Rakel hefur sigrast á nárameiðslunum: Ég fer með á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2017 12:30 Rakel Hönnudóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, þarf ekki að gera breytingu á EM-hópi sínum eins og hann óttaðist um eftir að Rakel Hönnudóttir meiddist í síðasta leik sínum með Breiðabliki fyrir EM. „Þetta lítur bara þokkalega vel út. Ég er mjög bjartsýn en það er búinn að vera mikill stígandi í þessu hjá mér og endurheimtin hefur gengið vel,“ sagði Rakel Hönnudóttir fyrir æfingu íslenska liðsins í dag. „Ég var mjög fljót að gera hlaupið aftur og var bara frá í þrjá daga. Ég gat þá farið að hlaupa og hjóla og er því búin að halda mér í góðu standi. Ég er síðan smá saman búin að bæta inn í sendingum og svoleiðis,“ sagði Rakel. Rakel viðurkennir að nárameiðslin hafi verið sjokk enda gátu þau varla komið á verri tíma. „Ég var ekki bjartsýn fyrstu fjóra til fimm daga. Þá var mér mest illt en um leið og ég var farin að skokka þá fór ég að hugsa að þetta gæti nú gerst. Ég er síðan mjög bjartsýn núna,“ segir Rakel. Freyr Alexandersson sagði í samtölum við fjölmiðla að hann væri farin að hugsa um að skilja Rakel eftir heima „Þetta leit kannski ekkert sérstaklega vel út hjá mér á tímabili en þetta er búið að ganga mjög vel og þá sérstaklega síðustu fimm daga,“ sagði Rakel. Hún hefur verið á sér styrktar- og sendingaæfingum og svo hefur hún alltaf verið með á öllum æfingum þegar verið er að fara yfir taktík. „Ég fer með á EM. Þetta gengur það vel.Auðvitað getur alltaf komið bakslag ef maður fer ekki varlega. Við erum því að fara varlega af stað en ég er mjög bjartsýn. Þetta gengur það vel núna að ég fer með og ég vona bara að þetta haldi áfram að ganga vel,“ sagði Rakel. Íslensku stelpurnar æfðu í síðasta sinn á Íslandi í dag en þær fljúga síðan út til Hollands á morgun. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, þarf ekki að gera breytingu á EM-hópi sínum eins og hann óttaðist um eftir að Rakel Hönnudóttir meiddist í síðasta leik sínum með Breiðabliki fyrir EM. „Þetta lítur bara þokkalega vel út. Ég er mjög bjartsýn en það er búinn að vera mikill stígandi í þessu hjá mér og endurheimtin hefur gengið vel,“ sagði Rakel Hönnudóttir fyrir æfingu íslenska liðsins í dag. „Ég var mjög fljót að gera hlaupið aftur og var bara frá í þrjá daga. Ég gat þá farið að hlaupa og hjóla og er því búin að halda mér í góðu standi. Ég er síðan smá saman búin að bæta inn í sendingum og svoleiðis,“ sagði Rakel. Rakel viðurkennir að nárameiðslin hafi verið sjokk enda gátu þau varla komið á verri tíma. „Ég var ekki bjartsýn fyrstu fjóra til fimm daga. Þá var mér mest illt en um leið og ég var farin að skokka þá fór ég að hugsa að þetta gæti nú gerst. Ég er síðan mjög bjartsýn núna,“ segir Rakel. Freyr Alexandersson sagði í samtölum við fjölmiðla að hann væri farin að hugsa um að skilja Rakel eftir heima „Þetta leit kannski ekkert sérstaklega vel út hjá mér á tímabili en þetta er búið að ganga mjög vel og þá sérstaklega síðustu fimm daga,“ sagði Rakel. Hún hefur verið á sér styrktar- og sendingaæfingum og svo hefur hún alltaf verið með á öllum æfingum þegar verið er að fara yfir taktík. „Ég fer með á EM. Þetta gengur það vel.Auðvitað getur alltaf komið bakslag ef maður fer ekki varlega. Við erum því að fara varlega af stað en ég er mjög bjartsýn. Þetta gengur það vel núna að ég fer með og ég vona bara að þetta haldi áfram að ganga vel,“ sagði Rakel. Íslensku stelpurnar æfðu í síðasta sinn á Íslandi í dag en þær fljúga síðan út til Hollands á morgun.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira