Davíð vill finna Dag í fjöru Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2017 12:27 Dagur borgarstjóri fær það óþvegið frá forvera sínum í borgarstjórastóli, sem fjallar um; viðbjóðinn sem bíað hafði út strandlengjur höfuðborgarinnar vikum saman. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi borgarstjóri, segist vilja finna Dag B. Eggertsson borgarstjóra í fjöru. „Slíka menn þarf að finna í fjöru sem fyrst. Það er ekki kræsilegt en hjá því verður ekki komist,“ segir í niðurlagi leiðara Morgunblaðsins sem venju samkvæmt er nafnlaus, en ekki er úr vegi að ætla að þar haldi Davíð um penna. Leiðarinn er óvenju heiftúðugur, en hann er undir yfirskriftinni „Brugðust borgarbúum“, fjallar um bilun í hreinsibúnaði dælustöðvar í Faxaskjóli, en RUV hefur fjallað ítarlega um málið undanfarna daga. Leiðarinn hefst svo:Leiðarahöfundi Morgunblaðsins er óvenju mikið niðri fyrir í dag.„Formaður borgarráðs Reykjavíkur tjáði sig seint og illa um viðbjóðinn sem bíað hafði út strandlengjur höfuðborgarinnar vikum saman, án þess að fólkið, borgarbúarnir, væri látið vita og gæti gætt sín og barna sinna. Fjöldi starfsmanna borgarinnar á veitusviði og heilbrigðissviði vissi um vandræðin og um ógnina sem af þeim stafaði.“ Davíð, sem býr í Skerjafirði, við hafið og var borgarstjóri í Reykjavík 1982–1991, vandar borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar. Sérstaklega fær borgarstjóri að kenna á skömmum Davíðs, sem segir að hvergi hafi náðst í hann sem „er þó endranær fjölmiðlaglaðasti maður landsins.“ Leiðarahöfundur segir núverandi borgaryfirvöld halda að borgin snúi um þá sjálfa en borgin eigi að gæta þess umfram annað að veita borgarbúum þjónustu með hagkvæmum hætti. Tryggja hreinlæti og snyrtimennsku, öryggi og framtíð. En það takist ekki þegar stór hluti fjármuna sem úr er að spila hverfi í óráðsíu „og æðstu menn borgarinnar hafa ekki áhuga á öðru en gervivandamálum sem snerta ekki borgarbúa beint. Hneykslið, sem borgarbúar hafa þurft að horfa upp á og fundið fnykinn af að undanförnu er til komið vegna þess að yfirvöldin í borginni þekkja hvorki verkefni sitt né vitjunartíma og myndu ekki valda því, þótt hin einfalda mynd rynni upp fyrir þeim.“ Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11 Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22 Mest lesið Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi borgarstjóri, segist vilja finna Dag B. Eggertsson borgarstjóra í fjöru. „Slíka menn þarf að finna í fjöru sem fyrst. Það er ekki kræsilegt en hjá því verður ekki komist,“ segir í niðurlagi leiðara Morgunblaðsins sem venju samkvæmt er nafnlaus, en ekki er úr vegi að ætla að þar haldi Davíð um penna. Leiðarinn er óvenju heiftúðugur, en hann er undir yfirskriftinni „Brugðust borgarbúum“, fjallar um bilun í hreinsibúnaði dælustöðvar í Faxaskjóli, en RUV hefur fjallað ítarlega um málið undanfarna daga. Leiðarinn hefst svo:Leiðarahöfundi Morgunblaðsins er óvenju mikið niðri fyrir í dag.„Formaður borgarráðs Reykjavíkur tjáði sig seint og illa um viðbjóðinn sem bíað hafði út strandlengjur höfuðborgarinnar vikum saman, án þess að fólkið, borgarbúarnir, væri látið vita og gæti gætt sín og barna sinna. Fjöldi starfsmanna borgarinnar á veitusviði og heilbrigðissviði vissi um vandræðin og um ógnina sem af þeim stafaði.“ Davíð, sem býr í Skerjafirði, við hafið og var borgarstjóri í Reykjavík 1982–1991, vandar borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar. Sérstaklega fær borgarstjóri að kenna á skömmum Davíðs, sem segir að hvergi hafi náðst í hann sem „er þó endranær fjölmiðlaglaðasti maður landsins.“ Leiðarahöfundur segir núverandi borgaryfirvöld halda að borgin snúi um þá sjálfa en borgin eigi að gæta þess umfram annað að veita borgarbúum þjónustu með hagkvæmum hætti. Tryggja hreinlæti og snyrtimennsku, öryggi og framtíð. En það takist ekki þegar stór hluti fjármuna sem úr er að spila hverfi í óráðsíu „og æðstu menn borgarinnar hafa ekki áhuga á öðru en gervivandamálum sem snerta ekki borgarbúa beint. Hneykslið, sem borgarbúar hafa þurft að horfa upp á og fundið fnykinn af að undanförnu er til komið vegna þess að yfirvöldin í borginni þekkja hvorki verkefni sitt né vitjunartíma og myndu ekki valda því, þótt hin einfalda mynd rynni upp fyrir þeim.“
Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11 Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22 Mest lesið Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56
Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11
Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22