Pétur sér fyrir sér nýjan meðlim í íslenska NBA-klúbbnum | Þetta segir hann um Tryggva Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2017 20:00 Tryggvi Snær Hlinason hefur alla burði til að fara í NBA-deildina í körfubolta segir körfuboltagoðsögnin Pétur Guðmundsson. Pétur þekkir hlutverk stóra mannsins í íþróttinni og nú sér ýmislegt spennandi í öðrum risa, Bárðdælingnum Tryggva Snæ. Tryggvi var valinn í fimm manna úrvalslið á Evrópumóti leikmanna 20 ára og yngri sem lauk á Krít um helgina. Hann var með flesta framlagspunkta í keppninni, varði flest skot i, varð í þriðja sæti á frákastalistanum og í sjöunda sæti yfir stigahæstu leikmennina. Tryggvi, sem verður tvítugur í lok október, er tveir metrar og sextán sentímetrar á hæð, tveimur sentímetrum lægri en Pétur. Hve góður getur Tryggvi orðið? „Framfarirnar sem hann hefur sýnt hingað til eru alveg ótrúlegar. Ég engar takmarkanir á því hversu góður hann getur orðið, “ sagði Pétur Guðmundsson í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Tryggvi Snær yfirgefur Þór á Akureyri og gengur til liðs við hið geysisterka lið Valencia. En getur hann komist í NBA-deildina? „Ég sé það alveg fyrir mér að hann ætti að geta það. Ég held að það sé mjög gott mál að hann sé að byrja þarna í unglingaprógramminu hjá Valencia því það kemur til með að undirbúa hann enn betur,“ sagði Pétur „Hann er búinn að sýna það í Evrópumótinu að framfarirnar eru búnar að vera alveg gífurlegar á þessum þremur árum sem hann er búinn að vera að spila í íslenska boltann, “ sagði Pétur en hvað við Tryggva finnst Pétur vera mest spennandi? „Hann hefur tólin. Hann er stór, með langa handleggi og stórar hendur. Hann er náttúrulega sterkur og nýtir sér það vel. Leikskilningurinn er síðan alveg ótrúlegur hjá svona ungum manni sem hefur ekki spilað lengur en þetta. Sérstaklega í vörninni er hann að skilja hvað hann þarf að gera til þess að hjálpa liðinu,“ sagði Pétur. Það má sjá allt innslagið og viðtalið við Pétur í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason hefur alla burði til að fara í NBA-deildina í körfubolta segir körfuboltagoðsögnin Pétur Guðmundsson. Pétur þekkir hlutverk stóra mannsins í íþróttinni og nú sér ýmislegt spennandi í öðrum risa, Bárðdælingnum Tryggva Snæ. Tryggvi var valinn í fimm manna úrvalslið á Evrópumóti leikmanna 20 ára og yngri sem lauk á Krít um helgina. Hann var með flesta framlagspunkta í keppninni, varði flest skot i, varð í þriðja sæti á frákastalistanum og í sjöunda sæti yfir stigahæstu leikmennina. Tryggvi, sem verður tvítugur í lok október, er tveir metrar og sextán sentímetrar á hæð, tveimur sentímetrum lægri en Pétur. Hve góður getur Tryggvi orðið? „Framfarirnar sem hann hefur sýnt hingað til eru alveg ótrúlegar. Ég engar takmarkanir á því hversu góður hann getur orðið, “ sagði Pétur Guðmundsson í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Tryggvi Snær yfirgefur Þór á Akureyri og gengur til liðs við hið geysisterka lið Valencia. En getur hann komist í NBA-deildina? „Ég sé það alveg fyrir mér að hann ætti að geta það. Ég held að það sé mjög gott mál að hann sé að byrja þarna í unglingaprógramminu hjá Valencia því það kemur til með að undirbúa hann enn betur,“ sagði Pétur „Hann er búinn að sýna það í Evrópumótinu að framfarirnar eru búnar að vera alveg gífurlegar á þessum þremur árum sem hann er búinn að vera að spila í íslenska boltann, “ sagði Pétur en hvað við Tryggva finnst Pétur vera mest spennandi? „Hann hefur tólin. Hann er stór, með langa handleggi og stórar hendur. Hann er náttúrulega sterkur og nýtir sér það vel. Leikskilningurinn er síðan alveg ótrúlegur hjá svona ungum manni sem hefur ekki spilað lengur en þetta. Sérstaklega í vörninni er hann að skilja hvað hann þarf að gera til þess að hjálpa liðinu,“ sagði Pétur. Það má sjá allt innslagið og viðtalið við Pétur í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti