Fótbolti

EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frakkar nældu sér í stigin þrjú með marki úr vítaspyrnu sem skiptar skoðanir eru um.
Frakkar nældu sér í stigin þrjú með marki úr vítaspyrnu sem skiptar skoðanir eru um. Vísir/Garðar Kjartansson
Stelpurnar okkar skildu allt sitt eftir á vellinum í Tilburg í gær en það dugði ekki til í 1-0 tapi gegn Frökkum. Í þætti dagsins er frammistaða Íslands krufin og víða komið við.

Freyr Alexandersson fór „all in“ og henti öllum nýliðunum í byrjunarliðið. Ítalski dómarinn var í bullinu hvort sem var í dómgæslu gagnvart okkar konum eða þeim frönsku og fann aldrei línu. Hverjir eru möguleikar Íslands í framhaldinu?

Kolbeinn Tumi og Tómas Þór voru svekktir og sárir og höfðu ýmislegt um leikinn í gærkvöldi að segja.

Beðist er velvirðingar á hljóðinu í þættinum.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×