Macron vonar að Trump vendi kvæði sínu í kross í loftslagsmálum Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2017 09:16 Vel virtist fara á með Macron og Trump þegar sá síðarnefndi heimsótti Frakkland fyrir helgi. Vísir/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist vongóður um að Donald Trump Bandaríkjaforseti snúi við ákvörðun sinni um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu eftir opinbera heimsókn hans á þjóðhátíðardegi Frakka. „Trump sagði mér að hann myndi reyna að finna lausn á næstu mánuðum. Við ræddum ítarlega um hvað gæti fengið hann til að ganga aftur inn í Parísarsamkomulagið,“ sagði Macron við franska dagblaðið Le Journal du Dimanche og Reuters-fréttastofan hefur eftir. Trump tilkynnti um þá ákvörðun sína að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu sem er ætlað að stemma stigu við losun á gróðurhúsalofttegundum til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga 1. júní.Draga tennurnar úr loftslagsaðgerðum Obama heima fyrirJafnvel þó að Macron telji hugsanlegt að Trump hætti við að hætta þá hafa aðgerðir Bandaríkjastjórnar fram að þessu gert áframhaldandi þátttöku hennar í Parísarsamkomulaginu nær merkingarlausa. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur þegar gripið til aðgerða til þess að snúa við loftslagsaðgerðum sem voru hafnar í stjórnartíð Baracks Obama, þar á meðal viðmiðum um losun gróðurhúsalofttegunda. Trump hefur einnig ítrekað lýst yfir vilja sínum til að endurlífga kolaiðnaðinn í Bandaríkjunum sem hefur átt verulega undir högg að sækja. Forsetinn og bandamenn hans telja ástæðuna íþyngjandi reglur, þar á meðal vegna loftslagsaðgerða. Raunverulega segja sérfræðingar að kol hafi einfaldlega orðið undir í samkeppninni við ódýrt jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30 Trump lék á als oddi í París og gefur Parísarsamkomulaginu undir fótinn Hann var heiðursgestur Emmanuel Macron á þjóðhátíðardegi Frakka í dag en forsetarnir eru sammála um að þjóðirnar eigi margt sameiginlegt. 14. júlí 2017 20:30 Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna mátti ekki fresta gildistöku viðmiða um loftmengun sem voru ákveðin í tíð Baracks Obama. Úrskurður áfrýjunardómstóls þessa efni gæti torveldað ríkisstjórn Donalds Trump að afnema reglur og viðmið sem stofnanir komu á áður hún tók við völdum. 3. júlí 2017 23:22 Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist vongóður um að Donald Trump Bandaríkjaforseti snúi við ákvörðun sinni um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu eftir opinbera heimsókn hans á þjóðhátíðardegi Frakka. „Trump sagði mér að hann myndi reyna að finna lausn á næstu mánuðum. Við ræddum ítarlega um hvað gæti fengið hann til að ganga aftur inn í Parísarsamkomulagið,“ sagði Macron við franska dagblaðið Le Journal du Dimanche og Reuters-fréttastofan hefur eftir. Trump tilkynnti um þá ákvörðun sína að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu sem er ætlað að stemma stigu við losun á gróðurhúsalofttegundum til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga 1. júní.Draga tennurnar úr loftslagsaðgerðum Obama heima fyrirJafnvel þó að Macron telji hugsanlegt að Trump hætti við að hætta þá hafa aðgerðir Bandaríkjastjórnar fram að þessu gert áframhaldandi þátttöku hennar í Parísarsamkomulaginu nær merkingarlausa. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur þegar gripið til aðgerða til þess að snúa við loftslagsaðgerðum sem voru hafnar í stjórnartíð Baracks Obama, þar á meðal viðmiðum um losun gróðurhúsalofttegunda. Trump hefur einnig ítrekað lýst yfir vilja sínum til að endurlífga kolaiðnaðinn í Bandaríkjunum sem hefur átt verulega undir högg að sækja. Forsetinn og bandamenn hans telja ástæðuna íþyngjandi reglur, þar á meðal vegna loftslagsaðgerða. Raunverulega segja sérfræðingar að kol hafi einfaldlega orðið undir í samkeppninni við ódýrt jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30 Trump lék á als oddi í París og gefur Parísarsamkomulaginu undir fótinn Hann var heiðursgestur Emmanuel Macron á þjóðhátíðardegi Frakka í dag en forsetarnir eru sammála um að þjóðirnar eigi margt sameiginlegt. 14. júlí 2017 20:30 Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna mátti ekki fresta gildistöku viðmiða um loftmengun sem voru ákveðin í tíð Baracks Obama. Úrskurður áfrýjunardómstóls þessa efni gæti torveldað ríkisstjórn Donalds Trump að afnema reglur og viðmið sem stofnanir komu á áður hún tók við völdum. 3. júlí 2017 23:22 Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36
Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30
Trump lék á als oddi í París og gefur Parísarsamkomulaginu undir fótinn Hann var heiðursgestur Emmanuel Macron á þjóðhátíðardegi Frakka í dag en forsetarnir eru sammála um að þjóðirnar eigi margt sameiginlegt. 14. júlí 2017 20:30
Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna mátti ekki fresta gildistöku viðmiða um loftmengun sem voru ákveðin í tíð Baracks Obama. Úrskurður áfrýjunardómstóls þessa efni gæti torveldað ríkisstjórn Donalds Trump að afnema reglur og viðmið sem stofnanir komu á áður hún tók við völdum. 3. júlí 2017 23:22
Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49