Það má segja að geimurinn sé aðal málið samkvæmt stærstu tískuhúsunum, en geimfarar er nýjasta þema auglýsingaherferðar Chanel. Fyrirsæturnar Cara Delevingne og Lily-Rose Depp, dóttir Johnny Depp, eru andlit herferðarinnar.
Silfurlitaðir fylgihlutir og risastórar töskur er eitthvað sem við munum sjá mikið af í haust samkvæmt Chanel. Karl Lagerfeld, listrænn stjórnandi Chanel, tók myndirnar.