Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2 Aðalheiður Ámundadóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 29. júlí 2017 06:00 John Snorri Sigurjónsson varð fyrstur Íslendinga upp á K2. Mynd/Kári Schram „Vonandi kemst hann til landsins sem fyrst. Ég veit hann langar heim,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífs, styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans, um John Snorra Sigurjónsson. Hann komst upp á topp eins illkleifasta fjalls veraldar, K2, fyrstur Íslendinga í gær. Safnaði John Snorri styrkjum fyrir félagið á meðan á göngu stóð. Hjördís telur að John Snorri eigi um tveggja vikna ferðalag fram undan. Hann er væntanlegur niður í grunnbúðir K2 í dag, sem er óvænt að sögn Hjördísar. „Þeir ætluðu sér að fara niður í skrefum.“ Fljótlega eftir komuna í grunnbúðirnar mun John Snorri halda niður fjallið með föruneyti sínu. Tekur þá við fimm til sex daga ganga niður í byggð. „Þegar þangað er komið þurfa þeir að koma sér í flug áleiðis til Íslands. Þetta verður um það bil tveggja vikna ferðalag,“ segir Hjördís. Í samtali við fréttastofu í gær sagði John Snorri að ferðalagið niður fjallið væri í raun erfiðasti hluti leiðangursins. „Þegar maður er á leiðinni niður þá snýr maður baki í fjallið og þá er miklu erfiðara að vera var um sig varðandi snjóflóð og grjóthrun.“ Hjördís segir söfnunina hafa tekið kipp síðustu klukkutímana áður en tindi var náð. Þá hafi hún einnig aukist eftir því sem John Snorri færðist nær toppi fjallsins. Styrktarféð verður nýtt í samráði við deildarstjóra kvennadeildarinnar og nefnir Hjördís að til dæmis gæti það verið nýtt í skoðunarbekki og skoðunarljós. Hjördís sagðist þó ekki geta gefið upp hversu mikið hefði safnast. Annar ofurhugi og fjallgöngugarpur, Vilborg Arna Gissurardóttir, sagði vægt til orða tekið þegar Fréttablaðið spurði hana hvort um mikið afrek væri að ræða. „Þetta er gríðarlega mikið afrek,“ sagði Vilborg sem hefur sjálf meðal annars klifið Everestfjall. „Það sem ég vil líka leggja áherslu á, og finnst hafa gleymst í umræðunni, er að hann er ekki bara búinn að klífa eitt 8.000 metra fjall. Hann er búinn að klífa tvö á mjög stuttum tíma,“ segir Vilborg. Birtist í Fréttablaðinu Fjallamennska Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
„Vonandi kemst hann til landsins sem fyrst. Ég veit hann langar heim,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífs, styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans, um John Snorra Sigurjónsson. Hann komst upp á topp eins illkleifasta fjalls veraldar, K2, fyrstur Íslendinga í gær. Safnaði John Snorri styrkjum fyrir félagið á meðan á göngu stóð. Hjördís telur að John Snorri eigi um tveggja vikna ferðalag fram undan. Hann er væntanlegur niður í grunnbúðir K2 í dag, sem er óvænt að sögn Hjördísar. „Þeir ætluðu sér að fara niður í skrefum.“ Fljótlega eftir komuna í grunnbúðirnar mun John Snorri halda niður fjallið með föruneyti sínu. Tekur þá við fimm til sex daga ganga niður í byggð. „Þegar þangað er komið þurfa þeir að koma sér í flug áleiðis til Íslands. Þetta verður um það bil tveggja vikna ferðalag,“ segir Hjördís. Í samtali við fréttastofu í gær sagði John Snorri að ferðalagið niður fjallið væri í raun erfiðasti hluti leiðangursins. „Þegar maður er á leiðinni niður þá snýr maður baki í fjallið og þá er miklu erfiðara að vera var um sig varðandi snjóflóð og grjóthrun.“ Hjördís segir söfnunina hafa tekið kipp síðustu klukkutímana áður en tindi var náð. Þá hafi hún einnig aukist eftir því sem John Snorri færðist nær toppi fjallsins. Styrktarféð verður nýtt í samráði við deildarstjóra kvennadeildarinnar og nefnir Hjördís að til dæmis gæti það verið nýtt í skoðunarbekki og skoðunarljós. Hjördís sagðist þó ekki geta gefið upp hversu mikið hefði safnast. Annar ofurhugi og fjallgöngugarpur, Vilborg Arna Gissurardóttir, sagði vægt til orða tekið þegar Fréttablaðið spurði hana hvort um mikið afrek væri að ræða. „Þetta er gríðarlega mikið afrek,“ sagði Vilborg sem hefur sjálf meðal annars klifið Everestfjall. „Það sem ég vil líka leggja áherslu á, og finnst hafa gleymst í umræðunni, er að hann er ekki bara búinn að klífa eitt 8.000 metra fjall. Hann er búinn að klífa tvö á mjög stuttum tíma,“ segir Vilborg.
Birtist í Fréttablaðinu Fjallamennska Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira