Agla María: Allir með fókusinn á næsta leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júlí 2017 22:36 Agla María Albertsdóttir. vísir/vilhelm Agla María Albertsdóttir er ein af nýliðum íslenska landsliðsins og hafði hún aðeins byrjað tvo leiki fyrir Ísland fyrir leikinn í kvöld. Hún var ein af þremur nýliðum í byrjunarliðinu þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Frökkum á Evrópumótinu í Hollandi. „Það var bara mjög skemmtilegt, ég var mjög ánægð með það,“ sagði Agla María þegar Kolbeinn Tumi Daðason, fréttamaður 365 í Hollandi, spurði hana út í hvernig það hefði verið að byrja þennan leik. Agla María sagðist engan veginn hafa átt von á því að fá byrjunarliðssæti en er klár í öll verkefni sem landsliðsþjálfarinn setur henni fyrir hendur. Snemma í seinni hálfleik var Agla María „jörðuð“ af leikmanni Frakklands án þess að fá neitt dæmt. Það var eitt af fleiri atvikum þar sem dómarinn hefði getað gert betur að mati Öglu. „Já, hún keyrði bara eiginlega yfir mig. Það var alveg hægt að dæma á þetta. Þessi dómari hefði alveg getað dæmt á ýmislegt fleira. Fanndís, bara klárt víti. Ég sá ekki einu sinni hvað gerðist í vítinu hjá þeim.“ Hvernig er stemmingin í klefanum eftir tapið?: „Það eru allir með fókusinn á næsta leik og við ætlum bara að taka þrjú stig þar. Við ætlum að komast upp úr þessum riðli, það er engin spurning.“ „Þetta á að vera besta liðið í riðlinum, en hin liðin eru mjög góð þannig að við verðum bara að fara af sama krafti inn í þá leiki.“ Íslenskir stuðningsmenn voru frábærir í kvöld og voru í miklum meirihluta. Agla María sagði það hafa verið frábært að finna fyrir stuðningnum og sjá foreldra sína uppi í stúkunni. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Agla María Albertsdóttir er ein af nýliðum íslenska landsliðsins og hafði hún aðeins byrjað tvo leiki fyrir Ísland fyrir leikinn í kvöld. Hún var ein af þremur nýliðum í byrjunarliðinu þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Frökkum á Evrópumótinu í Hollandi. „Það var bara mjög skemmtilegt, ég var mjög ánægð með það,“ sagði Agla María þegar Kolbeinn Tumi Daðason, fréttamaður 365 í Hollandi, spurði hana út í hvernig það hefði verið að byrja þennan leik. Agla María sagðist engan veginn hafa átt von á því að fá byrjunarliðssæti en er klár í öll verkefni sem landsliðsþjálfarinn setur henni fyrir hendur. Snemma í seinni hálfleik var Agla María „jörðuð“ af leikmanni Frakklands án þess að fá neitt dæmt. Það var eitt af fleiri atvikum þar sem dómarinn hefði getað gert betur að mati Öglu. „Já, hún keyrði bara eiginlega yfir mig. Það var alveg hægt að dæma á þetta. Þessi dómari hefði alveg getað dæmt á ýmislegt fleira. Fanndís, bara klárt víti. Ég sá ekki einu sinni hvað gerðist í vítinu hjá þeim.“ Hvernig er stemmingin í klefanum eftir tapið?: „Það eru allir með fókusinn á næsta leik og við ætlum bara að taka þrjú stig þar. Við ætlum að komast upp úr þessum riðli, það er engin spurning.“ „Þetta á að vera besta liðið í riðlinum, en hin liðin eru mjög góð þannig að við verðum bara að fara af sama krafti inn í þá leiki.“ Íslenskir stuðningsmenn voru frábærir í kvöld og voru í miklum meirihluta. Agla María sagði það hafa verið frábært að finna fyrir stuðningnum og sjá foreldra sína uppi í stúkunni.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45