Tveir þýskir ferðamenn stungnir til bana í Egyptalandi Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 14. júlí 2017 20:57 Lögreglan á svæðinu hefur handtekið árásarmanninn. vísir/afp Tveir þýskir ferðamann hafa látið lífið eftir stunguárás í Hurghada í Egyptalandi. Að minnsta kosti fjórir aðrir, frá Armeníu og Tékklandi, slösuðust og hafa verið færðir á sjúkrahús til aðhlynningar. Búið er að handsama einn mann í tengslum við málið. Árásarmaðurinn var vopnaður hníf og stakk þýsku ferðamennina þrisvar sinnum í brjóstkassann. Maðurinn, sem talinn er bera ábyrgð á árásinni, er nú í haldi lögreglu og verið er að yfirheyra hann. Innanríkisráðuneyti Egyptalands staðfestir þetta við fréttamann BBC. Samkvæmt þeim upplýsingum réðst árásarmaðurinn gegn þýsku ferðamönnunum og særði tvo aðra á Zahabia hótelinu. Síðan synti hann að strönd Sunny Days El Palacio hótelsins, sem er í námunda við Zahabia hótelið, og réðst á aðrar tvær manneskju áður en starfsfólk hótelsins náði að yfirbuga hann. Ekki er vitað hvaða ástæður lágu að baki árásinni og óljóst er hvort að maðurinn sé tengdur við hryðjuverkasamtök. Ekki er komið á hreint hvort að hann sé andlega veikur. Starfsmaður Zahabia hótelsins sagði þó að hann hefði augljóslega verið að leita að erlendum einstaklingum til að meiða. Þrír ferðamenn voru stungnir á þessu sama hóteli árið 2016 af vígamönnum Íslamska ríkisins. Yfirvöld í Egyptalandi hafa undanfarið þurft að bregðast við uppreisn vígamanna ISIS á Sínaí skaganum. Þá hefur ferðamannaiðnaðurinn verið skotmark herliða í Norður Afríku undanfarin ár. Til að mynda var rússnesk farþegaflugvél skotin niður í október 2015. Í þeirri árás létust 224 farþegar flugvélarinnar. Auk þess létu 39 manns lífið og 36 slösuðust á árás sem átti sér stað á strönd í Sousse, Túnis árið 2015. Armenía Egyptaland Túnis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Tveir þýskir ferðamann hafa látið lífið eftir stunguárás í Hurghada í Egyptalandi. Að minnsta kosti fjórir aðrir, frá Armeníu og Tékklandi, slösuðust og hafa verið færðir á sjúkrahús til aðhlynningar. Búið er að handsama einn mann í tengslum við málið. Árásarmaðurinn var vopnaður hníf og stakk þýsku ferðamennina þrisvar sinnum í brjóstkassann. Maðurinn, sem talinn er bera ábyrgð á árásinni, er nú í haldi lögreglu og verið er að yfirheyra hann. Innanríkisráðuneyti Egyptalands staðfestir þetta við fréttamann BBC. Samkvæmt þeim upplýsingum réðst árásarmaðurinn gegn þýsku ferðamönnunum og særði tvo aðra á Zahabia hótelinu. Síðan synti hann að strönd Sunny Days El Palacio hótelsins, sem er í námunda við Zahabia hótelið, og réðst á aðrar tvær manneskju áður en starfsfólk hótelsins náði að yfirbuga hann. Ekki er vitað hvaða ástæður lágu að baki árásinni og óljóst er hvort að maðurinn sé tengdur við hryðjuverkasamtök. Ekki er komið á hreint hvort að hann sé andlega veikur. Starfsmaður Zahabia hótelsins sagði þó að hann hefði augljóslega verið að leita að erlendum einstaklingum til að meiða. Þrír ferðamenn voru stungnir á þessu sama hóteli árið 2016 af vígamönnum Íslamska ríkisins. Yfirvöld í Egyptalandi hafa undanfarið þurft að bregðast við uppreisn vígamanna ISIS á Sínaí skaganum. Þá hefur ferðamannaiðnaðurinn verið skotmark herliða í Norður Afríku undanfarin ár. Til að mynda var rússnesk farþegaflugvél skotin niður í október 2015. Í þeirri árás létust 224 farþegar flugvélarinnar. Auk þess létu 39 manns lífið og 36 slösuðust á árás sem átti sér stað á strönd í Sousse, Túnis árið 2015.
Armenía Egyptaland Túnis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira