Kókaínsmyglari í haldi þar til dómur fellur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. júlí 2017 19:36 Maðurinn neitaði að hafa staðið að innflutningnum. Vísir/GVA Brasilískur maður, sem í síðustu viku var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning, þarf að sæta gæsluvarðhaldi þar til Hæstiréttur kveður upp dóm í máli hans. Úrskurður þess efnis var staðfestur í Hæstarétti í dag.Fíkniefnin í snyrtivörubrúsum Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega tveimur lítrum af fljótandi kókaíni, sem var af 69 prósent styrkleika í mars síðastliðnum. Hann er sagður hafa flutt fíkniefnin hingað til lands með flugi frá Amsterdam í Hollandi, en fíkniefnin fundust í fjórum brúsum undir snyrtivörur. Sjálfur sagði maðurinn að í brúsunum væri sjampó, sápa og munnskol, en þegar hann var spurður nánar út í innihaldið kannaðist hann ekki við brúsana og vissi ekki hver hefði sett þá í farangur hans. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa ætlað að ferðast á Íslandi. Hann hefði aldrei séð snjó og ætlað að reyna að fara á snjóbretti. Þá sagðist hann vera atvinnuljósmyndari og ætlað að mynda norðurljósin.Ólíklegt að hann sé menntaður ljósmyndari Lögregla rannsakaði farsímanotkun mannsins en engin samskipti reyndust á milli hans og annarra símanúmera hér á landi. Maðurinn kvaðst heimila lögreglu að rannsaka gögn á netfangi sínu, en aðgangsorð sem hann gaf upp reyndist ekki rétt og því var ekki unnt að opna netfangið. Minniskort úr myndavél mannsins var einnig skoðað, en það sem vakti athygli rannsakanda var að ljósmyndirnar á kortinu bentu til þess að maðurinn hefði litla sem enga menntun eða reynslu á sviði ljósmyndunar. Dómnum þótti framburður mannsins ótrúverðugur og sakfelldi hann. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og mótmælti því sömuleiðis að þurfa að sæta haldi á meðan mál hans var til meðferðar. Hæstiréttur hafnaði kröfu hans og verður manninum gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar, en eigi lengur en til 10. október næstkomandi. Tengdar fréttir Þrjú og hálft ár fyrir innflutning á kókaíni Brasilískur ríkisborgari með óvenju sterkt kókaín í farangri sínum. 20. júlí 2017 15:08 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Brasilískur maður, sem í síðustu viku var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning, þarf að sæta gæsluvarðhaldi þar til Hæstiréttur kveður upp dóm í máli hans. Úrskurður þess efnis var staðfestur í Hæstarétti í dag.Fíkniefnin í snyrtivörubrúsum Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega tveimur lítrum af fljótandi kókaíni, sem var af 69 prósent styrkleika í mars síðastliðnum. Hann er sagður hafa flutt fíkniefnin hingað til lands með flugi frá Amsterdam í Hollandi, en fíkniefnin fundust í fjórum brúsum undir snyrtivörur. Sjálfur sagði maðurinn að í brúsunum væri sjampó, sápa og munnskol, en þegar hann var spurður nánar út í innihaldið kannaðist hann ekki við brúsana og vissi ekki hver hefði sett þá í farangur hans. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa ætlað að ferðast á Íslandi. Hann hefði aldrei séð snjó og ætlað að reyna að fara á snjóbretti. Þá sagðist hann vera atvinnuljósmyndari og ætlað að mynda norðurljósin.Ólíklegt að hann sé menntaður ljósmyndari Lögregla rannsakaði farsímanotkun mannsins en engin samskipti reyndust á milli hans og annarra símanúmera hér á landi. Maðurinn kvaðst heimila lögreglu að rannsaka gögn á netfangi sínu, en aðgangsorð sem hann gaf upp reyndist ekki rétt og því var ekki unnt að opna netfangið. Minniskort úr myndavél mannsins var einnig skoðað, en það sem vakti athygli rannsakanda var að ljósmyndirnar á kortinu bentu til þess að maðurinn hefði litla sem enga menntun eða reynslu á sviði ljósmyndunar. Dómnum þótti framburður mannsins ótrúverðugur og sakfelldi hann. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og mótmælti því sömuleiðis að þurfa að sæta haldi á meðan mál hans var til meðferðar. Hæstiréttur hafnaði kröfu hans og verður manninum gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar, en eigi lengur en til 10. október næstkomandi.
Tengdar fréttir Þrjú og hálft ár fyrir innflutning á kókaíni Brasilískur ríkisborgari með óvenju sterkt kókaín í farangri sínum. 20. júlí 2017 15:08 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Þrjú og hálft ár fyrir innflutning á kókaíni Brasilískur ríkisborgari með óvenju sterkt kókaín í farangri sínum. 20. júlí 2017 15:08