála greinarhöfundi, heldur slá hjörtu okkar í takt. Loftslagsmál eru sá málaflokkur sem maðurinn hefur ekki náð tökum á, þróunin fer versnandi og ef ekki verður fyrir samhent átak allra þjóða heimsins þá endar vegferð mannkyns mun fyrr en áætlað var. Í þessu samhengi er vel hægt að skilja upphaf greinar Þrastar, um vitgranna leiðtoga, sem t.d. afneita nýgerðu Parísarsamkomulagi. Eftir þetta kemur að mengandi laxeldi í flestum fjörðum Íslands. Þar missir Þröstur flugið. Orðrétt segir hann m.a. um laxeldisuppbygginguna: „...sem miða að því að fylla sem flesta firði landsins mengandi laxeldi“. Það skal fyrst nefna að í reglugerð, sem gefin var út af Guðna Ágústssyni, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var stærsta skref við verndun villtra laxastofna tekið frá upphafi íslenskrar stjórnsýslu. Það var gert með því að loka bróðurparti allrar íslenskrar strandlengju fyrir sjóeldi. Ég gef mér að Þröstur hafi einfaldlega ekki vitað þetta, varla fer virðulegur hagfræðingur vísvitandi með rangt mál. En stundum helgar tilgangurinn meðalið, þegar tilfinningar blandast skoðunum. Þröstur rekur ættir sínar til Hornstranda. Eitthvað segir mér að ábúendur Hornstranda, áður en byggð horaðist af, hefðu horft hýrum augum til atvinnuuppbyggingar, eins og laxeldis. Svona rifna ræturnar frá mönnum. En það er um að gera að faðma kerfilinn á Hornströndum, umvafinn hungruðum forfeðrum, á meðan maður rúntar um á fjór- eða sexhjólinu sínu og hrópar: „Einstakt!“ Þá er skemmtilegt að segja frá því að fjór- og sexhjólin sniglast um í friðlandinu. Ekkert fiskeldi er hins vegar ráðgert í friðlandinu, og engar hugmyndir hafa heyrst um slíkt. Samkvæmt reglugerð er mögulegt að sækja um sjóeldi í Jökulfjörðum Ísafjarðardjúps, sem eru ekki partur af friðlandi Hornstranda. Þröstur er því leiðréttur um þetta. Þröstur fullyrðir að iðnaðurinn sé mengandi og slíkt verður ekki lesið öðruvísi en í samhengi við fyrri hluta greinar Þrastar. Er Þröstur virkilega svo illa áttaður í málinu að hann veit ekki að laxeldi er líkast til umhverfisvænsti matvælaiðnaður sem til er, sé litið til útblásturs og kolefnisspora. Sjóeldi er nútímaleg matvælaframleiðsla, ábyrgur iðnaður, sem getur vel verið ein af lausnum mannkyns við að fæða fleiri munna í sátt við umhverfi og framtíð. Með vísan í áhyggjur Þrastar um umhverfisspillingu og vitlausa menn, vil ég benda á að líkast til eru fáar matvælagreinar jafn lofandi fyrir framtíðina. Staðreyndin er sú að Vestfirðir, suður- og norðursvæði, eru opnir fyrir sjóeldi. Í gildi eru reglugerðir og lög, sem heimila atvinnustarfsemina, svo lengi sem hún rúmast innan sömu laga og reglna. Til þess að fá starfsleyfi, þarf umsækjandinn m.a. að standast umhverfismat, faglega unnið mat vísindamanna, sem segir til um hvort starfsemi hafi, allt frá verulegum til óverulegra, áhrif á umhverfið. Þröstur gleymir að minnast á það. Fiskeldi á Vestfjörðum hefur virkað sem kraftaverkalyf á byggðarlög, sem heltekin voru af hrörnunarsjúkdómi. Sá sem hefur vaknað eldsnemma á Bíldudal, fundið driftina í mannlífinu á leið til vinnu, orkuna, hamarshöggin og baráttuna um lausu bílastæðin, skilur hvað fiskeldi hefur fært inn í vestfirskt samfélag, líf, vöxt og menningu. Þröstur segir í grein sinni að fiskeldi skili sáralitlum virðisauka, en auki einungis útgjöld og mengun. Í dag eru 180 bein störf í kringum fiskeldi á Vestfjörðum, skattspor nær milljarði. Í áætlunum fiskeldisfyrirtækja er gert ráð fyrir 700-800 beinum störfum – sé miðað við að varfærnislegt burðarþol Hafrannsóknastofnunar verði nýtt. Í verðmætum má reikna með 60 milljörðum í útflutningstekjur. Menntun og rannsóknir tengdar sjóeldi munu aukast á svæðinu. Afleidd þjónusta mun vaxa samhliða fiskeldi. Í fáum orðum er hér um nútímalega og ábyrga byltingu að ræða, á svæði sem er efnahagslega og lýðfræðilega kalt. Að fullyrða, eins og Þröstur gerir, að fiskeldi muni engu skila inn á Vestfjarðasvæðið, er eins og að fullyrða að stærri atvinnugreinar eins og m.a. stórútgerð og ferðaþjónusta, skili engu inn á stórhöfuðborgarsvæðið, þar sem Þröstur býr. Það getur vel verið að Jökulfirðir verði ekki fiskeldissvæði á Vestfjörðum. Sjálfur gæti ég verið hlynntur slíkri ákvörðun. Framundan er vinna við sameiginlegt svæðisskipulag á Vestfjörðum. Þar verður m.a. leitt í ljós hvernig menn ná sameiginlegri sýn á nýtingu Ísafjarðardjúpsins, og þá Jökulfjarða. Það getur vel orðið niðurstaða að Jökulfirðir fái annað hlutverk í framtíð Vestfjarða. En það verður tæpast á þeim forsendum að fiskeldi sé svo mengandi. Slíkar ákvarðanir þurfa að byggja á staðreyndum og rökum. Staðreyndin er sú að Vestfirðir eru leiðandi afl í umhverfismálum á Íslandi, sem stóriðjulaus fjórðungur, þar sem öll sveitarfélögin eru silfurvottuð af umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck. Útblástur og kolefnisspor eru byssan með kúlunni, sem ógnar framtíð jarðar. Þröstur hefur eðlilega áhyggjur. Það er því með vestfirsku faðmlagi, sem hann er upplýstur um að Vestfirðir eru stóriðjulausir og hafa ákveðið að vera það í framtíðinni. Sá sem selur framtíð jarðarinnar fyrir 30 silfurpeninga gerir tilkall til ógæfusama lærisveinsins. Sá sem skrifar gegn betri vitund gerir einnig tilkall til ógæfunnar. Svo eru aðrir að vinna hörðum höndum að uppbyggingu fjórðungs, sem hefur farið halloka síðustu áratugi, á ábyrgan og umhverfisvænan hátt. Hafna stóriðju og lifa í langtímasambandi við land og láð. Þeir svara kallinu Símon og eru að byggja upp öfluga kirkju á Vestfjörðum, svona ef menn þurfa að blæta með biblíuna. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pétur G. Markan Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þröstur Ólafsson reit grein í Fréttablaðið fyrir skemmstu sem bar yfirskriftina Júdasar í Jökulfjörðum. Í greininni fer Þröstur um víðan umhverfisvöll, er vonlítill, enda mennirnir vitgrannir sem stjórna löndunum. Þröstur staldrar við helsta verkefni mannkyns um þessar mundir, sem eru umhverfismál í formi útblásturs og kolefnisspora. Þar er ég ekki bara sammála greinarhöfundi, heldur slá hjörtu okkar í takt. Loftslagsmál eru sá málaflokkur sem maðurinn hefur ekki náð tökum á, þróunin fer versnandi og ef ekki verður fyrir samhent átak allra þjóða heimsins þá endar vegferð mannkyns mun fyrr en áætlað var. Í þessu samhengi er vel hægt að skilja upphaf greinar Þrastar, um vitgranna leiðtoga, sem t.d. afneita nýgerðu Parísarsamkomulagi. Eftir þetta kemur að mengandi laxeldi í flestum fjörðum Íslands. Þar missir Þröstur flugið. Orðrétt segir hann m.a. um laxeldisuppbygginguna: „...sem miða að því að fylla sem flesta firði landsins mengandi laxeldi“. Það skal fyrst nefna að í reglugerð, sem gefin var út af Guðna Ágústssyni, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var stærsta skref við verndun villtra laxastofna tekið frá upphafi íslenskrar stjórnsýslu. Það var gert með því að loka bróðurparti allrar íslenskrar strandlengju fyrir sjóeldi. Ég gef mér að Þröstur hafi einfaldlega ekki vitað þetta, varla fer virðulegur hagfræðingur vísvitandi með rangt mál. En stundum helgar tilgangurinn meðalið, þegar tilfinningar blandast skoðunum. Þröstur rekur ættir sínar til Hornstranda. Eitthvað segir mér að ábúendur Hornstranda, áður en byggð horaðist af, hefðu horft hýrum augum til atvinnuuppbyggingar, eins og laxeldis. Svona rifna ræturnar frá mönnum. En það er um að gera að faðma kerfilinn á Hornströndum, umvafinn hungruðum forfeðrum, á meðan maður rúntar um á fjór- eða sexhjólinu sínu og hrópar: „Einstakt!“ Þá er skemmtilegt að segja frá því að fjór- og sexhjólin sniglast um í friðlandinu. Ekkert fiskeldi er hins vegar ráðgert í friðlandinu, og engar hugmyndir hafa heyrst um slíkt. Samkvæmt reglugerð er mögulegt að sækja um sjóeldi í Jökulfjörðum Ísafjarðardjúps, sem eru ekki partur af friðlandi Hornstranda. Þröstur er því leiðréttur um þetta. Þröstur fullyrðir að iðnaðurinn sé mengandi og slíkt verður ekki lesið öðruvísi en í samhengi við fyrri hluta greinar Þrastar. Er Þröstur virkilega svo illa áttaður í málinu að hann veit ekki að laxeldi er líkast til umhverfisvænsti matvælaiðnaður sem til er, sé litið til útblásturs og kolefnisspora. Sjóeldi er nútímaleg matvælaframleiðsla, ábyrgur iðnaður, sem getur vel verið ein af lausnum mannkyns við að fæða fleiri munna í sátt við umhverfi og framtíð. Með vísan í áhyggjur Þrastar um umhverfisspillingu og vitlausa menn, vil ég benda á að líkast til eru fáar matvælagreinar jafn lofandi fyrir framtíðina. Staðreyndin er sú að Vestfirðir, suður- og norðursvæði, eru opnir fyrir sjóeldi. Í gildi eru reglugerðir og lög, sem heimila atvinnustarfsemina, svo lengi sem hún rúmast innan sömu laga og reglna. Til þess að fá starfsleyfi, þarf umsækjandinn m.a. að standast umhverfismat, faglega unnið mat vísindamanna, sem segir til um hvort starfsemi hafi, allt frá verulegum til óverulegra, áhrif á umhverfið. Þröstur gleymir að minnast á það. Fiskeldi á Vestfjörðum hefur virkað sem kraftaverkalyf á byggðarlög, sem heltekin voru af hrörnunarsjúkdómi. Sá sem hefur vaknað eldsnemma á Bíldudal, fundið driftina í mannlífinu á leið til vinnu, orkuna, hamarshöggin og baráttuna um lausu bílastæðin, skilur hvað fiskeldi hefur fært inn í vestfirskt samfélag, líf, vöxt og menningu. Þröstur segir í grein sinni að fiskeldi skili sáralitlum virðisauka, en auki einungis útgjöld og mengun. Í dag eru 180 bein störf í kringum fiskeldi á Vestfjörðum, skattspor nær milljarði. Í áætlunum fiskeldisfyrirtækja er gert ráð fyrir 700-800 beinum störfum – sé miðað við að varfærnislegt burðarþol Hafrannsóknastofnunar verði nýtt. Í verðmætum má reikna með 60 milljörðum í útflutningstekjur. Menntun og rannsóknir tengdar sjóeldi munu aukast á svæðinu. Afleidd þjónusta mun vaxa samhliða fiskeldi. Í fáum orðum er hér um nútímalega og ábyrga byltingu að ræða, á svæði sem er efnahagslega og lýðfræðilega kalt. Að fullyrða, eins og Þröstur gerir, að fiskeldi muni engu skila inn á Vestfjarðasvæðið, er eins og að fullyrða að stærri atvinnugreinar eins og m.a. stórútgerð og ferðaþjónusta, skili engu inn á stórhöfuðborgarsvæðið, þar sem Þröstur býr. Það getur vel verið að Jökulfirðir verði ekki fiskeldissvæði á Vestfjörðum. Sjálfur gæti ég verið hlynntur slíkri ákvörðun. Framundan er vinna við sameiginlegt svæðisskipulag á Vestfjörðum. Þar verður m.a. leitt í ljós hvernig menn ná sameiginlegri sýn á nýtingu Ísafjarðardjúpsins, og þá Jökulfjarða. Það getur vel orðið niðurstaða að Jökulfirðir fái annað hlutverk í framtíð Vestfjarða. En það verður tæpast á þeim forsendum að fiskeldi sé svo mengandi. Slíkar ákvarðanir þurfa að byggja á staðreyndum og rökum. Staðreyndin er sú að Vestfirðir eru leiðandi afl í umhverfismálum á Íslandi, sem stóriðjulaus fjórðungur, þar sem öll sveitarfélögin eru silfurvottuð af umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck. Útblástur og kolefnisspor eru byssan með kúlunni, sem ógnar framtíð jarðar. Þröstur hefur eðlilega áhyggjur. Það er því með vestfirsku faðmlagi, sem hann er upplýstur um að Vestfirðir eru stóriðjulausir og hafa ákveðið að vera það í framtíðinni. Sá sem selur framtíð jarðarinnar fyrir 30 silfurpeninga gerir tilkall til ógæfusama lærisveinsins. Sá sem skrifar gegn betri vitund gerir einnig tilkall til ógæfunnar. Svo eru aðrir að vinna hörðum höndum að uppbyggingu fjórðungs, sem hefur farið halloka síðustu áratugi, á ábyrgan og umhverfisvænan hátt. Hafna stóriðju og lifa í langtímasambandi við land og láð. Þeir svara kallinu Símon og eru að byggja upp öfluga kirkju á Vestfjörðum, svona ef menn þurfa að blæta með biblíuna. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun