Maðurinn sem féll í Gullfoss hét Nika Begades Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2017 10:46 Myndin sem lögreglan á Suðurlandi hefur birt af Nika er úr öryggismyndavélum við Gullfoss. vísir Maðurinn sem féll í Gullfoss þann 19. júlí síðastliðinn hét Nika Begades og 22 ára gamall frá Georgíu. Hann var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Nika var einhleypur og barnlaus. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Leitað hefur verið að Nika síðan á miðvikudag og verður leit haldið áfram í dag. Hún verður þó nokkuð minni í sniðum en verið hefur þar sem engar líkur eru taldar á því að maðurinn hafi lifað fallið af. Leitin hefur engan árangur borið en leitarskilyrði eru erfið þar sem Hvítá er straumþung og djúp jökulá. „Gljúfrið sem hún rennur í gegnum er djúpt og skorið og því erfitt og jafnvel ómögulegt yfirferðar á köflum. Saga árinnar í gegnum áranna rás segir að ekki séu miklar líkur á því að hún skili fljótt af sér það sem hún tekur, því gæti slíkt ferli tekið nokkra mánuði og jafnvel ár áður en nokkur merki um mann finnast, ef þá nokkurn tímann,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan á Suðurlandi birti mynd af Nika úr öryggismyndavélum við Gullfoss skömmu fyrir óhappið. Biður lögreglan þá sem telja sig hafa séð hann þarna á svæðinu fyrir slysið að hafa samband í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is. Tilkynninguna lögreglunnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Lögreglan á Suðurlandi, ásamt björgunarsveitum Landsbjargar og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur leitað frá því í fyrradag, að ungum manni sem féll niður Gullfoss. Nokkuð hefur verið dregið úr leit, en henni verður haldið áfram í dag með minna sniði, en síðustu daga. Engar líkur eru taldar á því að pilturinn hafi lifað af fallið og hefur leit engan árangur borið fram til þessa.Eins og áður hefur komið fram fann lögreglan vísbendingar um hann út frá bifreið sem fannst á svæðinu og samsvara lýsingar vitna af atburðinum við myndir sem lögregla fékk úr eftirlitsmyndavélum við Gullfoss. Sporhundur frá Landsbjörg rakti svo spor úr bílnum upp fyrir útsýnispallana og niður undir ánna. Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerðist, en málið er rannsakað sem slys.Pilturinn sem féll í Gullfoss þann 19.júlí s.l. hét Nika Begades 22 ára gamall frá Georgíu. Hann var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus.Meðfylgjandi er mynd af honum úr öryggismyndavélum við Gullfoss skömmu fyrir óhappið og eru þeir sem telja sig hafa séð hann þarna á svæðinu fyrir slysið beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is.Leitarskilyrði eru erfið á staðnum þar sem áin er straumþung og djúp jökulá. Gljúfrið sem hún rennur í gegnum er djúpt og skorið og því erfitt og jafnvel ómögulegt yfirferðar á köflum. Saga árinnar í gegnum áranna rás segir að ekki séu miklar líkur á því að hún skili fljótt af sér það sem hún tekur, því gæti slíkt ferli tekið nokkra mánuði og jafnvel ár áður en nokkur merki um mann finnast, ef þá nokkurn tímann.Lögreglan vill þakka öllum þeim sem komið hafa að leitinni á einn eða annan hátt fyrir aðstoðina. Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05 Dregið úr leit við Gullfoss í dag Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21. júlí 2017 06:00 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Sjá meira
Maðurinn sem féll í Gullfoss þann 19. júlí síðastliðinn hét Nika Begades og 22 ára gamall frá Georgíu. Hann var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Nika var einhleypur og barnlaus. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Leitað hefur verið að Nika síðan á miðvikudag og verður leit haldið áfram í dag. Hún verður þó nokkuð minni í sniðum en verið hefur þar sem engar líkur eru taldar á því að maðurinn hafi lifað fallið af. Leitin hefur engan árangur borið en leitarskilyrði eru erfið þar sem Hvítá er straumþung og djúp jökulá. „Gljúfrið sem hún rennur í gegnum er djúpt og skorið og því erfitt og jafnvel ómögulegt yfirferðar á köflum. Saga árinnar í gegnum áranna rás segir að ekki séu miklar líkur á því að hún skili fljótt af sér það sem hún tekur, því gæti slíkt ferli tekið nokkra mánuði og jafnvel ár áður en nokkur merki um mann finnast, ef þá nokkurn tímann,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan á Suðurlandi birti mynd af Nika úr öryggismyndavélum við Gullfoss skömmu fyrir óhappið. Biður lögreglan þá sem telja sig hafa séð hann þarna á svæðinu fyrir slysið að hafa samband í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is. Tilkynninguna lögreglunnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Lögreglan á Suðurlandi, ásamt björgunarsveitum Landsbjargar og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur leitað frá því í fyrradag, að ungum manni sem féll niður Gullfoss. Nokkuð hefur verið dregið úr leit, en henni verður haldið áfram í dag með minna sniði, en síðustu daga. Engar líkur eru taldar á því að pilturinn hafi lifað af fallið og hefur leit engan árangur borið fram til þessa.Eins og áður hefur komið fram fann lögreglan vísbendingar um hann út frá bifreið sem fannst á svæðinu og samsvara lýsingar vitna af atburðinum við myndir sem lögregla fékk úr eftirlitsmyndavélum við Gullfoss. Sporhundur frá Landsbjörg rakti svo spor úr bílnum upp fyrir útsýnispallana og niður undir ánna. Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerðist, en málið er rannsakað sem slys.Pilturinn sem féll í Gullfoss þann 19.júlí s.l. hét Nika Begades 22 ára gamall frá Georgíu. Hann var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus.Meðfylgjandi er mynd af honum úr öryggismyndavélum við Gullfoss skömmu fyrir óhappið og eru þeir sem telja sig hafa séð hann þarna á svæðinu fyrir slysið beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is.Leitarskilyrði eru erfið á staðnum þar sem áin er straumþung og djúp jökulá. Gljúfrið sem hún rennur í gegnum er djúpt og skorið og því erfitt og jafnvel ómögulegt yfirferðar á köflum. Saga árinnar í gegnum áranna rás segir að ekki séu miklar líkur á því að hún skili fljótt af sér það sem hún tekur, því gæti slíkt ferli tekið nokkra mánuði og jafnvel ár áður en nokkur merki um mann finnast, ef þá nokkurn tímann.Lögreglan vill þakka öllum þeim sem komið hafa að leitinni á einn eða annan hátt fyrir aðstoðina.
Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05 Dregið úr leit við Gullfoss í dag Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21. júlí 2017 06:00 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Sjá meira
Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05
Dregið úr leit við Gullfoss í dag Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21. júlí 2017 06:00