John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. júlí 2017 11:39 Það hafa verið afar erfiðar aðstæður í fjallinu undanfarið. kári schram John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. „Þetta var virkilega erfið ferð. Við ætluðum að vera komin upp á milli átta og tíu að pakistönskum tíma en núna er klukkan fjögur. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara að tygja okkur niður,“ sagði John Snorri. Aðspurður hvort hann væri með nógu mikið súrefni fyrir leiðina niður sagðist hann í raun og veru ekki vera með það. „En það er auðveldara að komast niður og fer minni orka í það. Ég er með 102 eftir á síðasta kútnum mínum sem þýðir að ég klára hann eftir klukkutíma, einn og hálfan en það er allt í lagi.“ John Snorri er svo með meira súrefni í búðum fjögur en hann var mjög andstuttur í viðtalinu eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. „Hér eru allir andstuttir en alveg rosalega glaðir. Hér eru þrír Kínverjar sem eru búnir að reyna að komast á toppinn þrisvar og svo er fyrsta bandaríska konan til að ná toppnum hérna líka,“ sagði John Snorri en hópurinn sem hann er með er sá fyrsti til að ná toppi fjallsins síðan árið 2014.En hvernig tilfinning er það að standa á toppi næsthæsta og eins hættulegasta fjalls heims? „Þetta er mjög erfitt, ég er mjög þreyttur og tilfinningin er blendin. Þegar ég kom hérna á toppinn [...] fór ég bara að gráta, ég er mjög meyr.“Hann kveðst hlakka til að koma heim í öryggið en er hennar með einhver skilaboð til konunnar sinnar? „Ég vil bara þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur og hafa haft trú á mér allan tímann. Mig langar líka að þakka stjórn Lífs sem hefur haft trú á mér allan tímann og bara til allra landsmann, takk, takk æðislega.“Viðtalið við John Snorra í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Fjallamennska Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. „Þetta var virkilega erfið ferð. Við ætluðum að vera komin upp á milli átta og tíu að pakistönskum tíma en núna er klukkan fjögur. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara að tygja okkur niður,“ sagði John Snorri. Aðspurður hvort hann væri með nógu mikið súrefni fyrir leiðina niður sagðist hann í raun og veru ekki vera með það. „En það er auðveldara að komast niður og fer minni orka í það. Ég er með 102 eftir á síðasta kútnum mínum sem þýðir að ég klára hann eftir klukkutíma, einn og hálfan en það er allt í lagi.“ John Snorri er svo með meira súrefni í búðum fjögur en hann var mjög andstuttur í viðtalinu eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. „Hér eru allir andstuttir en alveg rosalega glaðir. Hér eru þrír Kínverjar sem eru búnir að reyna að komast á toppinn þrisvar og svo er fyrsta bandaríska konan til að ná toppnum hérna líka,“ sagði John Snorri en hópurinn sem hann er með er sá fyrsti til að ná toppi fjallsins síðan árið 2014.En hvernig tilfinning er það að standa á toppi næsthæsta og eins hættulegasta fjalls heims? „Þetta er mjög erfitt, ég er mjög þreyttur og tilfinningin er blendin. Þegar ég kom hérna á toppinn [...] fór ég bara að gráta, ég er mjög meyr.“Hann kveðst hlakka til að koma heim í öryggið en er hennar með einhver skilaboð til konunnar sinnar? „Ég vil bara þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur og hafa haft trú á mér allan tímann. Mig langar líka að þakka stjórn Lífs sem hefur haft trú á mér allan tímann og bara til allra landsmann, takk, takk æðislega.“Viðtalið við John Snorra í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Fjallamennska Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira