Hlýindi í kortunum: „Það þarf bara að lifa af þennan dag í dag“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2017 15:57 Kortið fyrir næsta sunnudag er ekki svo slæmt. Margir íbúar suðvesturhornsins eru eflaust ekki par sáttir við veðurguðina í dag en þar er nú rigning og rok og varaði Veðurstofan fyrr í dag við stormi. Veðrið hefur áhrif á samgöngur þar sem flugi Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum til Reykjavíkur var frestað nú síðdegis þar sem ekki er hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Að sögn Árna Sigurðssonar, vakthafandi veðurfræðings, mun ekki lygna fyrr en seint í kvöld og þá er varað við mikilli rigningu sums staðar á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum síðdegis og fram á nótt. „Núna er hvassast með suðvesturströndinni en svo skríður þetta inn á landið og rigning sem er núna suðvestanlands mun færast austar,“ segir Árni.Stormviðvaranir í júlí ekki beint algengar Það gæti því vaxið eitthvað í ám og lækjum og bendir Árni á að göngufólk á Laugaveginum og því svæði gæti lent í mjög leiðinlegu veðri. Þar verði bæði hvassara og meira úrhelli. Aðspurður hvort að það sé algengt að Veðurstofan vari við stormi og úrhelli um miðjan júlí segir Árni svo ekki vera en allt geti þó gerst í veðrinu. Næstu daga er spáin svo betri þó að það verði kannski ekki mjög sólríkt. „Það eru hlýindi í kortunum og það verður talsvert hlýtt á morgun, þá sérstaklega á Norðausturlandi. Langtímaspáin segir svo að það muni lægja og það verði mikið hægviðri þegar það kemur fram á fimmtudag og föstudag. Það verður því víða skaplegt veður, hægur vindur og hámarkshiti gæti farið í 20 stig víða um land svona frá fimmtudegi til laugardags og jafnvel á sunnudag. Þannig að þarf bara að lifa af þennan dag í dag,“ segir Árni.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Gengur í suðaustan 10-23 m/s með ringingu sunnan- og vestanlands, hvassast við suðvesturströndina. Talsverð rigning suðvestanlands en mikil á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum en þurrt um landið norðaustanvert.Snýst í mun hægari suðvestlæga átt suðvestantil undir miðnætti. Suðaustan 10-15 á morgun, en hægari vestantil. Rigning sunnan- og síðan einnig vestanlands síðdegis, en lengst af bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig í dag hlýjast norðaustantil, en hiti sums staðar að 25 stigum norðaustanlands á morgun.Á fimmtudag:Austan og suðaustan 5-10 og víða lítilsháttar væta af og til, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast norðaustanlands.Á föstudag, laugardag og sunnudag:Hægviðri og skýjað en yfirleitt úrkomulítið. Hiti víða að 20 stigum í innsveitum.Á mánudag:Líklega fremur hæg suðlæg átt með lítilsháttar vætu. Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Margir íbúar suðvesturhornsins eru eflaust ekki par sáttir við veðurguðina í dag en þar er nú rigning og rok og varaði Veðurstofan fyrr í dag við stormi. Veðrið hefur áhrif á samgöngur þar sem flugi Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum til Reykjavíkur var frestað nú síðdegis þar sem ekki er hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Að sögn Árna Sigurðssonar, vakthafandi veðurfræðings, mun ekki lygna fyrr en seint í kvöld og þá er varað við mikilli rigningu sums staðar á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum síðdegis og fram á nótt. „Núna er hvassast með suðvesturströndinni en svo skríður þetta inn á landið og rigning sem er núna suðvestanlands mun færast austar,“ segir Árni.Stormviðvaranir í júlí ekki beint algengar Það gæti því vaxið eitthvað í ám og lækjum og bendir Árni á að göngufólk á Laugaveginum og því svæði gæti lent í mjög leiðinlegu veðri. Þar verði bæði hvassara og meira úrhelli. Aðspurður hvort að það sé algengt að Veðurstofan vari við stormi og úrhelli um miðjan júlí segir Árni svo ekki vera en allt geti þó gerst í veðrinu. Næstu daga er spáin svo betri þó að það verði kannski ekki mjög sólríkt. „Það eru hlýindi í kortunum og það verður talsvert hlýtt á morgun, þá sérstaklega á Norðausturlandi. Langtímaspáin segir svo að það muni lægja og það verði mikið hægviðri þegar það kemur fram á fimmtudag og föstudag. Það verður því víða skaplegt veður, hægur vindur og hámarkshiti gæti farið í 20 stig víða um land svona frá fimmtudegi til laugardags og jafnvel á sunnudag. Þannig að þarf bara að lifa af þennan dag í dag,“ segir Árni.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Gengur í suðaustan 10-23 m/s með ringingu sunnan- og vestanlands, hvassast við suðvesturströndina. Talsverð rigning suðvestanlands en mikil á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum en þurrt um landið norðaustanvert.Snýst í mun hægari suðvestlæga átt suðvestantil undir miðnætti. Suðaustan 10-15 á morgun, en hægari vestantil. Rigning sunnan- og síðan einnig vestanlands síðdegis, en lengst af bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig í dag hlýjast norðaustantil, en hiti sums staðar að 25 stigum norðaustanlands á morgun.Á fimmtudag:Austan og suðaustan 5-10 og víða lítilsháttar væta af og til, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast norðaustanlands.Á föstudag, laugardag og sunnudag:Hægviðri og skýjað en yfirleitt úrkomulítið. Hiti víða að 20 stigum í innsveitum.Á mánudag:Líklega fremur hæg suðlæg átt með lítilsháttar vætu.
Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira