Snjalltæki frá vinnuveitanda hugsanlega orðin meiri kvöð heldur en umbun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 21:30 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir nauðsynlegt að ræða um notkun snjalltækja, sem starfsmenn fá frá vinnuveitanda, utan vinnutíma. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að niðurstöður könnunar sem Maskína gerði fyrir bandalagið um snjallsímanotkun félagsmanna utan vinnutíma hafi ekki komið sér á óvart. Málið hafi verið til umræðu innan raða BHM um nokkurt skeið, ekki síst í tengslum við mikið álag sem er á félagsmönnum, og því hafi verið að ákveðið að spyrja út í það í könnun sem gerð var á meðal þeirra. Niðurstöðurnar sýna að fimmtungur þeirra sem er með snjalltæki (snjallsíma, spjaldtölvu og/eða snjallúr) frá vinnuveitanda telur að tækið hafi mikil áhrif einkalíf, það er hvíldartíma sinn eða samskipti við vini og fjölskyldu. Könnunin var gerð dagana 5. maí til 28. júní og náð til handahófsúrtaks úr félagaskrám aðildarfélaga BHM sem eru alls 27. Svarendur voru 2.232 en samtals eru um 13 þúsund manns innan raða BHM.Meira en helmingur fær oft skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan vinnutíma „Um 28% svarenda sögðust hafa snjallsíma til umráða frá vinnuveitanda sínum, 7% spjaldtölvu og hálft prósent snjallúr. Meira en helmingur þeirra svarenda sem hafa snjalltæki frá vinnuveitanda kvaðst oft eða mjög oft fá einhvers konar skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan hefðbundins vinnutíma. Um fjórðungur þeirra sagðist stundum fá slík skilaboð utan hefðbundins vinnutíma en ríflega fimmtungur sjaldan eða aldrei. Rétt er að taka fram að mjög breytilegt er eftir aðildarfélögum hversu hátt hlutfall félagsmanna hafa snjalltæki til umráða frá vinnuveitanda,“ segir í frétt á vef BHM um könnunina. Þórunn segir í samtali við Vísi að könnunin sýni að þeir sem séu með snjalltæki frá vinnuveitanda séu margir hverjir að svara í tækið og nýta í hluti tengda vinnunni utan vinnutíma.Mörkin milli einkalífs og vinnu mást út „Þá mást út þessi mörk sem flestir telja og hafa talið að þurfi að vera milli vinnunnar og einkalífsins því þetta blandast allt saman. Þetta getur verið streituvaldandi fyrir viðkomandi en getur líka haft áhrif á heimilislífið og samskipti við fjölskyldu og annað slíkt,“ segir Þórunn. Hún segir að þau hjá BHM hafi grunað að það væri vaxandi truflun af þessu fyrirkomulagi. „Það eru hvað 10 ár síðan að fyrsti iPhone-síminn leit dagsins ljós og þetta er allt að gerast mjög hratt. Það sem var einu sinni umbun og hluti af starfskjörum er meira orðið einhver kvöð. Okkur finnst að það þurfi fyrst og fremst að ræða þetta og ræða þetta á vinnumarkaði hvernig menn vilja hafa þetta því við vitum að stöðugt áreiti veldur aukinni streitu og aukin streita getur verið hættuleg fyrir heilsuna. Við getum leitt að því líkur að það hafi áhrif á velferð fólks og jafnvel fjölskyldur þeirra,“ segir Þórunn.Nauðsynlegt að efla umræðuna Hún kveðst vonast til að hægt sé að efla umræðu um þessi mál almennt enda gefi hún sér það að þetta eigi við um fleiri starfsstéttir og fleiri en þá sem séu innan BHM. Þá þurfi að rannsaka það betur hvað áhrif snjalltæki og áreitið sem fylgir þeim hafi á líf og heilsu fólks en einnig á vinnuna yfir höfuð. „Því auðvitað viljum við að fólk sinni vinnunni vel þegar það er í vinnunni en eigi hvíldartíma utan hennar.“ Kjaramál Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að niðurstöður könnunar sem Maskína gerði fyrir bandalagið um snjallsímanotkun félagsmanna utan vinnutíma hafi ekki komið sér á óvart. Málið hafi verið til umræðu innan raða BHM um nokkurt skeið, ekki síst í tengslum við mikið álag sem er á félagsmönnum, og því hafi verið að ákveðið að spyrja út í það í könnun sem gerð var á meðal þeirra. Niðurstöðurnar sýna að fimmtungur þeirra sem er með snjalltæki (snjallsíma, spjaldtölvu og/eða snjallúr) frá vinnuveitanda telur að tækið hafi mikil áhrif einkalíf, það er hvíldartíma sinn eða samskipti við vini og fjölskyldu. Könnunin var gerð dagana 5. maí til 28. júní og náð til handahófsúrtaks úr félagaskrám aðildarfélaga BHM sem eru alls 27. Svarendur voru 2.232 en samtals eru um 13 þúsund manns innan raða BHM.Meira en helmingur fær oft skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan vinnutíma „Um 28% svarenda sögðust hafa snjallsíma til umráða frá vinnuveitanda sínum, 7% spjaldtölvu og hálft prósent snjallúr. Meira en helmingur þeirra svarenda sem hafa snjalltæki frá vinnuveitanda kvaðst oft eða mjög oft fá einhvers konar skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan hefðbundins vinnutíma. Um fjórðungur þeirra sagðist stundum fá slík skilaboð utan hefðbundins vinnutíma en ríflega fimmtungur sjaldan eða aldrei. Rétt er að taka fram að mjög breytilegt er eftir aðildarfélögum hversu hátt hlutfall félagsmanna hafa snjalltæki til umráða frá vinnuveitanda,“ segir í frétt á vef BHM um könnunina. Þórunn segir í samtali við Vísi að könnunin sýni að þeir sem séu með snjalltæki frá vinnuveitanda séu margir hverjir að svara í tækið og nýta í hluti tengda vinnunni utan vinnutíma.Mörkin milli einkalífs og vinnu mást út „Þá mást út þessi mörk sem flestir telja og hafa talið að þurfi að vera milli vinnunnar og einkalífsins því þetta blandast allt saman. Þetta getur verið streituvaldandi fyrir viðkomandi en getur líka haft áhrif á heimilislífið og samskipti við fjölskyldu og annað slíkt,“ segir Þórunn. Hún segir að þau hjá BHM hafi grunað að það væri vaxandi truflun af þessu fyrirkomulagi. „Það eru hvað 10 ár síðan að fyrsti iPhone-síminn leit dagsins ljós og þetta er allt að gerast mjög hratt. Það sem var einu sinni umbun og hluti af starfskjörum er meira orðið einhver kvöð. Okkur finnst að það þurfi fyrst og fremst að ræða þetta og ræða þetta á vinnumarkaði hvernig menn vilja hafa þetta því við vitum að stöðugt áreiti veldur aukinni streitu og aukin streita getur verið hættuleg fyrir heilsuna. Við getum leitt að því líkur að það hafi áhrif á velferð fólks og jafnvel fjölskyldur þeirra,“ segir Þórunn.Nauðsynlegt að efla umræðuna Hún kveðst vonast til að hægt sé að efla umræðu um þessi mál almennt enda gefi hún sér það að þetta eigi við um fleiri starfsstéttir og fleiri en þá sem séu innan BHM. Þá þurfi að rannsaka það betur hvað áhrif snjalltæki og áreitið sem fylgir þeim hafi á líf og heilsu fólks en einnig á vinnuna yfir höfuð. „Því auðvitað viljum við að fólk sinni vinnunni vel þegar það er í vinnunni en eigi hvíldartíma utan hennar.“
Kjaramál Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira