Liðin mættust vissulega í fyrsta leik riðilsins á EM 2009 og Frakkar unnu 3-1. Ísland skoraði vissulega fyrsta markið í leiknum. Þá hafa liðin mæst níu sinnum, Frakkar unnið sjö, gert eitt jafntefli og tapað einu sinni. En fjórða staðreyndin er út úr kortinu.
Þar segir að Dagný Brynjarsdóttir sé þriggja barna móðir. Ekki nóg með það heldur sé hún að fara að spila á EM aðeins fimm mánuðum eftir að þriðja barn hennar fæddist.

Svo sem ekki leiðum að líkjast fyrir Dagnýju sem verður að öllum líkindum á miðjunni með Söru Björk Gunnarsdóttur í leiknum gegn Frökkum í kvöld.