Þekkir ráðherra eigin stefnu? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 17. júlí 2017 09:00 Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra gerði mér þann heiður að svara skrifum mínum á þessum vettvangi í síðustu viku. Þorsteinn er ósáttur við að ég skuli benda á að ríkisstjórn hans hugi ekki fyrst og fremst að þeim sem verst hafa það. Þorsteinn virðist reyndar eitthvað misskilja grein mína, þar sem hann segir mig telja „að við völd sé ríkisstjórn sem ætli sér ekki að bæta kjör þeirra verst settu.“ Ekki einu sinni núverandi ríkisstjórn mundi vera svo ósvífin að gera ekkert fyrir þau verst settu. Það að ætla að gera eitthvað, segir hins vegar ekkert um hverjar áherslurnar eru. Stjórnmál snúast að stórum hluta til um forgangsröðun og hvergi birtist forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar betur en í nýsamþykktri fjármálastefnu. Þar hefur ríkisstjórnin lagt línurnar fyrir næstu fimm ár. Miðað við orð Þorsteins vaknar sú spurning hvort ráðherra þekki ekki stefnu eigin ríkisstjórnar. Því hvað er þar að finna? Jú, þak er sett á ríkisútgjöld þannig að þau verða að vera ákveðið hlutfall af vergri landsframleiðslu. Sem sagt, dragist landsframleiðsla saman verður að draga úr ríkisútgjöldum. Með öðrum orðum er gert ráð fyrir að efnahagslífið bólgni áfram út, gerist slíkt ekki þarf einfaldlega að draga úr ríkisútgjöldum. Þorsteinn segir að velferðin sé í forgangi hjá núverandi ríkisstjórn og kemur m.a. inn á bótakerfið. Í því samhengi er ágætt að skoða hækkun lífeyris almannatrygginga í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en áætlað er að hún verði á bilinu 3,1 til 4,8% á tímabilinu 2018 til 2022. Og hvað þýðir það? Jú, ef við gefum okkur 4,8% hækkun þá þýðir það að óskertur örorku- og endurhæfingarlífeyrir mun hækka í um 239 þúsund krónur á mánuði í byrjun árs 2018. Og það, kæri Þorsteinn, er ekki nóg. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar ekki að beita skattkerfinu sem jöfnunartæki. Að láta þau sem betur hafa það leggja meira til samneyslunnar. Að afla tekna til að bæta hag þeirra verst settu. Það væri alvöru velferð.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra gerði mér þann heiður að svara skrifum mínum á þessum vettvangi í síðustu viku. Þorsteinn er ósáttur við að ég skuli benda á að ríkisstjórn hans hugi ekki fyrst og fremst að þeim sem verst hafa það. Þorsteinn virðist reyndar eitthvað misskilja grein mína, þar sem hann segir mig telja „að við völd sé ríkisstjórn sem ætli sér ekki að bæta kjör þeirra verst settu.“ Ekki einu sinni núverandi ríkisstjórn mundi vera svo ósvífin að gera ekkert fyrir þau verst settu. Það að ætla að gera eitthvað, segir hins vegar ekkert um hverjar áherslurnar eru. Stjórnmál snúast að stórum hluta til um forgangsröðun og hvergi birtist forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar betur en í nýsamþykktri fjármálastefnu. Þar hefur ríkisstjórnin lagt línurnar fyrir næstu fimm ár. Miðað við orð Þorsteins vaknar sú spurning hvort ráðherra þekki ekki stefnu eigin ríkisstjórnar. Því hvað er þar að finna? Jú, þak er sett á ríkisútgjöld þannig að þau verða að vera ákveðið hlutfall af vergri landsframleiðslu. Sem sagt, dragist landsframleiðsla saman verður að draga úr ríkisútgjöldum. Með öðrum orðum er gert ráð fyrir að efnahagslífið bólgni áfram út, gerist slíkt ekki þarf einfaldlega að draga úr ríkisútgjöldum. Þorsteinn segir að velferðin sé í forgangi hjá núverandi ríkisstjórn og kemur m.a. inn á bótakerfið. Í því samhengi er ágætt að skoða hækkun lífeyris almannatrygginga í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en áætlað er að hún verði á bilinu 3,1 til 4,8% á tímabilinu 2018 til 2022. Og hvað þýðir það? Jú, ef við gefum okkur 4,8% hækkun þá þýðir það að óskertur örorku- og endurhæfingarlífeyrir mun hækka í um 239 þúsund krónur á mánuði í byrjun árs 2018. Og það, kæri Þorsteinn, er ekki nóg. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar ekki að beita skattkerfinu sem jöfnunartæki. Að láta þau sem betur hafa það leggja meira til samneyslunnar. Að afla tekna til að bæta hag þeirra verst settu. Það væri alvöru velferð.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun