Stefnt er að því að byrja að skima fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hér á landi í byrjun næsta árs en ef aðstæður leyfa má gera ráð fyrir að prófun á framkvæmd skimunarinnar hefjist síðar á þessu ári.
Frá þessu er greint á vef landlæknis en þar kemur jafnframt fram að Krabbameinsfélagið hafi lagt fram ítarlega aðgerðaáætlun í tengslum við skimunina.
Árlega greinast hér á landi að meðaltali 134 tilfelli af krabbameini í ristli og endaþarmi en þar af eru 74 tilfelli hjá körlum og 60 tilfelli hjá konum. Krabbamein í ristli er þannig þriðja algengasta krabbameinið hjá báðum kynjum og er meðalaldur við greiningu, bæði hjá körlum og konum, 70 ár.
Árlega deyja 50 manns af völdum þessara krabbameina og hefur nýgengi ristilkrabbameins farið vaxandi hjá körlum undanfarna hálfa öld. Litlar breytingar hafa orðið á nýgengi meðal kvenna á sama tíma og þá hafa minni breytingar orðið á dánartíðni sjúkdómsins.
Byrja að skima fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi á næsta ári

Tengdar fréttir

Áætlun Íslands í krabbameinsmálum til 2020: Endurskoða biðtíma sjúklinga og hækka skatta á óhollum vörum
Framboð nýrra krabbameinslyfja verður einnig skoðað og haft að markmiði að Ísland standist sömu kröfur, hvað lyf varðar, og samanburðarlönd.