Macron vill fækka þingmönnum um þriðjung Atli Ísleifsson skrifar 3. júlí 2017 14:17 Frakklandsforseti ávarpaði þingmenn beggja deilda franska þingsins í dag. Vísir/AFP Emmanuel Macron Frakklandsforseti vill fækka fulltrúum í báðum deildum franska þingsins um þriðjung. Þetta kom fram í ræðu forsetans við Versalahöll í dag þar sem hann ávarpaði þingmenn beggja deilda franska þingsins. Macron sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. Fækkun þingmanna myndi hafa jákvæð áhrif á starfsemi þingsins. „Fram til þessa höfum við verið á rangri braut, við höfum tekið reglur fram fyrir frumkvæði,“ sagði forsetinn. Forsetinn sagði að ef tillögur hans yrðu ekki samþykktar á sjálfu þinginu innan eins árs myndi hann boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Macron hafði betur gegn Marine Le Pen, leiðtoga frönsku Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð frönsku forsetakosninganna í byrjun mánaðar. La Republique En Marche Party, flokkur Macron, vann svo mikinn sigur í þingkosningunum í síðasta mánuði og náði þar 308 þingsætum af 577 mögulegum. 348 þingmenn eiga sæti í öldungadeild eða efri deild franska þingsins. Macron greindi einnig frá því að hann ætli sér síðar á árinu að aflétta því neyðarástandi sem komið var á í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar í nóvember 2015. Frakkland Tengdar fréttir Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti vill fækka fulltrúum í báðum deildum franska þingsins um þriðjung. Þetta kom fram í ræðu forsetans við Versalahöll í dag þar sem hann ávarpaði þingmenn beggja deilda franska þingsins. Macron sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. Fækkun þingmanna myndi hafa jákvæð áhrif á starfsemi þingsins. „Fram til þessa höfum við verið á rangri braut, við höfum tekið reglur fram fyrir frumkvæði,“ sagði forsetinn. Forsetinn sagði að ef tillögur hans yrðu ekki samþykktar á sjálfu þinginu innan eins árs myndi hann boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Macron hafði betur gegn Marine Le Pen, leiðtoga frönsku Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð frönsku forsetakosninganna í byrjun mánaðar. La Republique En Marche Party, flokkur Macron, vann svo mikinn sigur í þingkosningunum í síðasta mánuði og náði þar 308 þingsætum af 577 mögulegum. 348 þingmenn eiga sæti í öldungadeild eða efri deild franska þingsins. Macron greindi einnig frá því að hann ætli sér síðar á árinu að aflétta því neyðarástandi sem komið var á í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar í nóvember 2015.
Frakkland Tengdar fréttir Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32