Færibandafólkið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. júlí 2017 10:41 Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hefur þvertekið fyrir að til standi að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann. Fram kom í Fréttablaðinu í vikunni að starfsfólk MR óttaðist að uppi væru áætlanir um slíkt. Virðist það einkum byggt á samtölum við starfsfólk menntamálaráðuneytisins og þeirri staðreynd að staða rektors MR hefur enn ekki verið auglýst þrátt fyrir að meira en mánuður sé síðan fráfarandi rektor sagði starfi sínu lausu. Er nema von að starfsfólk tvístígi þegar skólastarfinu er sýnt slíkt tómlæti? Ekki er gott að segja hvað menntamálaráðherra gengur til, en við verðum að taka orð hans trúanleg um að ekki standi til að sameina skólana tvo. Það væri sannkölluð synd og enn til þess að draga úr fjölbreytni í skólakerfinu eftir innleiðingu þriggja ára framhaldsskólanáms og samræmingu námsskráa. Við þurfum alla skólana; Fjölbraut í Breiðholti, Menntaskólann á Akureyri, Verzlunarskólann, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Menntaskólann á Egilsstöðum og svo mætti lengi telja. Auðvitað á ekki að blása á rekstrarsjónarmið í skólakerfinu frekar en annars staðar. Hins vegar eigum við að forðast að steypa alla í sama mót. Nóg er einsleitnin samt í okkar ríflega 300 þúsund manna samfélagi. Menntaskólinn í Reykjavík er elsta menntastofnun landsins og á rætur sínar að rekja til ársins 1056. Í skólann hafa gengið mörg þekktustu nöfn þjóðarsögunnar. Skólastarfið og byggingin eru samofin íslenskri sögu, en það var á hátíðarsal skólans sem Jón Sigurðsson mælti hin fleygu orð: „Vér mótmælum allir.“ Kvennaskólinn í Reykjavík á sér sömuleiðis merka sögu og hefur skýra sérstöðu sem skóli sem stofnaður var af þeirri hugsjón að efla menntun kvenna. Þar var mörkuð mikilvæg varða í kvenréttindabaráttuna sem enn stendur. MR og Kvennó eru ekki merkilegri en aðrir skólar. Þeir hafa hins vegar sín karaktereinkenni sem frekar ætti að ýta undir en bæla niður. Varla er líklegt að einhverjum dytti í hug að sameina bresku skólana Eton og Harrow, eða háskólana Harvard og Yale í Bandaríkjunum. Rökin fyrir því eru augljós. Það á ekki að vera markmið skólastarfs að framleiða fullorðna einstaklinga á færibandi. Þvert á móti á skólastarfið að vera nógu fjölbreytt og sveigjanlegt til að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Þannig auðgast mannlífið og hver og einn fær tækifæri til að láta ljós sitt skína. Árangur íslenskra stúdenta í erlendum skólum ber þess vitni að hingað til hafi okkur tekist ágætlega upp í þessum efnum þrátt fyrir mannfæðina. Því er eðlilegt að spyrja hvers vegna yfirvöldum menntamála virðist svo mikið í mun að steypa alla í sama mót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hefur þvertekið fyrir að til standi að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann. Fram kom í Fréttablaðinu í vikunni að starfsfólk MR óttaðist að uppi væru áætlanir um slíkt. Virðist það einkum byggt á samtölum við starfsfólk menntamálaráðuneytisins og þeirri staðreynd að staða rektors MR hefur enn ekki verið auglýst þrátt fyrir að meira en mánuður sé síðan fráfarandi rektor sagði starfi sínu lausu. Er nema von að starfsfólk tvístígi þegar skólastarfinu er sýnt slíkt tómlæti? Ekki er gott að segja hvað menntamálaráðherra gengur til, en við verðum að taka orð hans trúanleg um að ekki standi til að sameina skólana tvo. Það væri sannkölluð synd og enn til þess að draga úr fjölbreytni í skólakerfinu eftir innleiðingu þriggja ára framhaldsskólanáms og samræmingu námsskráa. Við þurfum alla skólana; Fjölbraut í Breiðholti, Menntaskólann á Akureyri, Verzlunarskólann, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Menntaskólann á Egilsstöðum og svo mætti lengi telja. Auðvitað á ekki að blása á rekstrarsjónarmið í skólakerfinu frekar en annars staðar. Hins vegar eigum við að forðast að steypa alla í sama mót. Nóg er einsleitnin samt í okkar ríflega 300 þúsund manna samfélagi. Menntaskólinn í Reykjavík er elsta menntastofnun landsins og á rætur sínar að rekja til ársins 1056. Í skólann hafa gengið mörg þekktustu nöfn þjóðarsögunnar. Skólastarfið og byggingin eru samofin íslenskri sögu, en það var á hátíðarsal skólans sem Jón Sigurðsson mælti hin fleygu orð: „Vér mótmælum allir.“ Kvennaskólinn í Reykjavík á sér sömuleiðis merka sögu og hefur skýra sérstöðu sem skóli sem stofnaður var af þeirri hugsjón að efla menntun kvenna. Þar var mörkuð mikilvæg varða í kvenréttindabaráttuna sem enn stendur. MR og Kvennó eru ekki merkilegri en aðrir skólar. Þeir hafa hins vegar sín karaktereinkenni sem frekar ætti að ýta undir en bæla niður. Varla er líklegt að einhverjum dytti í hug að sameina bresku skólana Eton og Harrow, eða háskólana Harvard og Yale í Bandaríkjunum. Rökin fyrir því eru augljós. Það á ekki að vera markmið skólastarfs að framleiða fullorðna einstaklinga á færibandi. Þvert á móti á skólastarfið að vera nógu fjölbreytt og sveigjanlegt til að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Þannig auðgast mannlífið og hver og einn fær tækifæri til að láta ljós sitt skína. Árangur íslenskra stúdenta í erlendum skólum ber þess vitni að hingað til hafi okkur tekist ágætlega upp í þessum efnum þrátt fyrir mannfæðina. Því er eðlilegt að spyrja hvers vegna yfirvöldum menntamála virðist svo mikið í mun að steypa alla í sama mót.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun