Tryggvi um ESPN-fréttina og alla athyglina: Ég er bara rólegur yfir þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2017 19:00 Tryggvi Snær Hlinason er á einu augabragði orðinn heitasta nafnið í íslenskum körfubolta og stærstu fjölmiðlarnir í Bandaríkjum eru farnir að orða miðherjann við NBA-deildina. Tryggvi Snær er nýkominn heim eftir Evrópumót tuttugu ára liða þar sem hann var valinn í lið mótsins. Hann fær ekki mikla hvíld á milli landsliðsverkefna því nú er strákurinn að detta inn í undirbúningi íslenska karlalandsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta. Riðill Íslands fer fram í Helsinki í Finnlandi og hefst í lok ágúst. Hörður Magnússon hitti Tryggva Snæ og landsliðsþjálfarann Craig Pedersen í dag en framundan eru tveir æfingalandsleikir við Belgíu hér á landi. Það verða einu leikirnir sem íslenska landsliðið spilar á Íslandi fyrir Evrópumótið. ESPN birti nýlega langa og ítarlega grein um Tryggva og velti fyrir sér möguleikum sveitastráksins frá Suður-Þingeyjarsýslu á að komast í NBA-deildina í framtíðinni. „Það er alltaf skemmtilegt að fá athyglina og ég talaði við þennan karl eftir Svíaleikinn. Hann sagði hvað vantaði í leikinn minn og það var margt sem ég veit af og er að vinna í. Það er samt gott að sjá önnur sjónarmið. Ég held samt bara áfram á sama róli og læt þetta ekki hafa svo mikil áhrif á mig,“ sagði Tryggvi. „Ég reyni að halda mér niðri á jörðinni eins lengi og ég get. Ég er bara rólegur yfir þessu og leiði þetta bara framhjá mér,“ sagði Tryggvi. Tryggvi fær frí frá verkefnum A-landsliðsins þessa vikuna. Hann verður á æfingunum en verður ekki í miklum átökum á þessum æfingum. „Ég tek þetta létt á æfingunum í örfáa daga. Ég mun reyna að ná kerfunum og vinna þetta upp sem ég er búinn að missa af. Það er fínt að taka því rólega í nokkra daga og taka síðan allt á fullu eftir það,“ sagði Tryggvi. Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen er virkilega ánægður með líkamlegt ástand manna á þessum tímapunkti. „Leikmennirnir komu aftur til æfinga í mjög góðu formi sem gerir það að verkum að við höfum getað verið á fullum krafti frá fyrstu æfingu. Við höfum því náð að gera mikið á þessum æfingum sem eru búnar. Þetta er búið að vera framúrskarandi,“ sagði Craig Pedersen. Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan. EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason er á einu augabragði orðinn heitasta nafnið í íslenskum körfubolta og stærstu fjölmiðlarnir í Bandaríkjum eru farnir að orða miðherjann við NBA-deildina. Tryggvi Snær er nýkominn heim eftir Evrópumót tuttugu ára liða þar sem hann var valinn í lið mótsins. Hann fær ekki mikla hvíld á milli landsliðsverkefna því nú er strákurinn að detta inn í undirbúningi íslenska karlalandsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta. Riðill Íslands fer fram í Helsinki í Finnlandi og hefst í lok ágúst. Hörður Magnússon hitti Tryggva Snæ og landsliðsþjálfarann Craig Pedersen í dag en framundan eru tveir æfingalandsleikir við Belgíu hér á landi. Það verða einu leikirnir sem íslenska landsliðið spilar á Íslandi fyrir Evrópumótið. ESPN birti nýlega langa og ítarlega grein um Tryggva og velti fyrir sér möguleikum sveitastráksins frá Suður-Þingeyjarsýslu á að komast í NBA-deildina í framtíðinni. „Það er alltaf skemmtilegt að fá athyglina og ég talaði við þennan karl eftir Svíaleikinn. Hann sagði hvað vantaði í leikinn minn og það var margt sem ég veit af og er að vinna í. Það er samt gott að sjá önnur sjónarmið. Ég held samt bara áfram á sama róli og læt þetta ekki hafa svo mikil áhrif á mig,“ sagði Tryggvi. „Ég reyni að halda mér niðri á jörðinni eins lengi og ég get. Ég er bara rólegur yfir þessu og leiði þetta bara framhjá mér,“ sagði Tryggvi. Tryggvi fær frí frá verkefnum A-landsliðsins þessa vikuna. Hann verður á æfingunum en verður ekki í miklum átökum á þessum æfingum. „Ég tek þetta létt á æfingunum í örfáa daga. Ég mun reyna að ná kerfunum og vinna þetta upp sem ég er búinn að missa af. Það er fínt að taka því rólega í nokkra daga og taka síðan allt á fullu eftir það,“ sagði Tryggvi. Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen er virkilega ánægður með líkamlegt ástand manna á þessum tímapunkti. „Leikmennirnir komu aftur til æfinga í mjög góðu formi sem gerir það að verkum að við höfum getað verið á fullum krafti frá fyrstu æfingu. Við höfum því náð að gera mikið á þessum æfingum sem eru búnar. Þetta er búið að vera framúrskarandi,“ sagði Craig Pedersen. Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan.
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira