Meintir einræðistilburðir Macron Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. júlí 2017 07:00 Emmanuel Macron Frakklandsforseti, eða Júpíter eins og hann er gjarnan kallaður í frönskum fjölmiðlum, hélt ræðu í Versölum í gær. Nordicphotos/AFP „Macron fer yfir strikið og reynir, líkt og einhvers konar faraó, að koma á einræði forseta,“ sagði Jean-Luc Mélénchon, formaður sósíalistaflokksins Óbeygt Frakkland, um Emmanuel Macron Frakklandsforseta í gær. Flokkur Mélénchon var einn þriggja sem sniðgengu stefnuræðu Macron í Versalahöll í gær. Þá var Mélénchon einnig einn mótframbjóðenda Macron í forsetakosningunum. Fékk hann tæp 20 prósent atkvæða. Macron lagði í gær til að þingmönnum Frakklands yrði fækkað um þriðjung. Yrðu þannig 385 í fulltrúadeildinni í stað 577 og 232 í öldungadeildinni í stað 348. „Þannig munum við gera ríkisstjórnina skilvirkari og koma Frakklandi á nýja og róttæka leið,“ sagði forsetinn. Í ljósi úrslita forsetakosninganna sem og þingmeirihlutans sem bandamenn forsetans fengu í nýliðnum þingkosningum sagðist forsetinn telja sig hafa umboð til að gera róttækar breytingar á frönsku stjórnkerfi. Sagði hann að ef þingið myndi ekki samþykkja ofangreindar breytingar innan árs myndi forsetinn efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Hingað til hefur verklag verið ofar niðurstöðum, reglur ofar frumkvæði og það að sjúga spena skattgreiðenda verið ofar sanngirni,“ sagði Macron og bætti því við að hann myndi endurreisa virðingu Frakklands. Fækkun þingmanna er þó ekki eina málið sem Macron setti á dagskrá í gær. Ætlar hann einnig að breyta kosningakerfi landsins með það að markmiði að fjöldi kjörinna þingmanna endurspegli betur skoðanir almennings. Þá ætlar Macron að aflétta neyðarástandinu sem ríkt hefur í landinu frá hryðjuverkaárásunum í París í síðasta lagi í haust. Mélénchon var einkar harðorður í garð forsetans í gær. Auk þess sem áður segir líkti hann Macron við Napóleon Bónaparte í Facebook-færslu sinni.Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf Fleiri eru þó ósáttir við forsetann en Mélénchon. Á forsíðu franska fréttablaðsins Libération í gær mátti sjá Macron í líki rómverska goðsins Júpíters þar sem hann handlék eldingar. Lýsti blaðið áhyggjum sínum af því að fundur Macron í Versölum væri nýjasta dæmið um alræðishyggjuna sem byggi innra með forsetanum. Hefur valið á fundarstað einnig verið gagnrýnt. Macron er þó ekki fyrsti forsetinn til að kalla þing saman í Versölum, höll Loðvíks fjórtánda Frakklandskonungs. Gerði FranÇois Hollande slíkt hið sama eftir hryðjuverkin í París og þá gerði Nicolas Sarkozy það árið 2009. Politico greinir frá því að hinn svokallaði Júpítersstíll forsetans gangi út á að stýra ríkinu af mikilli festu. Þannig hafi hann minnkað samskipti sín við fjölmiðla til muna frá því hann tók við. „Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf,“ sagði fyrrverandi aðstoðarmaður Macron í samtali við Politico. Svo virðist sem aðstoðarmaðurinn hafi rétt fyrir sér. Ef marka má könnun Reuters frá því í lok júní nýtur Macron stuðnings 64 prósenta Frakka. Skýrt dæmi um stjórnunarstíl Macron má sjá í frétt Le Monde um að Macron hyggist ekki halda blaðamannafund á Bastilludaginn, eins og hefð er fyrir að forsetar geri. Vitnaði blaðið til heimildarmanna sem sögðu Macron ekki vilja halda blaðamannafund þar sem þankagangur hans væri of flókinn fyrir fjölmiðla. Frakkland Tengdar fréttir Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32 Macron vill fækka þingmönnum um þriðjung Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. 3. júlí 2017 14:17 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
„Macron fer yfir strikið og reynir, líkt og einhvers konar faraó, að koma á einræði forseta,“ sagði Jean-Luc Mélénchon, formaður sósíalistaflokksins Óbeygt Frakkland, um Emmanuel Macron Frakklandsforseta í gær. Flokkur Mélénchon var einn þriggja sem sniðgengu stefnuræðu Macron í Versalahöll í gær. Þá var Mélénchon einnig einn mótframbjóðenda Macron í forsetakosningunum. Fékk hann tæp 20 prósent atkvæða. Macron lagði í gær til að þingmönnum Frakklands yrði fækkað um þriðjung. Yrðu þannig 385 í fulltrúadeildinni í stað 577 og 232 í öldungadeildinni í stað 348. „Þannig munum við gera ríkisstjórnina skilvirkari og koma Frakklandi á nýja og róttæka leið,“ sagði forsetinn. Í ljósi úrslita forsetakosninganna sem og þingmeirihlutans sem bandamenn forsetans fengu í nýliðnum þingkosningum sagðist forsetinn telja sig hafa umboð til að gera róttækar breytingar á frönsku stjórnkerfi. Sagði hann að ef þingið myndi ekki samþykkja ofangreindar breytingar innan árs myndi forsetinn efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Hingað til hefur verklag verið ofar niðurstöðum, reglur ofar frumkvæði og það að sjúga spena skattgreiðenda verið ofar sanngirni,“ sagði Macron og bætti því við að hann myndi endurreisa virðingu Frakklands. Fækkun þingmanna er þó ekki eina málið sem Macron setti á dagskrá í gær. Ætlar hann einnig að breyta kosningakerfi landsins með það að markmiði að fjöldi kjörinna þingmanna endurspegli betur skoðanir almennings. Þá ætlar Macron að aflétta neyðarástandinu sem ríkt hefur í landinu frá hryðjuverkaárásunum í París í síðasta lagi í haust. Mélénchon var einkar harðorður í garð forsetans í gær. Auk þess sem áður segir líkti hann Macron við Napóleon Bónaparte í Facebook-færslu sinni.Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf Fleiri eru þó ósáttir við forsetann en Mélénchon. Á forsíðu franska fréttablaðsins Libération í gær mátti sjá Macron í líki rómverska goðsins Júpíters þar sem hann handlék eldingar. Lýsti blaðið áhyggjum sínum af því að fundur Macron í Versölum væri nýjasta dæmið um alræðishyggjuna sem byggi innra með forsetanum. Hefur valið á fundarstað einnig verið gagnrýnt. Macron er þó ekki fyrsti forsetinn til að kalla þing saman í Versölum, höll Loðvíks fjórtánda Frakklandskonungs. Gerði FranÇois Hollande slíkt hið sama eftir hryðjuverkin í París og þá gerði Nicolas Sarkozy það árið 2009. Politico greinir frá því að hinn svokallaði Júpítersstíll forsetans gangi út á að stýra ríkinu af mikilli festu. Þannig hafi hann minnkað samskipti sín við fjölmiðla til muna frá því hann tók við. „Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf,“ sagði fyrrverandi aðstoðarmaður Macron í samtali við Politico. Svo virðist sem aðstoðarmaðurinn hafi rétt fyrir sér. Ef marka má könnun Reuters frá því í lok júní nýtur Macron stuðnings 64 prósenta Frakka. Skýrt dæmi um stjórnunarstíl Macron má sjá í frétt Le Monde um að Macron hyggist ekki halda blaðamannafund á Bastilludaginn, eins og hefð er fyrir að forsetar geri. Vitnaði blaðið til heimildarmanna sem sögðu Macron ekki vilja halda blaðamannafund þar sem þankagangur hans væri of flókinn fyrir fjölmiðla.
Frakkland Tengdar fréttir Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32 Macron vill fækka þingmönnum um þriðjung Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. 3. júlí 2017 14:17 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32
Macron vill fækka þingmönnum um þriðjung Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. 3. júlí 2017 14:17