
Myndir frá svekkjandi tapi: Stelpurnar fundu fólkið sitt í stúkunni í Tilburg

Eina markið kom úr vítaspyrnu á 85. mínútu sem stelpurnar voru verulega ósáttar með enda var brotið á Fanndísi Friðriksdóttur í fyrri hálfleik innan teigs.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum í Tilburg í dag og tók þessar glæsilegu myndir af stelpunum okkar og áhorfendum á leiknum.
Umfjöllun um leikinn má lesa hér, einkunnir leikmanna eru hér og á EM-síðunni má finna allt efni kvöldsins.
Tengdar fréttir

Ingibjörg: Er svo stolt af því að vera Íslendingur
Ingibjörg Sigurðardóttir, hin ungi miðvörður íslenska liðsins, gaf ekkert eftir í baráttunni við hina reynslumiklu Eugénie Le Sommer í franska landsliðinu í kvöld.

Sif: Ég trúði því ekki að hún væri að dæma víti
Sif Atladóttir átti frábæran leik í miðri vörn íslenska liðsins og var að vonum svekkt eftir að Frakkarnir náðu að tryggja sér sigur úr ódýrri vítaspyrnu í lokin. Sif tók undir það að henni liði eins og hún hafi verið rænd í þessum leik.

Dagný stóð við hliðina á samherja sínum sem fiskaði vítið: „Hún hatar ekkert leikaraskapinn“
Dagný Brynjarsdóttir sendi Amandine Henry tóninn í viðtali eftir leik en hún stóð við hliðina á íslensku landsliðskonunni.

Sara Björk: "Ég er búin að jafna mig“
Fyrirliðinn gekk ótrúlega stolt en þó ótrúlega svekkt af velli í Tilburg í kvöld.

Fjölmiðlarnir vitlausir í Hörpu og Ými eftir leik
Harpa kippti sér lítið upp við áreiti blaðamanna eftir tapið gegn Frökkum.

Fanndís: Næ því ekki hvernig hún dæmdi ekki víti í fyrri hálfleik
Fanndís Friðriksdóttir var stolt en hundsvekkt eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en hún sagði að það eina sem hefði skilið liðin að væri eitt andskotans víti.